Þjóðólfur

Tölublað

Þjóðólfur - 31.12.1942, Blaðsíða 1

Þjóðólfur - 31.12.1942, Blaðsíða 1
Útgefandi MUNINN h.f. Ritstjórar: Árni Jónsson Valdimar Jóhannsson (ábm.) Skrifstofa’ Laufásvegi 4. — Sími 2923. Prentsmiðja: Víkingsprent h.f. »nvnim II. árgangur. Fimmtudagirm 31. des. 1942. 57. tölublað. Er ekki tími þlóðræðisins einmitt nú að renna upp? öryggislaust samkomulag ereinskisnýtt, IWI ENN hafa alltaf verið að býsnast og blöskrast yfir því, hve þingflokkunum gengi illa að „koma sér saman“. Menn mundu hætta að furða sig á þessu, ef þeir gerðu sér ljóst, að þessi vandræði eru að kenna stjórnskipulagi voru, ef skipulag skyldi kalla, en eiginlega ekki einstökum þingmönn- um eða flokkum eins og nú er komið. Allir íslendingar vita, að þjóðinni hefur aldrei í sögu sinni legið meira á sam- heldni en nú. í fyrra haust komst fyrverandi forsætis- ráðherra, Hermann Jónas- son svo að orði að við vær- um „undir smásjá tveggja stórvelda“ í þingsetning- aræðu sinni nú í haust vék ríkisstjóri að því sama, er hann benti mjög alvarlega á, að við þyrftum að stand- ast „prófraun“ í félagsleg- um þroska. Annars gætum við átt á hættu að glata samúð annarra mikilsmet- inna þjóða og þar með ör- ygginu fyrir framtíðar- frelsi okkar og sjálfstæði. Þessar sömu aðvaranir hafa verið uppistaðan í máli manna úr öllum flokkum, bæði 1 blöðum og á mannfundum. Það er ömurlegt að þurfa að játa, að þjóðin hefur með þennan friðarskilning 1 huga og þessi friðarorð á vörum, lent út í illvígri og langstæðri baráttu. Afleiðingar þeirrar sundrungar, sem hér hefur ríkt, eru margvíslegar og allar á eina lund, til tjóns og niðurdreps. Við höfuin misst tökin á dýrtíðinni og þar með stofnað efnahag okkar og framleiðslu í voða um ófyrirsjáanlega fram- tíð. Við höfum teflt á fremsta hlunn með að fyr- irgera virðingu og samúð þeirra þjóða, sem frelsi okkar er mjög háð, og við höfum loks vakið efasemd- ir í okkar eigin brjóstum um það, að við getum stað- ið á eigin fótum. Nú verður að játa, að undir árslokin hefur ofur- lítið rofað til í moldviðri sundrungarinnar. Hinni nýju stjórn er vel fagnað. Menn vænta þess að hún ræki þá höfuðskyldu sína við þjóðina, að láta kast- vinda flokksræðisins ekki hrekja sig af réttri leið. Þjóðólfur á enga ósk heit- ari en þá, að sundrungin megi hverfa úr þjóðfélag- inu. Hann óskar gervallri íslenzku þjóðinni árs og friðar. Þetta ósamkomulag í þinginu er í rauninni ekkert annað en smærri mynd af ósamkomulagi þjóðarinnar sjálfrar, sem stafar af því, að þjóðin hefur látið við- gangast að hinn borgaralegi frið arsamningur hennar — stjórn- arskráin — væri gerður ógildur með því að nema burt úr honum sjálfan stjórnarkjarnann, sjálfa gæzlu réttarins í löggjöf og stjórn og afhenda þessa gæzlu sjálfum hinum stríðandi máls- pörtum! K ETTA er samskonar réttar- * spilling á sviði þjóðmálanna eins og menn mundu sjá á sviði borgaralegra dómsmála ef menn fengju að vita, að nú væru all- ir dómarar settir frá og nú yrðu menn bara að vera góðu börnin og „koma sér saman“! Ætli þau mál kæmu ekki upp, sem settu þá hina sömu menn, sem nú álasa þingmönnunum mest, í líkan vanda og hið mátt- lausa og réttarvana Alþingi er nú— þar sem menn og flokkar hafa verið rændir réttarörygg- inu og settir í sömu afstöðu hver gagnvart öðrum eins og nú ræð- ur í heimsstyrjöldinni. - Hafa ekki alltaf verið til há- værar og heimskar raddir, sem jafnan kröfðust þess af heims- ríkjunum, að vera nú góðu börn in og „koma sér saman“, enda þótt ríkin hefðu enga sameigin- lega réttargæzlu og þar af leið- andi ekkert réttaröryggi? ALLIll vita, og hafa þó aldrei séð betur en einmitt nú, hvernig öryggislaust samkomu- lag milli ríkja hefur gefizt. Og vantar þó sízt, að samkomulag hafi verið reynt. Sagnfræðingur einn í Rúmen- íu er sagður hafa reynt að ná yfirliti yfir alla þá samninga og sáttmála sem vitað er, að ríkin hafi gert sín á milli til að jafna misklíð og stofna „ævarandi frið og samkomulag“ — eins og það er oftast kallað. —' Hann fann samtals eitthvað á 9. þúsund slíka samninga, sem áttu að vera ævarandi. En varanleikur þeirra reiknaðist honum að hafa verið að meðaltali um tvö ár! Hvort sem þessi reikningur er meira eða minna nákvæmur, nægir hann til að staðfesta það, sem heilbrigð skynsemi ætti strax að geta séð — að þótt sam- komulag án réttartryggingar hafi oft gefizt vel í bili, er það yfirleitt skammvinnt og jafnan því skammvinnara, því meira sem í húfi er. Öryggisleysi þess liggur í því, að annar aðilinn get ur alltaf slitið því, og er aldrei í vandræðum með að finna á- stæðu til þess. — „Það þarf minnst tvo til að semja frið, en aldrei nema einn til að slíta hon um“ —segir máltækið. Vegna hvers vilja menn ekki setja tryggingar fyrir samkomu- lagi? — Það er vegna þess að menn vilja hafa óbundnar hend- ur til að rifta því. f"-) AÐ er því nú óhætt að slá * því föstu sem vísindalegri staðreynd, að tryggingarlaust samkomulag hliðstæðra aðila um alvarleg ágreiningsmál, eru ekki annað en markleysa, rétt- arlega skoðað. — Ef nánar er að gætt, eru tryggingarlausar sætt- ir um alvarlegan ágreining í eðli sínu ekkert annað en vopna- hlé, sem hvor aðilinn fyrir sig telur sér skylt að nota til að búa sig undir næstu viðureign. — Og af því stafar nú einmitt samkomulagstregða þingflokk- anna, að þeir vita það hver um sig að hinir muni alltaf nota samkomulagið til þess fyrst og fremst að bæta aðstöðu sína undir næstu viðureign. STAÐ þess að vera því allt- ’ af að álasa flokkunum fyr- ir skort á samkomulagi, ættum vér einmitt að hrósa happi yfir því, að þeir skuli nú loksins vera farnir að átta sig á því, að trygg- ingarlaust samkomulag um al- varlegan' ágreining er heimska, og það er ekki rétt að draga það lengur að setja inn í stjórnskip- unina tryggingu fyrir virkilega stjórnhæfu réttarskipulagi í landinu í stað hins framhald- andi og banvæna stríðs, sem annars er fyrirsjáanlegt, þangað til einræðið kemur að lokum og skakkar leikinn. Tryggingin, Og hver er þá lausnin? — Hver er sú trygging sem stjórn- skipunina vantar nú, til þess að þing og stjórn verði varanlega starfhæf, pn þess að horfið sé frá hinu demókratiska skipu- lagi? Lausnin er einföld: —: Hún er sú — að setja inn í löggjaf- arvaldið (þingið) samskonar hlutlausan úrskurðarlið (þriðja aðila) eins og dómararnir eru gagnvart málspörtum í borgara- legum málarekstri. Og sömuleiðis að gera fram- kvæmdarvaldið á sama hátt að hlutlausum embættum, sem að- 'éins séu háð þjóðarheiídinni en engum sérstökum málspörtum eða flokkum. ÞESSU skyni ber að end- ' urskipa Alþingi, sem þjóð- legt þing á þann hátt, að gera Efri deild að þjóðdeild, sem þjóðin öll kýs með óbeinum kosningum. — Neðri deildin verði með líku móti og nú, mál- svari sérhagsmuná allra ein- staklinga, stétta og flokka þjóð- arinnar — eða einskonar mála- færsludeild. — f- Neðri deild koma þá fram allar séróskir þjóðarpartanna gagnvart ríkis- ' valdinu og túlka þar mál sín. En Efri deildin sker úr um all- an ágreining og um gétu heild- arinnar til að uppfylla óskirnar. Efri deildin hefur- því ásamt þjóðhöfðingjanum algert mála- miðlunar-, úrskurðar- og stöðv-< unarvald um allt, er snertir hag og þarfir heildarinnar. En Neðri deild hefur einnig stöðvunar- vald í öllum þeim atriðum er hún telur ríða í bága við almenn mannréttindi og rétt hinna ýmsu þjóðarparta. > Framkvæmdavaldið og starfs-: lið ríkisins er ráðið og skipað af * * þjóðræðilegum og óflokksbundn um þjóðhöfðingja, og verður’því að sjálfsögðu algerlega óflokks- legt og hlutlaust. Er nú ekki þjóðræðið að fæðast? \ / ÉR höfum nú í fyrsta sinn ” eignast landsstjórn ein- mitt á þessum grundvelli! Ver höfum eignazt þjóðræðilegt framkvæmdavald, sem vér verð- um að halda dauðahaldi í og aldrei afhenda neinum flokk- um framar. Allir þjóðhollir op- inberir starfsmenn eiga að verða manna fyrstir til að slá hring um hið nýja stjórnarform, og fara þegar í stað að vínna að því, áð tryggja það stjórnskipu- lega. Dómsvaldið hefur verið og er enn þjóðræðilegt, þótt flokka- valdið hafi reynt að leggja það undir sig. En svo er eftir stærsti liður- inn og mikilsverðasti — sjálft löggjafarvaldið. — Þar liggur nú það fyrir, að hjálpa þjóðinni til að endurheimta sína fornu arfleifð, sjálft Alþingi, og þó þannig, að ríkisborgafarnir og sérhagsmunir haldi þar sínum lýðfrjálsu ítökum. — Þetta ger- ist eins og fyrr var sagt þannig, að þjóðarheildin fái aðra deild- ina en þjóðarpartarnir hina. — Þá er hinu lýðfrjálsa og stjórn- hæfa þjóðræði fullnægt eins og hægt er á þingræðisgrundvelli. fT'F núverandi þjóðræðisstjórn gerir þetta stærsta velferð- ar- og sjálfstæðismál vort að stefnumáli sínu, hlýtur hún að mega vænta óskipts stuðnings þjóðarinnar. Því að vegna hvers skyldi þjóðin ekki óska þess að endurheimta húsbóndaréttinn á sínu eigin heimili? H. J. Ráðuneytíð fullskipað R ETT fyrir jólin var skip- aður fimmti ráðherrann í ráðuneyti Björns Þórðarson- ar. Er það Jóhann Sæmunds- son tryggingayfirlæknir og fer hann með félagsmál. Hinn riýi félagsmálaráðherra er þjóðkunnur maður, þótt hann sé ungur að aldri. Hann lauk prófi í læknisfræði við Háskóla íslands með hárri fyrstu einkunn árið 1933. Dvaldi hann síðan nokkur ár erlendis við framhaldsnám. Eftir heimkomuna lagði' Jó- hann etund á læknisstörf hér í bænum og hefur verið trygg- ingayfirlæknir hin síðustu ár. Jóhann Sæmundsson hefur talsvert látið til sín ta.ka heilbrigðis . og félagsmál. Hefur hann flutt erindi um þau efni í útvarp og ritað í blöð og tímarit.

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/1424

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.