Slökkviliðsmaðurinn - 01.06.1979, Blaðsíða 5

Slökkviliðsmaðurinn - 01.06.1979, Blaðsíða 5
Setningarræða formanns LSS Egils Olafssonar á kjaramála- ráðstefnu LSS sem haldin var 12. og 13. maí 1979 Kæru ráðstefnugestir og fulltrúar. Fyrir hönd stjórnar Landssambands slökkviliðsmanna, vil ég bjóða ykkur öll hjartanlega velkomin hingað í dag. Sérstaklega vil ég bjóða velkomna þá þrjá aðila sem ætla að miðla okkur af fróðleik um þau málefni, sem við ætlum að fjalla um hér á þessari kjaramálaráðstefnu. Þau eru frú Sigurveig Sigurðardóttir frá Hjúkrunarfélagi Islands, en það er eina fagfélagið innan B.S.R.B. sem semur bæði við ríki og sveitarfélög. Herra Haraldur Steinþórsson framkvæmdastj. Bandalags starfsmanna ríkis og bæja og verður fróðlegt að heyra hans álit á möguleikum Landssambands slökkvliliðsmanna um inngöngu í B.S.R.B., ef Landsambandið óskaði eftir slíku. Herra Eyþór Fannberg framkv.stj. Starfsmannafélags Reykjavíkurborg- ar og verður fróðlegt að heyra hans álit á því hver afstaða starfsmannafélags bæjanna yrði ef slökkviliðin í þeim félögum, segðu sig úr þeim. Ekki get ég látið hjá líða að nefna Gunnar Eydal, lögfræðing, en hann hefur verið stjórn Landssambandsins innan handar um framkvæmd og skipulag þessarar ráðstefnu. Það vill nú svo skemmtilega til að einmitt í dag, 12. maí eru liðin 6 ár frá stofnun okkar samtaka, en það átti sér stað hér að Hótel Esju þann 12. maí 1973. Samheldni, samstarf, starfsþekking og hæfni. Með þetta í huga var Landssamband slökkviliðsmanna stofnað af mönnum, sem vildu sameina alla slökkviliðsmenn í landinu undir eitt merki. Það er því vel við hæfi, að einmitt í dag verði hafist handa um, að kanna betur þá þætti er varða hagsmuni okkar slökkviliðsmanna í launum og kjörum. Það er ekki ofsögum sagt, að kjaramálin hafa orðið að víkja, fyrir þeirri áherslu Egill Ólafsson formaður LSS. sem lögð hefur verið á uppbyggingu Landssambandsins, en fram til þessa hefur athygli stjórnarmanna L.S.S. einmitt beinst inn á þær brautir, að efla og styrkja sambandið sem mest, og koma hinum ýmsu málum sem upp hafa komið, í jákvæðan farveg, og svo nálægt settu marki sem unnt hefur verið, hverju sinni. Eg mun ekki tefja tíma okkar á því að ræða þessi mál frekar, en ég vil aðeins minna þá þingfulltrúa sem hér eru mættir á það, að eins og fram kom í kynningarbréfi, sem sent var út í tilefni þessar ráðstefnu, þá er þessi ráðstefna fyrst og fremst haldin til að kynna mönnum hvaða möguleikar eru fyrir hendi, fyrir okkur slökkviliðsmenn að standa sem sterkastir að okkar launa- og kjaramálum í framtíðinni. Með von um að árangur þessarar ráðstefnu megi verða sem jákvæðastur okkur til handa, segi ég hana hér með setta. Egill Olafsson form. SLÖKKVILIÐSMAÐURINN 3

x

Slökkviliðsmaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Slökkviliðsmaðurinn
https://timarit.is/publication/1435

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.