Slökkviliðsmaðurinn - 01.06.1979, Blaðsíða 7

Slökkviliðsmaðurinn - 01.06.1979, Blaðsíða 7
Kjararáðstefna fyrir félög atvinnuslökkviliðsmanna innan LSS haldin að Hótel Esju Laugardagur 12. maí. Fundur hófst kl. 10.15. 1- Formaður L.S.S. Egill Ólafsson bauðgesti °g fulltrúa velkomna og setti ráðstefnuna. 2. Formaður L.S.S. bar upp tillögu stjórnar um starfsmenn fundarins sem var eftirfarandi Fundarstjóri: Jón Norðfjörð Vara-fundarstjóri:Sigurjón Kristjánsson Fundarritari:Halldór Vilhjálmsson Vara-fundarritari: Magnús Bj örgvinsson °g var tillagan samþykkt. 3. Starfsmenn fundarins tóku til starfa. Fundarstjóri Jón Norðfjörð kynnti dag- skrána og gaf Haraldi Steinþórssyni framkv. stj. B.S.R.B. orðið. 4. Haraldur hélt mjög ítarlegt erindi um ráðningarfyrirkomulag slökkviliðsmanna. Hann greindi frá ákvæðum laga sem varða samninga opinberra starfsmanna. Haraldur talaði einnig um ákvæði í lögum B.S.R.B. varðandi inngöngu í bandalagið. Haraldur óskaði slökkviliðsmönnum að endingu alls velfarnaðar í framtíðinni. 5. Þá tók til máls Eþór Fannberg framkv.stj. starfsmannafélags Reykjavíkurborgar. Eyþór rakti sögu brunavarna hjá Reykjavíkur borg og þátt brunavarða í starfi starfsipanna- félagsins. 6. Þá tók til máls Sigurveig Sigurðardóttir frá Hjúkrunarfélagi íslands. Hún ræddi um Sigurjón Kristjánsson formaður Brunavarðarfélags Reykjavíkur. sérstöðu H.í. innan B.S.R.B. Þar sem félagið semur bæði bið ríki og sveitarfélög. Hún talaði um kosti og galla þess fyrirkomulags. 7. Fundarstjóri bað um að fá að breyta dagskránni þannig, að leyfðar yrðu fyrir- spurnir í ávörpum fulltrúa og var það samþykkt, og gaf fundarstjóri orðið laust. 8. Karl Taylor tók til máls og lýsti ánægju sinni með þessa ráðstefnu, hann ræddi einnig um vandamál S.S.K. og sagðist vona að félaginu verði gert kleift að ganga í B.S.R.B. 9. Þórir Gunnarsson, Magnús Björgvinsson og Sigurjón Kristjánsson lögðu fram fyrir- spurnir til frummælenda og var þeim svarað greiðlega. 10. Fundarstjóri gaf nú matarhlé til kl. 13:30. SLÖKKVILIÐSMAÐURINN 5

x

Slökkviliðsmaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Slökkviliðsmaðurinn
https://timarit.is/publication/1435

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.