Slökkviliðsmaðurinn - 01.06.1979, Blaðsíða 13

Slökkviliðsmaðurinn - 01.06.1979, Blaðsíða 13
Hitaskynjari úr eldhúsinu, sem var ncest stofunni, þar sem eldurinn kviknaði. sem snýr í suðaustur, til að bjarga sonarsyni þeirra. En jafnt og þétt jókst reykurinn og hitinn hækkaði í íbúðinni, þannig að þau gáfust upp við að bjarga drengnum. Ömmunni var bjargað út um Qlugga á suðaustur hliðinni af nágrönn- unum. Ömmunni var bjargað út um glugga á suðaustur hliðinni af nágrönn- unum. Stuttu seinna náðu reykkafarar drengnum. En því miður lést hann á sjúkrahúsi 37 stundum síðar úr reykeitrun. Afinn hafði naumlega komist inn til drengsins og reyndi að skýla honum með líkama sínum. Það er ekki vitað hvort það hafi verið samband milli langömmunnar og annarra íbúa hússins meðan á þessu stóð. Auðsjáan- lega hafði hún reynt að komast út um eldhúsdyrnar, en lík hennar fannst aðeins 3 m frá hurðinni. Nágrannarnir tilkynntu að þeir hefðu heyrt í viðvörunarkerfinu, í þann mund sem þeir komu hlaupandi að húsinu. Samt sem áður var það rúðubrotið sem vakti athygli þeirra fyrst. Amman sagðist aðeins hafa heyrt í hitaskynjaranum í barnaherberginu. Hitaskynjarar úr barnaherbergi og eldhúsinu voru prófaðir eftir brunann. Þeir voru báðir stilltir á sama hitastig sem var 1 36g F en aðeins skynjarinn úr barnaherberginu virkaði rétt. Egill Ólafsson, Stytt þýðing úr Fire Journal jan '76. Ég skildi þetta alls ekki. Nágranni minn var kominn efst upp í flaggstöng- ina í garðinum hjá sér, alveg upp í topp. Svo kastaði hann út löngu málbandi og bað son sinn að gripa hinn endann. — Hvað í ósköpunum ertu að gera, maður? kailaði ég. — Hvernig stendur á því að þú leggur ekki flaggstöngina niður og mælir svo lengdina? — Nú liggur það ekki í augum uppi? sagði hann. — Geturðu ekki séð að það er hæðin, sem ég er að mæla' en ekki lengdin??? SLÖKKVILIÐSMAÐURINN 11

x

Slökkviliðsmaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Slökkviliðsmaðurinn
https://timarit.is/publication/1435

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.