Slökkviliðsmaðurinn - 01.06.1979, Blaðsíða 19

Slökkviliðsmaðurinn - 01.06.1979, Blaðsíða 19
að prenta, en verða sendir okkur seinna, en þeir eru: ( Höfum við efni á öryggis og keilsuráðstöfunum við vinnu ) og ( Val og staðsetning aðvörunarbúnaðar ). Fyrirlestrarnir. 1) Varúðarráðstafanir vegna meiriháttar áhættu. 2) Framkvæmdáöryggisreglumfyrstu 6 mánuðina. 4) Eldvarnir í meiriháttar áhættum, td., hótelum og elliheimilum. 5) Eldvarnarráðstafanir í þróuðum löndum. 6) Hvað er nýtt í úðunarkerfum. 7) Hvernig koma skal öryggis- orðsendingum til skila. 8) Afbrotavarnir á áratugnum 70-80. 9) Þróun á tæknibúnaði fyrir sérstökum aðvörunarkerfum. 10) Val og staðsetning sérstakra aðvörunarkerfa. 11) Dagleg viðfangsefni vegna heilsutjóns. 12) Ymiskonar svik í fyrirtækjum. 13) Varnir vegna mannrána. Fyrir tilstuðlan Landssambands slökkviliðsmanna var farið í heimsókn í einn þekktasta slökkviliðsmannaskóla sem bretar eiga, en hann er í Moreton in Marsh. Guðmundur og Elías í góðum félagsskap á sýningunni. Sigurður og Elias eru að reyna að ýta gripnum í gang. Skóli þessi er aðallega ætlaður yfírmönnum slökkviliða. Skólanum er skipt í fjórar deildir þ.e.a.s. Slökkvistörf, Eldvarnareftirlit, Stjórnun, og Rannsóknir. Hver nemandi hefur sér herbergi og eru ca. 450 nemendur í skólanum í einu. Þarna er líkan af 3000 lesta skipi með allan búnað þ.e.a.s. vélarúmi, stýrishúsi, loftskeytaklefa og öðru tilheyrandi. Slökkvistöð með 28 mismunandi bifreiðum, sjúkrabifreið og viðgerðar- verkstæði. Gasgeymar fyrir propan - gas, olíugeymar, olíupönnur og margt fleira. Einnig eru þarna iðnaðarhús, 8 hæða æfingaturn, rafspennistöð og sérstakt hús fyrir reykköfun. Aðstaða til reykköfunarkennslu er eflaust sú besta sem völ er á, en það er stórhýsi sem eingöngu er notað fyrir þjálfun í reykköfun og hægt að breyta á margan hátt. Hægt er að fylgjast með úr stjórnherbergi hverju skrefi og hreyfmgu þeirra manna er verið er að þjálfa, ef óhapp hendir einhvern, þá er hægt að reyklosa salinn á mjög skömmum tíma. Einnig er þarná salur, sem innréttaður er eins og lest í flutningaskipi og hægt að fylla hann með reyk og hita. Slökkviliðsmenn þurfa að ganga undir mjög stífa læknisskoðun, til þess að geta SLÖKKVILIÐSMAÐURINN 17

x

Slökkviliðsmaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Slökkviliðsmaðurinn
https://timarit.is/publication/1435

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.