Slökkviliðsmaðurinn - 01.06.1979, Blaðsíða 23

Slökkviliðsmaðurinn - 01.06.1979, Blaðsíða 23
Gjöreyðing við Dmightgötu flestir farþegar þotimnar fundust á þessum stað. húsahverfi í um það bil 4 1/2 mílu fjarlægð frá Lindberg flugvelli. Hundruð manna urðu vitni að áfluginu, þar á meðal slökkviliðs- menn, lögreglumenn, og sjúkraflutninga- menn, sem þegar höfðu samband við aðalstöðvar sínar og tilkynntu um slysið, en vegna ýmissa villandi símaupplýsinga gátu vaktmenn í fjarskiftastöðvum slökkviliðs og lögreglu ekki strax gefið upp nákvæman lendingarstað vélarinnar. Nokkrum sekúnd am eftir áflugið fékk slökkviliðið vitneskju um slysið í gegn um neiðarsíma frá flugturninum, en vegna óvissu um lendingar stað var beðið með útkall, eða þar til slökkviliðsmenn sem voru í líkamsþjálfun í um það bil 1 1/2 mílu fjarlægð frá slysstað gáfu upp nákvæma staðarákvörðun. Þegar fyrstu slökkviliðsbílarnir komu á staðinn stóðu 12 hús í björtu báli, og fóru slökkviliðsmenn beint í að reyna að bjarga fólki út úr hinum brennandi húsum ásamt því að verja nærliggjandi byggingar. Ymis vandamál komu upp svo sem gaslekar, brotnir rafmagnsstaurar, og flugvélahlutar dreifðir yfír svæðið. Slökkviliðsmenn höfðu að mestu ráðið niðurlögum eldanna einum klukkutíma eftir slysið. Fyrsta húsið sem vélin snerti a niðurleið skemmdist nokkuð, en brann ekki, 7 hús í beinni lendingarlínu þotunnar gjöreyddust. Heildartala skemmdra og ónýtra húsa urðu 22. í umræðum eftir þetta slys kom fram að vegna fjölda látinna, en lítið um slasaða reyndi lítið á þá hópslysareglugerð sem hafði verið gerð fyrir þetta svæði, og þar sem brotlending átti sér stað innan borgar- markanna, voru það hópslysareglugerð lögreglu og slökkviliðs ( sem óskild er þeirri svæðisreglugerð sem um er rætt) sem var sett í framkvæmd. Ef að margir hefðu komist af í þessu slysi, og þur'ft á slysahjálp að halda, og ef slysið hefði skeð utan borgarmarkanna hefði sennilega sú svæðisreglugerð sem var í gildi, ekki borið jafn góðan árangur. Stjórnun umferðar í þessu neyðartilfelli var og alvarlegt vandamál, þar sem slökkviliðs og sjúkrabílar urðu fyrir töfum á leið á slysstað, þrátt fyrir vel skipulagðar lögregluaðgerðir. Erfiðleikar slökkviliðsins í að staðsetja hina brennandi flugvél er eðlileg í slysi sem tilkynnt er frá mörgum stöðum í einu. Notkun á neiðarbylgju er nauðsynleg (þar er sennilega átt við sameiginlega neiðarbylgju lögreglu og slökkviliðs). Einnig var auðséð að slökkviliðsmenn sem daglega fást við slökkviliðsstörf, hafa þá kunnáttu og æfingu sem nauðsynleg er í stórbrunum sem þessum, þar sem slökkviliðsmenn þurfa að vinna eftir eigin ákvörðun að mestu leyti án stjórnar. Stytt þýðing úr Fire Command Feb 79 Vilhj. Sv. Arngrímsson FISKIMJÖLSVERKSMIÐJAN VESTMANNAEYJÚM VINNSLUSTÖÐIN VESTMANNAEYJUM SLÖKKVILIÐSMAÐURINN 21

x

Slökkviliðsmaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Slökkviliðsmaðurinn
https://timarit.is/publication/1435

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.