Slökkviliðsmaðurinn - 01.06.1979, Blaðsíða 24

Slökkviliðsmaðurinn - 01.06.1979, Blaðsíða 24
Heimsókn ritstjórnar til Vestmannaeyja Lagt var á stað kl. 8:30 föstudaginn 20. júlí 1979, frá slökkvistöð Keflavíkurflugvelli, ekið var út að Suðurflugi, en með þeim var ætlunin að fljúga. Þar var mættur flugmaðurinn sem skyldi fljúga okkur, í 4 sæta Cessnu 1 hreyfils vél og var ferðinni heitið til Vestmannaeyja. I loftið fórum við um kl. 9:00, veðrið var hið ákjósanlegasta, sól og blanka logn. Við vorum staddir yfir eyjum um klukkustund síðar, og var flogin einn hringur yfír eyjarnar áður en við lentum. A flugvellinum tók á móti okkur Kristinn Sigurðsson, slökkviliðsstjóri í Vestmanna- eyjum, og var hann með okkur allan tímann. Fyrst fór hann með okkur um nýja hraunið, þetta var stórkostleg sjón að sjá öll vegsumerki eftir eldgosið, þegar við höfðum skoðað hraunið, fór hann með okkur á veitingastað, þar sem okkur var boðið upp á hressingu. Þegar við höfðum lokið við máltíðina, var haft samband við formann Brunavarðafélags Vestmannaeyja Sigurð Þ.Jónsson og ætlaði hann að kalla saman nokkra félaga sem höfðu Kristinn skökkviliðsstjóri og annarritstjórinn rceða málin. Vegsummerki eftir gosið. Húsið hálft undir hrauni. tekið að sér, að vinna fyrir blaðið, og var ákveðið að hittast kl. 3. Síðan fór Kristinn með okkur niður á slökkvistöð, og sýndi okkur tæki og búnað, því næst í skoðunarferð um bæinn, fyrst var skoðað Ráðhús bæjarins, nýja hverfíð, sem hefur byggst upp eftir gos, og íþrótta- miðstöðina. Þaðan var haldið inn í Herjólfsdal þar sem verið var að undirbúa Þjóðhátíð eyjamanna. Þar innfrá hafa þeir 9 holu golfvöll og knattspyrnuvöll, þetta er geysilega skemmtilegt svæði. Þegar hér var komið við sögu var tíminn hlaupinn frá okkur, svo við héldum af stað til að hitta félaga okkar á slökkvistöðinni. Voru þeir mættir þar með ýmsan fróðleik varðandi blaðið, þar léku menn á alls oddi og reittu af sér brandarana. Þar sáum við hvað Kristinn slökkviliðsstjóri var mikils virtur maður, var hann hrókur alls fagnaðar. Síðan skiptust menn á skoðunum, en að því loknu, þurftu menn að snúa sér að verkefnum dagsins, svo fundi var slitið. Báðu þeir fyrir kveðjur til þjáningabræðra uppi á fasta landi, og með þessusm orðum kvöddust við. Síðan ók Kristinn með okkur út a flugvöll aftur, flogið var þaðan kl. 4 og lent í Keflavík kl. 5. Við biðjum að heilsa eyjamönnum og þökkum fyrir frábærar móttökur. Egill Olafsson 22 SLÖKKVILIÐSMAÐURINN

x

Slökkviliðsmaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Slökkviliðsmaðurinn
https://timarit.is/publication/1435

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.