Slökkviliðsmaðurinn - 01.06.1979, Blaðsíða 25

Slökkviliðsmaðurinn - 01.06.1979, Blaðsíða 25
Urdráttur úr sögu slökkviliös Vestmannaeyja Fyrstu skráðar heimildir um slökkvilið Vestmannaeyja er frá árinu 1914. Á fyrsta fundi kom fram meðal annars: Slökkviliðs- stjóri Brynjólfur Sigfússon skýrði svo frá, að það vantaði þrjá slönguparta til þess að hægt væri að ná inn um glugga á hæstu húsum, sömuleiðis segir hann að vanti nauðsynlega segl til eldvarna og heppilegt myndi vera að fá annan lúður í viðbót. Nefndin var þessu sammála og skoraði á hreppsnefndina að útvega þessi tæki þegar við yrði komið. Á þessum tíma vár slökkvibúnaður handdrifín dæla ásamt vatnskassa og nokkrum vatnsfötum úr striga. Utkallskerfíð var, að ákveðinn maður gekk um götur bæjarins með handsnúinn lúður og þeytti hann í sífellu. Brynjólfur Sigfússon var slökkviliðsstjóri frá árinu 1914- 1921. Árið 1921 vargerðúttektá slökkvibúnaði og er hún sem hér segir: 196 vatnsfötur heilar ásamt sjö sköftum 2 vatnsfötur rifnar. Dæla að því er séð verður í sæmilegu ástandi en þó nokkuð riðguð, meðfylgj- andi 9 lyklar. Fimm slöngupartar strigaslöngur og fjórar barkaslöngur. Tvær strigasíjur. Einn vatnskassi með tilheyrandi sköftum. Einn sleði Einn meitill, einn hamar. Einn útistigi. Einn þakstigi með kaðli. Fjórar brunaaxir. Tveir brunastjakar með köðlum. Tvær kaðalhankir. Þrjár luktir. Ein áburðarsprauta. Kristinn Sigurðsson Slökkviliðsstjóri í Vestmanna- eyjum. Þegar hér er komið sögu er komin véldæla sem byggir á því að borið sé vatn að henni og hún dælir því síðasta spölinn að eldinum. Utkallskerfí er það sama og áður. Slökkviliðsstjóri Georg Gíslason frá 5 mh ember 1921, til 10 apríl 1937. Aðsetur slökkviliðs er í smákofa við Kirkjuveg sem ekki rúmaði annan búnað þess. Slökkviliðsmenn voru allir verkfærir menn staðarinns. Árið 1937 er ráðin sem slökkviliðsstjóri Hafsteinn Snorrason og gegndi hann því starfi til dauðadags 1960. Á þessum tíma breyttust slökkvitækin úr handdrifnu í véldrifið og þróaðist smátt og smátt. Árið 1960 tók þáverandi varaslökkviliðsstjóri Bergsteinn Jónsson við slökkviliðssstjóra embættinu og gegndi því til 1964, þegar hann hætti störfum hjá slökkviliði að eigin ósk. Þá SLÖKKVILIÐSMAÐURINN 23

x

Slökkviliðsmaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Slökkviliðsmaðurinn
https://timarit.is/publication/1435

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.