Slökkviliðsmaðurinn - 01.06.1979, Blaðsíða 27

Slökkviliðsmaðurinn - 01.06.1979, Blaðsíða 27
Slökkvistöð Vestmannaeyja Slökkvistöðin er til húsa á neðri hæð Náttúrugripasafns Vestmannaeyja við Heiðarveg. Húsnæðið er nú orðið full lítið, þar sem mikið bættist við af tækjabúnaði í gosinu 1973. Tækjabúnaður slökkviliðsins er m.a. : 1- International Lodstar 1700, árgerð 1965, bifreið með drifi á 4 hjólum.Hún er með dælu, sem gefur 500 gall/mín og vatnstank, sem tekur um 1500 lítra. Einnig er á bílnum foam -tankur fyrir uxablóð ásamt miklu magni af slöngum og stútum. Þá er eitt Total- hand léttfroðutæki, sem fylgir alltaf bílnum °g svo og 2 reykköfunartæki ásamt 2 aukakútum og ýmsum smá aukahlutum svo sem tengjum fyrir brunahana og alls kyns fjöltengjum. 2. TemsTraderháþrýstibíll, árgerðl964. Er hann með 2000 lítra vatnstank, 2 reykköfunartæki, 2 aukakúta ásamt stórum skáp af handverkfærum. Þetta er sá bíll, sem naest er notaður. 3- Bedford árgerð 1962, mjög góður og afkastamikill dælubíll, notaður mikið við að dæla úr bátum og skipum, sem hætt hafa verið komin vegna leka eða annarra óhappa, en einnig notaður sem fæðibíll frá höfninni, ef mikill eldur er einhvers staðar á hafnarsvæðinu. Þessi bíll er með 1500 lítra vatnstank, 2 reykköfunartæki og 2 aukakúta asamt miklu magni af slöngum. 1 laus dæla er í bílnum af Coventry - gerð. 4. Ford T 700 árgerð 1959, 10 hjóla tankbíll, sem tekur um 10000 lítra og er hann með litla Wisconsin dælu. Ragnar Þ. Baldvinsson annar varaslökkviliðsstjóri. 5. Volvo Lapplender árgerð Í964 með drif á 4 hjólum, 7 manna. í honum er lítil rafmagnsdæla, sem notuð er til að tæma brunahana svo þeir springi ekki á veturnar. Á öllum bílunum eru stigar úr léttmálmi. Auk þessara bíla á slökkvistöðin í Eyjum ýmis fyrirferðaminni tæki til notkunar við slökkvistarf sveitarinnar. Má þar nefna 2 dælur af gerðinni Tonrad Rosenbauer, sem drifnar eru af VW - industriemotor, og er önnur á mjög góðum vagni, 1 dælu Coventry Climax á kerru og 2 litlar lausar Coventry dælur. Stöðin á 2 frístandandi hjplstiga, 9 m. langan úr tré og annan 18,3 m. langan úr léttmálmi. Stórt Angus - léttfroðutæki er í eigu slökkviliðsins, sem notað hefur verið í bruna í skipum á rúmsjó og hefur reynst vel. Alltaf eru til 1 - 200 lítrar af léttfroðu í stöðinni. Alls í eigu slökkvistöðvarinnar eru slökkviliðsmaðurinn 25

x

Slökkviliðsmaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Slökkviliðsmaðurinn
https://timarit.is/publication/1435

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.