Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.1990, Blaðsíða 3

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.1990, Blaðsíða 3
Ásgerður Ingimarsdóttir: VIRKIR DAGAR Skammdegið er að baki - daginn lengir - við skrifstofufólkið komum orðið heim í björtu. Innst í hugskotinu er ég farin að hugsa um vorið og hvort og hvenær laukamir, sem ég potaði niður í haust, muni nú líta dagsins ljós, ekki of snemma, en heldur ekki of seint. I málefnum fatlaðra er alltaf eitthvað að gerast, þó okkur finnist kannski ekki stórtíðindi á ferðinni nema endrum og eins, ef til vill er líka jöfn og sígandi barátta með fleiri sigrum en ósigrum affarasælust. Húsnæðismál hafa verið mikið í brennidepli, ekki síst húsnæðis- mál mikið fatlaðra einstaklinga. V onir hafa glæðst um að e.t.v. gerist eitthvað í þeim málum með samvinnu samtaka fatlaðra, verkalýðsforystunnar og ríkisvaldsins. Hin baráttan fyrir hús- næði fyrir öryrkja almennt, heldur alltaf áfram - við þann fjölda eykst stöðugt og oft finnst manni að hægt miði, en alltaf mjakast þó í áttina. Við vitum öll að biðlistar tæmast aldrei, en okkar vonir eru kannski bundnar við það, að hægt verði að sinna þörfum þeirra, sem verst eru settir og hafa beðiðúrlausnarsinnamálaalltoflengi. Þolinmæði er það sem þetta fól k verður endalaust að sýna - en stundum fær það líka umbun fyrir þolinmæðina. Nú eygjum við að leyst verði mál þeirra, sem lent hafa í slysum og eru vistaðir hingað og þangað um landið. Tuttugu manna hópur - mest ungt fólk - getur nú horft fram á bj artari tíma. Að Reykjalundi mun rísa eitt heimili fyrir þetta fólk og annað við Grensás. Sjálfsagt verður alltaf deilt um hvar staðsetja skuli slík heimili, en fyrir mestu er, að það verður farið að reisa þau og engar tafir og misklíð mega tefja þetta þarfa verk. - Við viljum ekki lengur horfa á vonleysi hlaðast upp í kringum þetta fólk. Og nú er stjómarnefnd um mál- efni fatlaðra að setjast niður og úthluta þessum 200 milljónum, sem eru í framkvæmdasjóði - nákvæmlega sömu krónutölu og í fyrra. Þessir peningar eiga að skiptast á óteljandi staði um allt land. Þetta er erfitt og óvinsælt starf eins og fjárúthlutanir Ásgerður Ingimarsdóttir. eru yfirleitt. Svæðisstjómir reyna að forgangsraða, en það er svo ótal margt sem þarf að gera og maður getur ekki varist þeirri hugsun hvað uppbygging- in gengi hraðar, ef sjóðurinn hefði fengið það fjármagn, sem honum ber og þó segir rikisvaldið að hann hafi verið skertur minnst allra sjóða. Við eigum sjálfsagt að vera ánægð með það, en við erum það bara ekki og öfundumst auðvitað yfir ýmsu, sem er á fjárlögum, sem okkur finnst skipta minna máli. Við erum nú bara mannleg. Eg var að horfa á fréttimar áðan. Veitingastaðir í Reykjavík og nágrenni fá á þrettándu milljón króna um eina helgi frá viðskiptavinum sínum fyrir mat, vín og skemmtiatriði. Fyrir slíka upphæð mætti leysa mál 6 fjölfatlaðra einstaklinga - eitt hús fyrir sambýli. Svona hugsun læðist fram og er ég þó ekki á móti því, að fólk geri sér glaðan dag. Eg sótti ágætis þing um slysavamir á sl. hausti. Þessi þing, sem ég hef sótt, fleiri en eitt, eru alltaf góð og fróðleg. I haust var sem endranær fjallað m.a. um umferðarslys og einnig var rætt um ofbeldisslys. Um þetta voru góðar, fræðandi og raunsæjar umræður. Þó vakti eitt furðu mína og hefur reyndar gert áður. Áfengi er yfirleitt ekki nefntánafn.Sábölvaldur, sem orsakar svo mikinn hluta slysa, er ekki nefndur. Ég veit ekki hvað veldur. Það er svo mikið rætt um tóbaksvamir og skaðsemi tóbaks, en í kringum áfengi er farið eins og köttur í kringum heitan graut. Ég herti nú samt upp hugann, nefndi það, að við vissum auðvitað öll að áfengi væri orsök svo óteljandi slysa, hverju nafni sem þau nefndust. Mikil ósköp, þessu var samsinnt, en samt er einh ver tregða að ræða þetta af fullri hreinskilni. Ég fékk samt dyggan stuðning frá einum ágætum héraðslækni. Þetta verður að breytast - það er ekki hægt að ganga framhjá þessari staðreynd og skiptir þá ekki máli, hvar í flokk menn skipa sér í þessum málum. Nú er búið að skipa nefnd til að endurskoða lögin um málefni fatlaðra. Hún er að reyna að koma sér niður á kostum og göllum þessa viðamikla lagabálks. En óneitanlega hefur margt gerst, síðan þessi lög tóku gildi og margt af hinu góða. En það er nauðsynlegt að skoða stöðuna eins og hún er í dag. Og við höldum áfram mót hækkandi sól. Laukamir sem við setjum niður, skila sér aftur á björtum dögum - blóm gægjast úr mold. Þau fræ, sem við sáum, þó ekki sé í stórum mæli, skila sér aftur. Það sem virðist e.t.v. örlítið fræ, getur orðið að stóru tré, sem breiðir út limið, nær yfir stórt svæði og veitir skjól og yl. Ásgerður Ingimarsdóttir. FRÉTTABRÉF ÖRYRKJABANDALAGSINS 3

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.