Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.1990, Blaðsíða 4

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.1990, Blaðsíða 4
Minning: ODDUR OLAFSSON HEIÐURSFOR- MAÐUR ÖRYRKJABANDALAGSINS Fæddur: 26. apríl 1909 Dáinn: 18. janúar 1990 í MINNINGU FRUMKVÖÐULS Fimmtudag25.janúarsíðastliðinn vargerðfráHallgrímskirkju íReykja- vík útför Odds Ólafssonar, fyrrum læknis á Reykjalundi og alþingis- manns. Utförin var fjölmenn, hana munu hafa sótt á 12. hundrað manna, enda áttu margir Oddi gott að gjalda og vildu heiðra minningu hans. Oddur var fæddur 26. apríl 1909, sonur Olafs Ketilssonar, bónda í Kot- vogi og konu hans, Steinunnar Odds- dóttur. Hann var heitinn eftir afa sín- um, Oddi Vigfúsi Gíslasyni, sem fræg- ur var á sinni tíð fyrir hugmyndaauðgi og dirfsku. Oddur V. Gíslason þjónaði sem prestur á nokkrum stöðum sunn- anlands og beitti sér mjög fyrir slysa- vörnum sjómanna, enda þekkti hann sjómennsku vel af eigin raun. Oddur Olafsson var um margt líkur afa sínum. Athafnaþráin var óstöðv- andi og ímyndunaraflið auðugt. Öfugt við flesta aðra menn byggði Oddur ekki skýjaborgir, heldur sér verka hans stað víða um landið. Hann veiktist ungur af berklum og varð sú reynslatil þess að berklavamir tóku hug hans allan. Hann var einn af stofnendum SIBS og átti ásamt Þórði Benediktssyni og fleiri forystumönn- um samtakanna þátt í því að reisa end- urhæfingarmiðstöðina að Reykjalundi sem þekkt er orðin um öll Norðurlönd og víðar fyrir framsýni og góðan að- búnað. Oddur Olafsson beitti sér fyrir stofnun Öryrkjabandalags Islands árið 1961. Skömmu áður hafði verið gerð könnun á aðstæðum fatlaðra og kom í ljós að þeir bjuggu gjaman í lélegu húsnæði sem vart taldist íbúðarhæft. Oddur hratt því í framkvæmd stofnun Hússjóðs Öryrkjabandalags Islands sem hefur á undanfömum rúmum tveimur áratugum látið reisa um 300 ibúðir, sem leigðar eru þeim fötluðu einstaklingum sem ekki geta haslað sérvöll áalmennum leigumarkaði. Þá hefur hússjóðurinn einnig hlaupið undir bagga með fjölskyldum fatlaðra bama. Árið 1986 var fyrirtækið Islensk getspá stofnað sem starfrækir hið landskunna lottó. Hlutur Odds að því máli var drjúgur enda naut hann því- líkrar virðingar á meðal þingmanna að allir vildu kveðið hafa Lilju Odds Ólafssonar. Oddur sat í stjóm Öryrkjabanda- lags Islands um 25 ára skeið, þar af sem formaður nokkur ár. Á aðalfundi bandalagsins 1986 var hann kjörinn heiðurformaður þess. Oddur var jafn- framt formaður stjómar Hússjóðs Öryrkjabandalags Islands frá stofnun hans. Síðastliðið haust baðst hann undan endurkjöri. Stjóm Öryrkja- bandalagsins samþykkti þá að Oddur Ólafsson ætti seturétt á fundum þeirra nefnda og stjóma sem bandalagið á aðild að. Slíkt traust höfðu ntenn á þessum aldna heiðursmanni. Oddur kvæntist árið 1938 Ragn- heiði Jóhannesdóttur frá Kvenna- brekku og eignuðust þau 6 böm. Aldrei verður ofmetinn þáttur Ragnheiðar í lífsstarfi Odds, enda gerir farsælt hjónaband einstaklingum kleift að axla mun meiri byrðar en ella. Með Oddi Ólafssyni er fallinn frá einn af helstu og merkustu brautryðj- endum í málefnum fatlaðra á þessari öld. Fatlaðir fslendingar hafa misst mikið. En beri forystumenn fatlaðra og stjómvöld gæfu til að fylgja eftir stefnu þeirri sem Oddur markaði, verður vel séð fyrir málefnum fatlaðra á íslandi. Blessuð sé minning Odds Ólafs- sonar. 29. janúar 1990, Arnþór Helgason. Kveðja frá starfsfólki Öryrkjabandalags Islands Foringi okkar og vinur er fallinn. Oddur Ólafsson andaðist að morgni 18. jan sl. Okkur grípur tómleiki og munaðarleysi. Að eiga að fara að skrifa minningarorð um mann, sem haldinn var jafnmiklum lífskrafti og hann er nánast óhugsandi. En eigi má sköpum renna og því skulu hér rituð fáein kveðju- og þakkarorð frá okkur á skrifstofu Öryrkjabandalags íslands. Frá upphafi hefur Oddur tengst okk- ur og þessum stað svo traustum bönd- um, að þau munu ekki slitna þó leiðir skilji um sinn. Hann var sá bakhjarl og sá vinur, sem leiddi okkur örugglega um vandrataða vegu örðugs, en gef- andi starfs. Manngæska hans og mannþekking var svo mikil og óvenjuleg, að hann gat látið okkur sjá hluti, sem virtust óyfirstíganlegir í öðru og betra ljósi. Við treystum honum og trúðum á hans góðu dómgreind og miklu sanngirni. Öryrkjar íslands sjá nú á bak sínum mesta og besta forystumanni, sem af eigin raun þekkti sjúkleika, en þekkti líka leiðir til að bregðast við honum á bestaveg.Tilað virkjaþálíkamsburði, sem hver og einn hafði - til að nota þá andlegu yfirburði, sem hverjum og einum eru gefnir í vöggugjöf. Enginn 4 FRÉTTABRÉF ÖRYRKJABANDALAGSINS

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.