Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.1990, Blaðsíða 6

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.1990, Blaðsíða 6
Þórey Olafsdóttir ritari O.B.I.: FLOGAVEIKI Flogaveiki er íslenska orðið yfir „epilcpsy" sem komið er af gnsku sögninni „epilembanein“ sem þýðir að grípa eða hremma. Orðið flogaveiki er e.t.v. villandi þar sem ekki er um eiginlegan sjúkdóm að ræða, heldur einkenni sem getur haft margar or- sakir. Allir menn hafa meiri eða minni tilhneigingu til að svara ákveðnum áreitum með flogi; þeir eru aðeins misnæmir. Flogaveiki hefur verið þekkt um aldaraðir og skýringar áhenni og með- ferðarleiðir margvíslegar. Forn-Róm- verjar töldu hana heilagan sjúkdóm af guða völdum og ýmis forn trúarbrögð töldu hana orsakast af alls kyns vætt- um, illum eða góðum. Hippókrates (400 f. kr.) hélt því fram að flogaveiki ætti upptök sín í heilanum og ætti rætur að rekja til röskunar á starfsemi hans. Hann rann- sakaði fyrirbærið og minntist í skrifum sínum m.a. á fyrirboðaeinkenni þau sem stundum koma fram í byrjun floga, og það hvernig greina mætti veikina frámóðursýki. Hann gerði greinarmun á upprunalegri flogaveiki og floga- veiki í kjölfar annarra sjúkdóma. Nokkrum öldum síðar benti gríski læknirinn Galen á mikilvægi fyrir- boðaeinkenna og kallaði þau árur (á grísku: blær eða andvari). Sagan segir að uppruna orðsins megi rekja til frá- sagnar ungs flogaveiks drengs sem lýsti fyrirboða flogs á þann veg að tilfinningin hæfist í fótunum og færðist síðan upp eftir líkamanum líkt og and- vari. eðferð á tímum Fom-Grikkja og Rómverja fólst m.a. í matarkúrum, líkamsæfingum, blóðtökum og uppsölum. I Biblíunni er dæmigerðu flogakasti lýst þannig að „illir andar“ hristu og skóku manninn og létu froðu vella úr vitum hans. I myrkviðum miðalda töldust illar vættir og andar trúverðugustu orsakir veikinnar og einnig var talað um að hönd Guðs refsaði manninum fyrir misgjörðir hans og syndir með því að hrista hann duglega til. Það gefur auga leið að helst var að vænta hjálpar frá þeim sem höfðu kraft til að flæma út illa anda, það er Guði sjálfum og dýrlingum hans. T alið er að fleiri dýrlingar hafi verið kallaðir til hjálpar í flogaveiki en í nokkrum öðrum sjúkdómi eða yfir fjörutíu talsins. Vitringamir þrír frá Austurlöndum sem féllu að fótum hins nýfædda Krists urðu þar af leiðandi verndarar niður- Þórey Ólafsdóttir. fallssýkinnar eins og flogaveiki var oft nefnd. Auk djöflaútræslunnar var reynd annars konar meðferð og gefin lyf eins og arseník, þurrkað hreysikattarkjöt og blóð úr dæmdum glæpamönnum. Einnig þótti aska úr brunnum broddgelti blönduð saman við mjólk, sérlega áhrifarík. Að bera í keðju um hálsinn, flís úr krossi eða smaragð var talið fyrirbyggja flog. Algengt var að tengja flogin tunglgöngu og þá talað um tunglsýki. Sjálfsfróun var talin valdaflogaveiki og einnig þótti varasamt að ófrísk kona sæi mann í flogakasti. Þá var talin bráð hætta á að bamið yrði flogaveikt. Enn í dag er flogaveiki talin smitandi í sumum löndum og menn þora ekki að snerta flogaveikan í kasti af ótta við að smitast. Þar tíðkast einnig furðulegustu lækningaaðferðir eins og t.d. þær að núa pipar í augu hins flogaveika í þeirri trú að slíkt stöðvi flogið. Það að illir andar væru að verki í flogaveiki og að hún væri refsing fyrir syndugt lífemi hefur vafalaust orsakað eitthvað af þeim fordómum sem ríkt hafa gagnvart henni um aldir og ríkja enn. Einnig hefur það, hversu ólíkar myndir veikin tekur á sig og orsakir hennar eru margvíslegar, orðið til að sveipa hana huliðshjúp. Vanþekking og fordómar hafa löngum gert floga- veikum lífið leitt og hafam.a. speglast í lagaákvæðum, sem meina þeim að ganga í hjónaband, gera þeim örðugt Ljómandi er liðið hjá LAUF. 6 FRÉTTABRÉF ÖRYRKJABANDALAGSINS

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.