Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.1990, Blaðsíða 8

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.1990, Blaðsíða 8
Húsnæðismál fatlaðra: Yfirlýsing stjómvalda Eins og lesendum Fréttabréfsins er fullkunnugt, þá hafa launþega- samtökin komið með virkum hætti inn í baráttu fatlaðra fyrir bættum hag. Er skemmst að minnast hins mæta liðsinnis þeirra á Degi fatlaðra á liðnu hausti svo og ekki síður ágæt atriði inni í samkomulagi vordaganna 1989 fötluðum öllum til heilla og hagsbóta. Þetta ber sannarlega að þakka, enda líta launþegasamtökin eðlilega á það sem ljúfa skyldu sína að hafa áhrif á kjör allra þeirra er við skarðan hlut búa á einhvem veg. Samband er nú gott og gjöfult um leið milli forystu- manna hagsmunasamtaka fatlaðra og forystunnarhjálaunþegasamtökunum og ötulastur af ýmsum ágætum þar er núverandi formaður B.S.R.B., Ögmundur Jónasson, ræðumaðurinn frá hreyfingu launafólks á Degi fatl- aðra. að var sannast sagna mjög notalegt að heyra það árla morguns í janúarlok, að settar hefðu verið fram kröfur til ríkisvaldsins af hálfu opin- berra starfsmanna um húsnæðismál fatlaðra og á þann veg einnig að yfir- lýsing um úrbætur þar voru eitt skil- yrða fyrir samningagerð og síðan munu aðrir hafa undir tekið. Mikilvægi þessa liðsinnis verður seint metið til fullnustu, en ljóst er að samofin á kjarabaráttan að vera, hvort sem launþegar eða bótaþegar eiga í hlut. ækkun frítekjumarks í sumar varðandi tekjurfrá lífeyrissjóðum fólks er eitt dæmið um árangur, sem allir fagna, þó það eigi enn frekar við um aldraða, þá er sami hagur allra að baki í þessu réttlætismáli í raun. Þar var ASÍ í forystu og verð eru þau samtök viðurkenningar góðar. En nú spyrja menn eðlilega, þegar svo hafa mál þróast, hvað um framhaldið, hvað um loforðið, sem stjómvöld gáfu og þó enn frekar: Hvað um efndir? Svo mörg góð loforð eru gefin, sem litlar verða efndir á að ástæða rík er til þess að fylgjast fjarska vel með hversu fer nú. Sum loforð hafa lögfesting hlotið, Hér reifar formaður einhver alvörumál. Svar Arnþórs Helgasonar en hafa þrátt fyrir það lítið gildi haft í þeim efndum sem öllu skipta. Við vitum bezt um baráttuna fyrir Framkvæmdasjóð fatlaðra um tjármagnsefndir til þess ágæta sjóðs. Ótvíræð lög um fjárframlög hafa aldrei verið efnd og nú 1990 býr sjóðurinn við óbreytta krónutölu frá síðasta ári, einsdæmi, þó aldrei hafi verið veitt sem skyldi. Að þessum formála slepptum er bezt að átta sig nú á yfirlýsingu þeirri er stjómvöld gáfu v ið gerð kjarasamn- inga og síðan bið ég formann Öryrkjabandalagsins, Amþór Helga- son, að segja sitt álit á yfirlýsingunni. YFIRLÝSING UM HÚSNÆÐISMÁL FATLAÐRA Ríkisstjórnin mun beita sér fyrir því, að á grundvelli úttektar á fram- kvæmdaþörf í þágu fatlaðra, sem nú er á lokastigi, verði gerð áætlun til nokkurra ára um úrbætur í húsnæðis- málum þeirra, bæði í sambýlum og innan félagslega húsnæðiskerfisins. Ríkisstjórninmun véitaþvíforgang að leysa brýnasta vanda fatlaðra, sem eru á biðlistum eftir sambýli og hafa sannanlega mikla þörf fyrir vistun samkvæmt mati svæðisstjóma í mál- efnum fatlaðra og félagsmálaráðu- neytisins. Y firlýsingin er undirrituð af forsæt- isráðherra, Steingrími Hermannssyni. H vað segir svo formaður vor Arn- þór Helgason um málið í heild sinni? -í annarrivikuþorravoruundirritaðir ± kjarasamningarámilliatvinnuveit- enda og ríkisins annars vegar og aðild- arfélaga Alþýðusambands íslands og Bandalags starfsmanna rikis og bæja hins vegar. Þessirsamningarmörkuðu viss þáttaskil í málefnum fatlaðra. I tengslum við samninga ríkisins við opinbera starfsmenn gaf forsætisráð- herra út yfirlýsingu þar sem því er lýst að rrkisstjómin muni þeita sér fyrir auknum framlögum til lausnar á hús- næðismálum þeirra fötluðu einstakl- ingasemeruábiðlistaeftirsambýlum. Verður byggt á könnun þeirri sem nú er væntanlega verið að ljúka við á vegum félagsmálaráðuneytisins. Aðdraganda yfirlýsingar þessarar má rekja til Dags fatlaðra á íslandi 13. októbersíðastliðinn þegar samtök fatlaðra ásamt stærstu laun- þegasamtökum þessa lands kröfðust úrbóta í húsnæðismálum fjölfatlaðra og sendu ríkisstjórninni skorinorða ályktun þar um. Forsætisráðherra svaraði með bréfi hinn 14. desember síðastliðinn sem kallaði á sterk við- brögð af hálfu samtakanna. Varkrafan um tafarlausar úrbætur í húsnæðis- málum fatlaðra ítrekuð í ársbyrjun. Á fundi sem forsætisráðherra hélt með formönnum Öryrkjabandalags Islands og Landssamtakanna Þroskahjálpar hinn 14. desember síðastliðinn og félagsmálaráðherra sat einnig, sagðist Jóhanna Sigurðardóttir mundu beita sér fyrir því að auknu fé yrði veitt til húsnæðismála fatlaðra úr hinu félagslega íbúðakerfi. Ráðherra ritaði þegar næsta dag öllum svæðis- stjórnum landsins bréf þar sem spurst var fyrir um fjölda þeirra einstaklinga sem væru á vegum svæðisstjóma og Framhald á næstu síðu 8 FRÉTTABRÉF ÖRYRKJABANDALAGSINS

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.