Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.1990, Blaðsíða 9

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.1990, Blaðsíða 9
Af Valeyju og fleira góðu fólki Isíðasta tölublaði Fréttabréfsins var birt fréttakom frá Siglufirði, þar sem Valey Jónasdóttir greindi glögglegafráúrlausn Hússjóðs Ö.B.I. norður þar og færði um leið fram alúðarþakkir. í stað myndar af fréttaritara birti ritstjóri mynd af úrlausninni - húsinu góða á Siglufirði og þótti ýmsum ekki mjög smekklegt. Hins vegar vissi ritstjóri að mín góða vinkona og skólafélagi myndi allra sízt erfa þetta við mig og ugglaust þykir henni bragarbót mín nú með öllu óþörf. I hennar augum skipti húsið eitt máli. Valey er fulltrúi hagsmuna- samtakanna í Svæðisstjóm Norður- lands vestra og í tilefni af þeirri upp- rifjun, er það svo, að rétt þykir að gera hér öðru sinni grein fyrir fulltrúum hagsmunasamtaka í svæðisstjómum og Stjómarnefnd um málefni fatlaðra. Eins og kom fram í fyrsta tölublaði Fréttabréfsins í marz 1988, tilnefna hagsmunasamtökin Þroskahjálp og Öryrkjabandalagið sameiginlega þrjá fulltrúa í allar svæðisstjómir og í Stjórnamefnd. Þar sem svo langt er liðið frá birtingu þessa og margir búnir að „brjóta og týna“ fer hér á eftir listi yfir þessa fulltrúa og er þá eingöngu við aðalfull- trúa miðað. S væðisstjórnir um málefni fatlaðra: Reykjavík: Gerður Steinþórsdóttir, Hörður Sigþórsson, Sveinn Indriðason. Gerður er nú komin til útlanda í leyfi og fyrsti varamaður, sem fer þá í aðalmannatölu er Gísli Helgason. Reykjanes: Guðbjörg Birna Bragadóttir, Guðríður Ólafsdóttir, Hrafn Sæmundsson, öll búsett í Kópavogi. Vesturland: Halldór Sigurðsson, Akranesi, Sigríður Pétursdóttir, Borgarnesi, ValgerðurBjömsdóttir, Borgamesi. Vestfirðir: Evlalía Sigurgeirsdóttir, Bolungarvík, Gísli Hjartarson, Isafirði, Hildigunnur Högnadóttir, Isafirði. Norðurland vestra: EymundurÞórarinsson, Varmahlíð, Kristján Isfeld, Jaðri, Valey Jónasdóttir, Siglufirði. Norðurland eystra: Baldur Bragason, Ingibjörg Sveinsdóttir, Jón E. Aspar, öll búsett á Akureyri. Austurland: Anna María Sveinsdóttir, Stöðvarfirði, Hér er þó Valey alla vega sjálf. Kristján Gissurarson, Eiðum, Unnur Jóhannsdóttir, Neskaupstað. Suðurland: Pálína Snorradóttir, Hveragerði, Ragnar R. Magnússon, Selfossi, Sigurfinnur Sigurðsson, Selfossi. I Stjómarnefnd um málefni fatlaðra sitja svo: Hafdís Hannesdóttir, Helgi Seljan, Jón Sævar Alfonsson. Fyrsti varamaður, sem oft siturfundi er svo Asgerður Ingimarsdóttir. Með þessum pistlum ætla ég að upplýst sé fyrir öll um er fá Fréttabréfið hverjir eru þeirra fulltrúar vítt á vettvangi og svo kemur hér svipmynd frá aðalfundi Ö.B.I. þar sem margnefnd Valey er vígreif vei sem jafnan. H.S. Yfirlýsing stjórnvalda Framhald af bls. 8 gætu nýtt sér þjónustuíbúðir. Hafa svör verið að berast frá svæðisstjórn- unum og kemur í ljós að umtalsverður fjöldi fatlaðra getur nýtt sér slíkar fbúðir. Félagsmálaráðherra boðaði for- menn Öryrkjabandalagsins og Þroskahjálpar á fund sinn 26. janúar síðastliðinn og ræddi ýmsar leiðir sem hægt er að fara til að fjármagna væntanlegar framkvæmdir í húsnæðis- málum fatlaðra. I framhaldi þess fund- ar var skipaður vinnuhópur á vegum samtakanna og félagsmálaráðuneytis- ins sem mun gera tillögur um fram- kvæmd þessara mála. Forystumenn samtaka fatlaðra hafa lagt á það ríka áherslu að byggja verði upp þjónustu jafnhliða því sem reistar verði fbúðir eða keyptar til handa fötluðum einstaklingum. Um fjármögnun þessara framkvæmda koma ýmsar leiðir til greina. Byggingasjóður verkamanna hefur þegar lánað umtalsvert fé til íbúðabygginga á vegum Hússjóðs Öryrkjabandalags Islands og ntun væntanlega gera það enn um sinn. Þá kemur til greina að fjármagna hluta íbúðannaúrkaupleigukerfinuogfleiri leiðir mætti nefna. Vissulega er það fagnaðarefni þegar ríkisstjórnin tekur svo röggsamlega á málum sem raun ber vitni. Það vaknar að vísu uggur í brjósti þegar skoðaðar eru tillögur um niðurskurð á fjárlögum, þar sem reitt er til höggs gegn Byggingasjóði verkamanna og öðrum félagslegum þáttum. En ætla ntá að þar sem ríkisstjómin hefur einsett sér að tryggja framkvæmd kjarasamninganna, verði staðið við þau fyrirheit sem gefin voru um húsnæðismál fatlaðra. Annað væri brot á samningum við opinbera starfsmenn. Arnþór Helgason. FRÉTTABRÉF ÖRYRKJABANDALAGSINS 9

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.