Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.1990, Blaðsíða 14

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.1990, Blaðsíða 14
Aðalfundur Geðhjálpar - Umbrot Aðalfundur Geðhjálpar var haldinn árla í desember á liðnu ári. I skýrslu formanns kom fram að mikil og umtalsverð aukning hafði orðið á öllum umsvifum félagsins. Réði þar mestu ráðning fram- kvæmdastjóra í fullt starf nú á liðnum síðsumarsdögum. Mjög mikið er sótt til félagsmið- stöðvarinnar og margir virðast eiga þar sitt eina örugga athvarf. Fyrir- lestrahald á vegum félagsins yfir vetrartímann hefur heppnast sem áður með ágætum miklum og aðsókn verið með afbrigðum. Geðhjálp - tímaritið kemur út með sama glæsibrag og áður undir öruggri handleiðslu Gísla Theodórssonar, sem sannar enn og sýnir hverju fórnfúst sjálfboðaliðsstarf fær áork- að. Er félaginu mikill sómi að tíma- ritinu, en Gísli á þar yfirburðaheiður að baki. Skyldi hann semja lög við ljóðin? Nú er skrifstofa félagsins opin alla daga og þar situr Sigrún Bára Frið- finnsdóttir framkvæmdastjóri og leysir ljúflega úr lífsins gátum svo sem í mannlegu valdi stendur. Greinilegt er að til hennar leita margir þeir sem erfiðast eiga og lausn ótrúlegustu mála lendir í hennar höndum. Allt sannar þetta síaukna þörf fyrir aukna og virkari starfsemi, einhvers konar þróun félagsmiðstöðvar yfir í að vera endurhæfingarstöð einnig og enn frekara athvarf um leið úti- gangsfólki. Leitað er nú til stjómvalda um enn frekari aðstoð. Innanhússblaðið Umbrot er einn skemmtilegasti þáttur starfsins og til að gefa lesendum Fréttabréfsins hugmynd um efni þess, eru hér birtar glefsur úr Umbroti - teknar af handahófi til marks um gæði þess, sem þar er að finna, en gestir félags- miðstöðvarinnar eiga allt efni blaðs- ins. Ný stjórn var kjörin á fundinum og skipa hana: Magnús Þorgrímsson, Eyrún Kristjánsdóttir, Agúst Oli Oskarsson, Pétur Hauksson, Helga Bahr, Sigurlaug Sveinsdóttir. Eins og fyrr segir er Sigrún Bára framkvæmdastjóri, en hún hefur oftsinnis lagt Fréttabréfinu lið. Hér koma svo sýnishorn úr Umbroti: § Höfundar eru: Ágúst Óli Óskarsson, Gunnar Ólafur Jónsson, Leifur Jóelsson, Manfreð Jóhannesson. Njótið þessa vel í næði. BROT Á meðal sídrekkandi drullupolladjrkenda gerðist ég fljótt-rekinn smakkari forðum Ágúst ÓIi . § I FRIÐARLEIT Eg gekk niður stigann og út í nóttina. Bíllinn minn var mín eina von burt úr þessum ófrið sem gagntók huga minn. Þangað réttutan sem borginni sleppti átti ég athvarf mitt meðal hrauns og mosa trjáa og blóma. Eftir því sem ég nálgaðist friðaðist hugur minn. Svo rann stundin upp. I einveru samt í nánd gróandi lífs helltist yfir mig óútskýranleg kyrrð. Um huga minn flœddu jákvæðar minningar og bjartar vonir umframtíð. Ágúst Óli 14 FRÉTTABRÉF ÖRYRKJABANDALAGSINS

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.