Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.1990, Blaðsíða 15

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.1990, Blaðsíða 15
Gott er að vera í Geðhjálparferð. HEIMÞRÁ (Má syngja við Lille sommerfugl) Yfir hafog hauður, hefég söngsins óð. Lifnar aftur lífsins Ijúfust munarglóð. Sem á sólskinsvængjum, sigla Ijóðin mín. Blærinn ber þau með sér, burtu heim til þín, yfir fjöllin há, yfir höfin blá, hverfég heim til þín, hugarvængjum á. Unga ástin mín, aftur við mér skín, vekur drauma og dýpstu þrá. Gunnar Olafur ÞÚ KARGI KLÁR Nei, þú gamli jálkur, þar er engum dyrum lœst. En þú lokaðir á eftir þér. Þú kargi klár, slægi fjandi, það er beðið. Það er hlustað. Hvenær er hann tilbúinn að banka upp á? Leitaðu hvort hann er slœgur o.g kargur enn. Líttu þér nær. Hlustaðu betur. Hugsaðu á ný. Farðu af kargastallinum. Vertu þú sjálfur. Kœrleikurinn bíður undir fótum þér. Hversu mörg tár? Hversu mörg sár? ILversu mörg högg? Hefurðu lostið það sem leitaði þín ekki? Því það var við fætur þér. Hreykti sér ekki, kveinkaði sér ekki, en bíður enn. Manfreð § I djúpi hjartans dreymir Ijósið Guð og dapra minning lýsir tíminn þrátt þeim skilningi sem skammtar ei þitt puð það skyggir aðeins mynd sem greinist brátt. Leifur § EILÍFÐIN OG ÉG Eilífðin í mínum muna, mælist ekki hér á jörð. 1 langnœtti við Ijósabruna les ég mína bænagjörð. Gunnar Olafur Þinglýsing bifreiðakaupalána Starfsmaður Borgarfógeta- embættisins hefur af gefnu tilefni haft samband við lögfræðiþjónustu Öryrkjabandalags Islands og beðið um að eftirfarandi yrði komið á framfæri. Allnokkuð skortir á, að þeir sem fá lán til bifreiðakaupa hjá Trygginga- stofnun ríkisins vegna örorku sinnar, séu nægjanlega upplýstir um, hvemig þeir bera sig að við þinglýsingu framangreindra skuldabréfa. Til að minnka óþarfa fyrirhöfn lántakanda, vill Borgarfógetaembættið því koma eftirfarandi upplýsingum á framfæri, þannig að ekki þurfi til að koma margar ferðir til embættisins. Koma verður með skuldabréf þessi í tvíriti þar af annað á löggiltum skjalapappír (gulur pappír). Undir bréfið verður að vera ritað af lántakanda og einnig verða að rita undir bréfið tveir vottar að undirskrift lántakandans. Vottamir verða að skrifa kennitölu sína, stöðu og heimilisfang. Mjög áríðandi er að þetta gleymist ekki þar sem fólk er gert afturreka ef kennitölu vantar. Ef sjálfsskuldarábyrgðaraðilar eru á bréfinu, þurfa þeir eðlilega einnig að skrifa undir bréfið. Skrifa verður undir bæði eintök bréfsins af öllum aðilum. Að lokum er rétt að geta þess, að þinglýsing skuldabréfa kostar nokkra fjármuni sem reiknast þannig: 1.5% af upphæð skuldabréfsins í stimp- ilgjald+600 krónur þinglýsingargjald. Stimpilgjaldið reiknast þó einungis af heilu þúsundi, þannig að hvert brot úr þúsundi er hækkað upp í næsta þúsund. Þannig yrði kostnaður vegna þing- lýsingar af hærra bifreiðakaupaláni Tryggingastofnunar 305 þúsund- xl,5%=krónur 4.575+600 kr. þing- lýsingargjald eða samtalskr. 5.175. A sama hátt reiknast þetta af lægra bifreiðakaupaláni Tryggingastofn- unar - þannig 180 þúsundxl,5% eða kr. 2.700+600 kr. í þinglýsingargjald, samtals kr. 3.300. Þetta gjald verður að greiða um leið og skjöl eru lögð inn til þinglýsingar, að öðrum kosti fást þau ekki móttekin hjá Borgarfógeta. Til að spara ykkur sporin: Skrifið sjálf undir skuldabréfið. Fáið sjálfsskuldarábyrgðaraðila til að skrifa undir, en slíkt er skilyrði. Látið votta skrifa undir ásamt kennitölu sinni. Hafið peninga meðferðis til greiðslu kostnaðar, þá þurfið þið ekki nema tvær ferðir til Borgarfógeta. Lögfræðiþjónusta Öryrkjabandalags Islands Jóhann Pétur Sveinsson hdl. FRÉTTABRÉF ÖRYRKJABANDALAGSINS 15

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.