Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.1990, Blaðsíða 16

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.1990, Blaðsíða 16
Af stjómarvettvangi Ikjölfar aðalfundar í október á liðnu ári, þurfti stjórn Öryrkjabandalags- ins bæði að velja fólk í fram- kvæmdaráð sitt svo og í stjóm Hús- sjóðs o.fl. Fyrst er það framkvæmdaráðið, en með nýjum lögum varð sú breyting á, að framkvæmdaráð var lögfest í sessi og þar með að þar skyldu sitja formaður, varaformaður og gjaldkeri bandalagsins. Að öðru leyti kýs svo stjóm tvo úr sínum hópi sem aðalmenn og síðan fyrsta og annan varamann. Samkvæmt þessu og kjöri á stjórn- arfundi 6. nóvember sl. sitja nú í fram- kvæmdaráði: Arnþór Helgason, Ólöf Ríkarðsdóttir, Hafliði Hjartarson, Hafdís Hannesdóttir, Þórey Ólafsdóttir. Fyrsti varamaður: Arinbjöm Kol- beinsson. Annar varamaður: Jóna Sveinsdóttir. Stjórn Hússjóðs er skipuð fimm mönnum, þar af kýs stjóm Ö.B.I. fjóra, en félagsmálaráðuneytið tilnefnir hinn fimmta. Upplýst var að Oddur Ólafsson gæfi ekki kost á sér í Hússjóðsstjórn og var eftirfarandi bókun samþykkt: Oddur Ólafsson hefur sem heiðurformaður bandalagsins rétt til setu á stjómar- fundum Hússjóðs. Hann hefur einnig rétt til að sitja alla þá nefndarfundi, sem hann kýs og hefur þar atkvæðis- rétt. í stjórn Hússjóðs voru kjörin: Hafliði Hjartarson, Jóna Sveinsdóttir, Tómas Helgason, Ingimundur Magnússon. Félagsmálaráðuneytið hefur tilnefnt í stjómina Skúla Johnsen borgarlækni. Þá voru endurkjörin í stjórn Islenzkrar getspár: Arinbjöm Kolbeinsson og Bjöm Ástmundsson. Til vara: Ólöf Ríkarðs- dóttir og Magnús Kristinsson. Á þessum sama fundi voru afgreidd- ar tillögur þær sem sameiginlegt þing Ö.B.Í. og Þroskahjálpar vísaði til aðalfundar, en hann aftur til frekari úrvinnslu stjómar. Vorusumartillögumarsamþykktar óbreyttar, aðrar með smávægilegum breytingum, en í húsnæðismálin var settur vinnuhópur, enda margslungið mál og margs konar atriði þurfa þar að vera inni í myndinni. Þá er fyrirhuguð ráðstefna um sið- fræðileg málefni í tengslum við tillögu um siðfræðileg álitamál frá landsþing- inu. Á stjórnarfundi 12. desember var svo tekiðfyrir málið: Samstarf Ö.B.I. og Þroskahjálpar, en eins og lesendum Fréttabréfsins er kunnugt var því viðamikla máli vísað til allra aðildar- félaganna til umsagnar, að fenginni sérstakri samþykkt þar um, á aðalfundi. Segja verður í fullri hreinskilni, að ekki komu svo ítarlegar umsagnir eða breytingatillögur fram á fundinum s.s. vænta hefði mátt, en nokkur góð og gagnleg atriði þó. Fyrir mestu er þó, ef félögin hafa fjallað um málið m.a. á félagsfundum sínum og er þá vel. Á fyrsta stjórnarfundi hins nýja árs minntist formaður hins ástsæla for- ingja öryrkja um áratugi - Odds Ólafssonar heiðursformanns Ö.B.Í. með verðugum og áhrifaríkum hætti. Hann minnti á hve víða hann hefði haslað sér völl og mörgu góðu til leið- arkomið. Vinsældirhansogalmanna- hylli vita allir. Oddurreisti ekki skýjaborgir, heldur eru verk hans óbi * itgjamir minnisvarð- ar þess manns er áorkaði svo ótrúlega miklu. Vottuðu fundarmenn föllnum for- ingja og framúrskarandi vini virðingu sína með því að rísa úr sætum. Á þessum fundi var afgreidd fjár- hagsáætlun Öryrkjabandalagsins fyrir árið í ár. Þar er gengið út frá því að til starfsemi Öryrkjabandalagsins og félagslegra verkefna þess fari 25% af lottóágóðanum, en Hússjóður haldi 75%. Styrkir tilfélagaÖ.B.I. mununema 8 milljónum og munu félögin eflaust nýta sér þá miklu möguleika er þama gefast til að fá styrk til sérstakra félags- legra verkefna af margvíslegu tagi. Annars mun fjárhagsáætlunin fara út til félaganna, en rétt er að geta þess hér, að til Fréttabréfsins munu áætlaðir fjármunir að upphæð 2.4 milljónir og eru þá mynd- og hljóðsnældur þar innifaldar. Fjárhagsáætlunin ber annars hinni styrku fjárhagslegu stjóm hér gott vitni og enn frekar það hversu fjárhagsáætl- un fyrra árs stóðst í okkar óvissu- þjóðfélagi. Þá var tilnefndur fulltrúi í Umferðarráð í stað Halldórs Rafnar, sem ekki gaf kost á sér til endurkjörs. Kjörinn var sem aðalmaður: Páll Svavarsson. Til vara. Aðalsteinn Hallsson. Kosið var í Samvinnunefnd Öryrkjabandalagsins og Þroskahjálpar og voru þau kjörin: Arnþór Helgason, Ólöf Ríkarðsdóttir og Hrafn Sæmundsson. Af hálfu Þroskahjálpar sitja í nefndinni: Ásta B. Þorsteins- dóttir, Jóhann Ingi Gunnarsson og Jón Sævar Alfonsson. Á fjárhagsáætlun er gert ráð fyrir að Öryrkjabandalagið kosti áfram hið ágæta starf Helga Hróðmarssonar og sömuleiðis fari 1.4 milljónir til sam- eiginlegra verkefna samtakanna. Þá var svohljóðandi ályktun frá Ólöfu Ríkarðsdóttur samþykkt ein- 16 FRÉTTABRÉF ÖRYRKJABANDALAGSINS

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.