Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.1990, Blaðsíða 17

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.1990, Blaðsíða 17
róma: Stjóm Öryrkjabandalags Islands beinir þeirri eindregnu áskorun til æðstu yfirvalda tryggingamála að reglur um greiðslu svokallaðra vasa- peninga verði teknar til gagngerrar endurskoðunar. I fyrsta lagi verði ákveðið frítekjumark til viðmiðunar þessum greiðslum þannig að vasapen- ingar skerðist ekki við smávægilegustu tekjur. I öðru lagi er knýjandi nauðsyn á stórhækkun þessara greiðslna, enda til hreinnar vanvirðu. hversu lágar upp- hæðir eru áætlaðar til svo mikilla og brýnna nauðsynja. Tekið var fyrir bréf Tryggingaráðs um breyttar reglur og ný kjör á bíla- kaupalánum, sem afgreitt var með svo- felldum hætti: Stjórn Öryrkjabandalagsíslands leggur megin áherslu á þá miklu þýð- ingu sem bílakaupalánin hafa fyrir öryrkja m.a. til þess aðþeirgeti stundað vinnu með eðlilegum hætti svo og venjuleg mannleg samskipti. Stjórnin skorar því á Tryggingaráð að hækka bílakaupalánin nú sam- bærilega við hækkun á bílastyrkjum, sem ráðuneyti tryggingamála hefur ákveðið nú eða um 80% milli áranna 1988 og 1990. Jafnframt lýsir stjómin yfir því að hún er reiðubúin til viðræðna við Tryggingaráð um breytingar og endurbæturáreglum um bflakaupalán og allt fyrirkomulag þeirra, ef þurfa þykir. Raunar er hér á fátt eitt drepið af því, sem við er fengizt, en langt mál yrði það og leiðigjarnt um of. Skal hér því Iáta staðar numið. H.S. Stefán Hörður Grímsson skáld: SPÖR Þá ertu héma eyðimarkafari. Þér ber ég kveðju. En vel er mér ljóst að aldrei þarfnast þú okkar sem eigum þó allt undir famaði þínum og gleði. Þér ber ég kveðju . . hún er frá kvöldroðastúlku. Steindepill steindepill á þessari stundu þolir bringa mín engan söng nema þinn. Tengsl 1987. NÆTURGRIÐ Jarðneska kyrrð vertu mér náðug um stund. Og vektu blóð minni leyndaræð og láttu dropa hníga sem vesæla þakkarfóm í mjúkan svörð. Skógarhvíld veittu mér friðlausa ró er ég vakna, og fylltu brjóst mitt útþrá sem löngum: Minni gjöfulu heimþrá! Yfir heiðan morgun 1989. Stefání Herði er þakkað heilum huga þetta dýra framlag til Fréttabréfsins. Ómetanlegt okkur öllum þiggjendum þess. FRÉTTABRÉF ÖRYRKJABANDALAGSINS 17

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.