Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.1990, Blaðsíða 20

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.1990, Blaðsíða 20
Viðtal: Ingibjörg Hallgrímsdóttir kjólameistari „í fomöld á jörðu var frækorni sáð.” Þannigbyrjareinn af okkarfegurstu og þekktustu sálmum. Og seinna í honum segir: „Og frækornið smáa varð feiknastórt tré...” I þessum tveimur ljóðlínum er dásamlegasta lögmáli tilverunnar lýst, lögmáli vaxtar og þróunar. Það blasir hvarvetna við okkur úti í náttúrunni og þess gætir ekki síður í mannlegu lífi og samfélagi. Það virðist hliðstætt lögmál ráða allri framvindu og menn- ingu, þótt sáðkomið þar sé fóstrað í hugum og hjörtum góðs fólks. Þetta sannar okkar eigin saga og þarf ekki langt að leita eftir lifandi dæmi. Eg bendi hér á eitt, sem við öll þekkjum. Fyrirrúmum50árumvaraf samtökum sjúkra manna og fátækra sáð merkilegu sáðkomi, og að 10 árum liðnum var upp frá því sprottinn stór og limríkur meiður, Vinnuheimili að Reykjalundi, sem átti sitt fertugs- afmæli fyrir fáum árum. Hjá því óx upp síðar grænn og efnilegur hliðar- runni, er gefið var nafnið Múlalundur. A stórskóginn, sem hér hefur svo risið upp af sömu rótum á tveimur seinustu áratugum og skýla mér og hundruðum annarra, þarf varla að minna. Hann þekkjum við öll, þótt enn hafi hann ekki aldur til stórafmælis. En vel má minna á, að Múlalundurinn væni átti þrítugsafmæli á þessu ári. Það vill svo einnig til, að á þessu ári átti líka sjötugsafmæli kona ein, sem frá upp- hafi hefur af óþrjótandi áhuga, þraut- seigju og fómfýsi hlúð að rótum hans og vexti. A ég hér við frú Ingibjörgu Hallgrímsdóttur kjólameistara. Mörg ár eru liðin síðan ég kynntist þessari nöfnu minni, en sameiginleg áhugamál tengdu okkur fljótlega vináttuböndum, m.a. málefniöryrkjanna. Nú ætlarhún að segja okkur lítillega frá þátttöku sinni og starfi á þessu sviði. ÆSKAN OG ÆVIBRAUT RUDD Fyrst beini ég að henni eftirfarandi spumingu: „Ert þú ekki að norðan?” Jú, fædd að Hóli í Svarfaðardal, en foreldrar mínir fluttust til Akureyrar, þegar ég var eitthvað 6 ára og þar ólst ég upp ásamt tveimur bræðrum. Var ekki gaman á Akureyri? Ingibjörg Hallgrímsdóttir. Jú, þar átti ég yndislega æsku, átti gott heimili, sem einkenndist bæði af glaðværð og gestrisni og líka af heið- arleika og ást á góðum bókum. Við hvað starfaði faðir þinn? Hann var fastráðinn starfsmaður hjá KEA. I hvaða skóla fórstu eftir barna- skólann? Eg fór í Iðnskólann og lauk þar prófi. Eg var heilsugóð á þessum árum, en þegar ég var 22ja ára syrti í álinn, þá veiktist ég af berklum, ligg fyrst heima, en fer svo á Kristnes. Þá voru ekki hin ágætu berklalyf komin, svo það tók alltaf langan tíma að ná sér upp úr berklum, þótt þeir yrðu ekki banvænir, svo það liðu um fjögur ár þar til ég var útskrifuð. N ú, og fram að því fór ég að hugsa til framtíðarinnar. Helst langaði mig til að fara í hjúkrun og leitaði til læknisins eftir heilbrigðisvottorði. En hann var ekki alveg á því, sagði það alltof erfitt starf. Hálfsdagsvinna væri fullnóg. Þannig var það, verst að slíka vinnu var hvergi að fá. Var búin að heyra einhverjar lausafregnir um bjartsýnt fólk fyrir sunnan, sem ætlaði að koma upp vinnuheimili fyrir fólk eins og mig. En það var bara enn fjarlægur draumur, sem ekkert var að reiða sig á. Nú, en svo reif ég mig upp og sagði við sjálfa mig: „Hjálpaðu þér sjálf, þá hjálpar Guð þér”, og ég fór til bestu vinkonu minn- ar, sem var útlærð saumakona. Og við tókum lán og stofnuðum svo Sauma- stofuna Rún á Akureyri. Eg var með Ingibjörg Þorgeirsdóttir. iðnskólapróf, hafði töluvert fengist við saumaskap, og þama á sauma- stofunni Rún stefndi ég að því að ná verklegu prófi íþessari iðngrein undir handarjaðri útlærðrar saumakonu. Og það gekk vel, bæði með mig og saumastofuna - í nokkra mánuði. Þá tók þessi vinkona mín upp á því að gifta sig. Og í þá daga gátu fáar hús- mæður þjónað tveimur herrum, svo að saumastofan varð að sjá af henni. Og það varð að samkomulagi hjá okk- ur, að ég tæki að mér stofuna, þegar hún færi. En mér fannst að til þess að ég gæti staðið þar vel í stykkinu, þyrfti ég að ná mér í próf í að sníða. Dreif mig því til Kaupmannahafnar í sníða- skóla og fleira sem að faginu laut. Kom svo heim eftir nokkra mánuði og tek viðminni stofu á Akureyri. Varég við hana í 5 ár ásamt annarri ágætri stúlku, og gekk prýðilega. BREYTT UM BÚSETU OG BÓNDI FENGINN En þá þurftum við báðar að taka upp á því að breyta til og „ganga í það heilaga”, og ég þurfti auk þess að flytja til Reykjavíkur, þvíþarátti minn maður heima. Og hvernig fórstu að ná í hann? spyr ég. Eg kynntist honum á þingi SIBS á Reykjalundi. Sá hann þar fyrst. Við lentum þar saman í fjárhagsnefnd. Eftir að ég fékk berklana gerðist ég fljótlega félagi í Berklavöm á Akureyri. Var fulltrúi á þinginu fyrir hana þegar þetta gerðist. Bjöm hafði sjálfur farið illa út úr berklunum, og bæði höfðum 20 FRÉTTABRÉF ÖRYRKJABANDALAGSINS

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.