Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.1990, Blaðsíða 22

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.1990, Blaðsíða 22
gerðum við, skrifuðum henni bréf 9. september 1981. Þann 24. s.m. kom svo svarbréfið frá henni hlýtt og jákvætt. Hitti okkur í Skipholti 5, þar var þá saumastofan til húsa. Og gestunum leist bara vel á allt þarna, ekki fundum við annað. En þar sem plássið í álmunni var ekki tilbúið að taka á móti flutningunum strax, varð það að samkomulagi að við héldum stofunni í rekstri þar til að því kæmi. Og inn í Hátún fór svo stofan mín vorið 1983ogvarðumleiðverndaður vinnustaður. Nokkrar af saumastúlk- unum okkar fylgdu henni eftir svo að reksturinn yrði órofinn. Sjálf vann ég þar líka í ein 3 ár svona til halds og trausts þeim er við tóku. Svona er nú sagan, nafna mín. En hugsaðu þér bara hvflík ljónheppni það var, að við vorum búin að ganga frá þessum málum áður en 1983 gekk í garð. Þá veiktist Bjöm í þriðja sinn á ævinni af berklum. Það er ákaflega óhagstætt fjárhagslega að vera veikur. Vel má vera að við hefðum orðið óróleg út af afkomu okkar, og þá kannski selt vélar og annan útbúnað hingað og þangað útum hvippinnoghvappinn. Oghvað hefði orðið um drauminn þann góða, að fá að leggja eitt örsmátt frækom í hinn góða jarðveg Öryrkjabandalags- ins. En Guði sé lof, allt bíður síns rétta tíma. Með þessum orðum endar nafna mín, Ingibjörg, frásögn sína um drauminn góða, sem hún gaf, svo hann yrði að veruleika. Við þá sögu hef ég engu hér að bæta nema þökk til nöfnu og bæn um styrk og blessun henni sjálfri til handa, sem nú fyrir skemmstu kvaddi Bjöm mann sinn hinstu kveðju, þann ágæta dreng og einstæða prúð- menni. Allt frá því fyrsta til síðasta eins og frekast heilsa leyfði sinnti hann margs konar trúnaðarstörfum fyr- ir SÍBS og alla sína tíð voru þau hjónin í hópi traustustu og tryggustu félaga þess. Slíku fólki er gott að kynnast og gæfa og styrkur hverju félagi sem á það innan sinna vébanda. Ingibjörg Þorgeirsdóttir Ath.: Viðtalið tekið í okt. og nóv. 1989. Ingibjörgu þökkum við ágætlega vel unnið viðtal. Sverrir Karlsson félagsmálafulltrúi: Félagsstarf í Blindrafélaginu Á ráðstefnu Blindrafélagsins fjallaði Sverrir Karlsson félagsmála- fulltrúi Blindrafélagsins og varafor- maður þess um félagsmál og menn- ingu. Stiklaði hann á stóru um það fé- lagsstarf sem unnið er innan Blindra- félagsins á vegum hinna ýmsu nefnda sem þar starfa: Skemmtinefnd: Sér um árshátíð, jólatrésskemmtun og ýmsar aðrar uppákomur. Tómstundanefnd: Sér um ýmis námskeið í samvinnu við Námsflokka Reykjavíkur. Má nefna handavinnu- námskeið, körfugerð, námskeið í dansi o. fl. Endurhæfingamefnd: Sér um fræðslunámskeið fyrir nýblint fólk og aðstandendur þess. I endurhæfingar- nefnd eiga sæti fulltrúar Blindrafé- lagsins og Sjónstöðvar Islands. Hafa þessi námskeið skilað góðum árangri og orðið mikill stuðningur fyrir þá sem þarhafa verið. Tryggingastofnun ríkisins hefur kostað þessi námskeið. Þá hefur endurhæfingamefndin beitt sér fyrir námskeiðum í blindra- letri og vélritun. Opið hús: Um nokkurra ára skeið hafa starfsmenn Blindrafélagsins (nú síðustu árin Sverrir Karlsson félags- málafulltrúi og Kristín Jónsdóttir blindraráðgjafi) staðið fyrir opnu húsi fyrir eldri félagsmenn Blindrafélags- ins. Hefur það verið haldið hálfsmán- aðarlega yfir vetrartímann og mælst Sverrir Karlsson. vel fyrir. Boðið hefur verið upp ákaffi og með því. Þá hafa ætíð verið einhver tónlistaratriði og góðir upplesarar. Taldi Sverrir að auka þyrfti þessa starfsemi til muna og gæti þama orðið vísir að dagvistun aldraðs, sjónskerts fólks. Leikhúsferðir: Um margra ára skeið hefureinn félagsmannaBlindra- félagsins, Jón Gunnar Arndal sjúkra- nuddari, staðið fyrir hópferðum í leikhús borgarinnar. Hafa félagsmenn fengið miða á afsláttarverði. Þessar leikhússferðir hafa mælst vel fyrir og vildi Sverrirfæra Jóni Gunnari miklar þakkir fyrir þetta starf. Ferðalög: Blindrafélagið hefur staðið fyrir einni ferð á sumri hverju. Er þá ekið til tiltekins staðar, jafnvel gist þar og skemmt sér. Ávallt hefur leiðsögumaður verið með og hefur hann lýst staðháttum svo að þeir sem lítið eða ekkert sjá hafa notið ferðarinnar. Þá hafa sum- arbúðir þjóðkirkj unnar að Vestmanns- vatni í Aðaldal boðið félögum Blindrafélagsins upp á vikudvöl þar og hafa þessar sumarbúðir notið mik- illa vinsælda. Þó hefur aðsókn minnk- að nokkuð. Iþróttir: Ólafur Þór Jónsson hefur staðið fyrir jogaleikfimi einu sinni í viku yfir vetrartímann. Er þó nokkur hópur sem stundar hana. Þá er á vegum Námsflokka Reykjavíkur námskeið í leikfimi í Miðbæjarskólanum gamla einu sinni í viku. Trimmklúbburinn Edda hefur staðið fyrir gönguferðum og hefur verið farið inn í Laugardal og gengið eða hlaupið þar á hlaupabraut- um. Ymsir sjálfboðaliðar hafa gefið sig fram til þess að leiðbeina þeim blindu og sjónskertu sem tekið hafa þátt í þeirri hreyfingu. Þá hafa nokkrir starfsmenn Blindrafélagsins staðið fyrir vikulegum gönguferðum frá Hamrahlíð 17 og hefurþátttaka íþeim verið sæmileg. Starf úti á landi: Vísir er að deild Blindrafélagsins norður á Akureyri. Þar er haldið opið hús og hafa allt að 45 manns sótt þangað. Kristján Tryggvason á Akureyri er tengiliður norðan heiða við Blindrafélagið. Að lokum lagði Sverrir áherslu á að ekki mætti eiga sér stað stöðnun í félagsstarfi. Menn yrðu að leita nýrra leiða og brydda upp á einhverjum nýjungum. Sverrir Karlsson. 22 FRÉTTABRÉF ÖRYRKJABANDALAGSINS

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.