Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.1990, Blaðsíða 23

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.1990, Blaðsíða 23
Gísli Helgason forstöðumaður: Ráðstefna Blindrafélagsins Haldin28. október 1989. Þann 28. október sl. efndi Blindra- félagið, samtök blindra og sjón- skertra á Islandi til ráðstefnu. Þar voru flutt fjögur framsöguerindi sem fjölluðu um það helsta sem Blindra- félagið ætti að vinna að á komandi árum og fjáröflun, þá var flutt erindi um menntun, atvinnu og endurhæf- ingu, félagsstarf Blindrafélagsins var kynnt og flutt var erindi um útgáfu- starfsemi og miðlun upplýsinga til blindra og sjónskertra. Þá störfuðu fjórir umræðuhópar sem tóku áður- nefnd efni til umfjöllunar. I grein þessari verður reynt að draga saman það helsta sem kom fram í áðumefnd- um framsöguerindum og niðurstöður ráðstefnunnar kynntar. UM JAFNRÉTTI Ragnar R. Magnússon, formaður Blindrafélagsins var kjörinn ráð- stefnustjóri. I setningarræðu sinni lagði hann út af hugtakinu jafnrétti, en í því sagði hann felast t.d. það að skapa fólki jafnar leiðir til náms, atvinnu og endurhæfingar. Þá væri starf Blindrafélagsins einkum fólgið í að skapa aukið jafnrétti til handa blindum og sjónskertum, m.a. með því að reynt er að hafa áhrif á stjóm- völd þessa lands um ýmsa hluti til hagsbóta sjónskertu fólki. Þá vill Blindrafélagið vinna að aukinni út- gáfu og frekari miðlun upplýsinga til blindra og sjónskertra með því m.a. að fá stofnanir til að gefa út bæklinga og tímarit í aðgengilegu formi fyrir sjónskerta, og að bækur séu í auknum mæli gefnar út á snældum til sölu. UM FJÁRÖFLUN OG FRAMTÍÐARMARKMIÐ Fyrsti frummælandi var Halldór S. Rafnarframkvæmdastjóri Blindra- félagsins. Hann sagði að um þrennt væri að ræða fyrirBlindrafélagið. Að standa í stað, minnka starfið eða reyna að auka félagsstarf og þjónustu. Þetta Gísli Helgason. sagði Halldór að byggðist fyrst og fremst á vinnu og fjármunum. Hann ræddi um hugsjónir, en það hugtak sagði hann rúmast innan ramma vinnunnar. Halldór fjallaði um fjár- öflun Blindrafélagsins, en stærsti tekjuliður þess er happdrættið. Marg- ir telja það form úrelt en á meðan ekkert annað finnst, verður að rækta þá leið mun betur en gert hefur verið. Næsta tekjulind á eftir happ- drættinu eru gjafir, áheit, minninga- kort og arfur sem Blindrafélaginu tæmist, auk annarra styrkja frá ýms- um einstaklingum. Styrkir frá hinu opinbera eru óverulegir. Þó nefndi Halldór að launakostnaður Blindrafé- lagsins og fyrirtækja þess annars veg- ar, og svo þeirra stofnana hins vegar sem tengjast Blindrafélaginu, þ.e. Blindrabókasafn íslands og Sjónstöð íslands, er liðlega 22 milljónir á ári. Ríkið stendur straum af rekstri Blindrabókasafnsins og Sjónstöðvar- innar, en Blindrafélagið greiðir laun af þeim tekjum, sem áðureru nefndar. Óhætt er að fullyrða að Blindra- félagið hafi ekki gert nóg að því að halda nafni sínu á lofti og minna á sig vegna fjáröflunar. Nefndi Halldór sem dæmi að nú væri stærsta tekju- öflun dönsku blindrasamtakanna arfur. Síðastliðin 10 - 12 ár hafa þau unnið markvisst að því að fá efnað eldra fólk, sem ekki á neina erfingja, til þess að beina eignum sínum til blindrasamtakanna. M.a. hafa þau skrifað lögfræðiskrifstofum, sem hafa með fjármál slíkra einstaklinga að gera, kynnt dönsku blindrasam- tökin og boðist til þess að borga kostnað við gerð erfðaskrár. Dönsku blindrasamtökin halda því fram að margt eldra blint fólk tími ekki að eyða peningum í að láta lögfræðinga gera fyrir sig erfðaskrá. Happdrætti dönsku blindrasamtakanna hefur nær farið út um þúfur með tilkomu ríkis- lottós, enda greiðir danska ríkið blindrasamtökunum nokkrar skaða- bætur á ári hverju vegna hruns happ- drættisins. í Noregi er happdrætti nokkur tekjulind fyrir norsku blindrasamtökin ásamt verulegum ríkisstyrkjum, í Svíþjóð eru blindra- samtökin nær eingöngu rekin á ríkis- styrkjum og eitthvað berst af áheitum og gjöfum, en í Finnlandi er tekjuöfl- unin eingöngu ríkisstyrkur. Auk þess eru þeir hluthafar í spilakössum ásamt Rauðakrossinum og fleiri líknar- félögum. Þá eiga finnsku blindrasam- tökin mikið og gott samstarf við skólaböm þar í landi. Árlega er haldin blindravika og skólabörn á tilteknum aldri selja ýmsa smáhluti, eins og stækkunargler, og afla þannig um- talsverðs fjár til handa finnsku blindrasamtökunum. Á Spáni eru blindrasamtökin öflug. Þar hagnast þau mjög á happdrættum og auk þess leggja þau fé í ýmis arðbær fyrirtæki, og blindrasamtökin á Spáni eru eign- araðili að tveimur stærstu sjónvarps- keðjum þar í landi. Halldór sagði að hér á landi y rðum við að athuga vel hvernig við ættum að standa að fjáröflun fyrir Blindra- félagið. Og þá skyldi spurt til hverra ætti að höfða fyrst og fremst. Það hefur komið fram á fundum með er- lendum blindrafélögum að fyrir 15 - 20 árum voru blindrafélögin mjög hátt á vinsældalista, voru jafnvel í öðru til fjórða sæti hjá almenningi og á meðal þeirra sem gefa fé til líkn- armála. Nú eru blindrafélögin dottin niður í 18. sæti á vinsældalistanum. Þetta vilja sumir kenna FRÉTTABRÉF ÖRYRKJABANDALAGSINS 23

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.