Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.1990, Blaðsíða 29

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.1990, Blaðsíða 29
Handriðið nær of skammt. Góður vilji gjörir litla stoð. ferlimál fatlaðra. í framhaldi af starfi mínu í nefndinni hef ég unnið að ýmsum skyldum verkefnum, svo sem: 1. Árið 1985 og 1988 starfaði ég í vinnuhópi sem endurskoðaði bygg- ingarreglugerð frá 1979. 2.1 samráði við Samband veitinga- og gistihúsaeigenda vann ég að úttekt á hótelum og gistihúsum á höfuð- borgarsvæðinu og að auki á Akureyri, Húsavík, Isafirði, Hveragerði, Selfossi, Kirkjubæjarklaustri, Höfn í Homafirði og víðar. 3. Ritað greinar um aðgengismál í tímaritið „Húsbyggjandinn“ og verið með í ráðum um gerð sjónvarpsþáttar um sama efni. 4. Þá hef ég sinnt bréfaskriftum og gert vettvangskannanir vegna aðgeng- is fatlaðra hjá opinberum stofnunum og fyrirtækjum, verslunum og skólum. Að auki hef ég farið í skóla í Reykj avík og úti á landsbyggðinni og sýnt litskyggnur til kynningar á aðgeng- ismálum fatlaðra. Þá má geta þess starfs sem fólgið er í því að yfirfara aðsendar teikningar og funda með hönnuðum í Reykjavík og úti um land. Hér hef ég stiklað á stóru varðandi þau störf sem ég hef haft með höndum. Nú langar mig til að lesa upphaf skýrslu sem unnin var af Húsameistara ríkisins í samvinnu viðFerlinefnd fatl- aðra og að undirlagi Félagsmálaráðu- neytisins fyrir rúmlega fimm árum síðan, eða nánar tiltekið í nóvember 1984: 1. Lagt er til, vegnafjölda opinberra stofnana, að í upphafi (til reynslu) verði aðeins tekið fyrir til skráningar eftirfarandi húsnæði á höfuðborgarsvæðinu: Ráðuneyti, stofnanir(skrifstofur),söfn,póststofur og lögregluvarðstofur. Flokkarhúsnœðis, sem teknir verða fyrirsíðar, eru t.d.: Skólar, sjúkrahús, bankar og sjálfstæðar ríkistengdar stofnanir. 2. Að lokinni skráningu stofnana, sbr. lið 1 hér aðframan, er lagt til að úttekt fari fram á þeim byggingum, sem þar hafa verið skráðar. Með því mótifengist áframhaldandi reynsla af aðferðinni, áður en ráðist verður í skráningu og úttektáöllum opinberum stofnunum. Tillögum þessarar ágætu skýrslu húsameistara hefur að mínu áliti ekki verið fylgt nægjanlega eftir. Hér er svo bréf sem Svæðisstjórn um málefni fatlaðra í Reykjanes- umdæmi sendi til bygginganefnda og ferlinefnda í október 1989: A fundi svœðisstjórnar þann 17.10. sl. var samþykkt að hefja vinnu við langtímaverkefni sem miðar að því að fá fram heildaryfirlit yfir stöðuna í ferlimálum fatlaðra á svœðinu ásamt markvissum tillögum til úrbóta. Þetta verkefni er í samrœmi við mark- miðsgrein laga um málefni fatlaðra og eftirlits- og tillöguhlutverk svœðisstjórna í ferlimálum skv. 17. gr. reglugerðar um svœðisstjórnir nr. 393/1986. Þá er hér að lokum frétt úr DV frá því 3. nóvember 1989 undir fyrir- sögninni: Opinberar byggingar eru ekki fyrir alla: „Við vitum að ástandið er ekki nógugott íþessum efnum. Margar stofnanir hér í bœ eru algerlega lokaðar hjólastólafólki,” sagði Gísli Gíslason bœjarstjóri á Akranesi en bœjarstjórn hefur ákveðið að gera úttekt á svonefndu aðgengi hreyfihamlaðra að opinberum byggingum og þjónustustofn- unum. Samþykkt bœjarstjórnar felur í sér að ástand opinberra bygginga verði kannað og athugað verði hvaða breytingar þarf að gera svo hreyfihamlaðir geti átt greiðan aðgang að þeim. Einnig var samþykkt að láta gera kostnaðaráœtlun vegna nauð- synlegra breytinga. Starfshópur á að skila greinargerð um þetta í byrjun nœsta árs. Aðeins fáar opinberar stofnanir á Akranesi eru aðgengilegar hjólastólafólki. Hjólastólafólk á t.d. ekki greiðan aðgang að öllum skólum í bœnum. Skrifstofur fógeta, sjúkrasamlags og rafveitu eru ekki aðgengilegar hjólastóla- fólki. Auk þess má nefna að hjólastólafólk kemst ekki á bæjarstjórnarfundi af eigin rammleik. Fundirnir eru haldnir á annarri hæð í lyftulausu húsi. Eins og framan greint ber með sér er tímabært að Svæðisstjórn Reykja- víkur hefjist handa og virki 22. gr. lagaog 17. gr. reglugerðarinnar. í því augnamiði geri ég eftirfarandi tillögu: 1. Að Svæðisstjóm beiti sér fyrir því að borgarstjórn Reykjavíkur skipi Ferlinefndfatlaðra í Reykjavík. í þeirri nefnd verði fulltrúi frá Svæðisstjóm. 2. Að borgarstjóm samþykki að teikningar og skipulag svæða sem almenningi er ætlaður aðgangur að, verði yfirfarin af tveimur fulltrúum ferlinefndar áður en þær verði lagðar fyrir byggingamefnd. Vil ég í þessu sambandi benda á að það er fordæmi fyrir lið 2, bæði á Akureyri og Sauðárkróki þar sem Ferlinefnd og Svæðisstjórn vinna saman að þessu verkefni. (Vert er að benda á að slík nefnd má ekki vinna með þeim hætti að flöskuháls myndist í kerfinu.) Hér fylgir svo að lokum bókun frá bæjarstjórnarfundi á Akureyri 14. október 1987. 1. Samstarfsnefnd um ferlimál fatlaðra. Afundinn kom Sigrún Svein- 29 FRÉTTABRÉF ÖRYRKJABANDALAGSINS

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.