Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.1990, Blaðsíða 30

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.1990, Blaðsíða 30
Ferlimál 17. gr. Svæðisstjómir skulu fylgjast með því að aðgengi fatlaðra, utan húss sem innan, verði sem best tryggt við byggingu nýrra vinnustaða svo og þjónustustofnana, s.s. samkomuhúsa, sjúkrahúsa, skólahúsa, iðnaðar-, verslunar- og skrifstofuhúsa. Sbr. ákvæði 6.10.1.1. byggingarreglugerðar nr. 292/1979 með síðari breytingum. Skal hér sérstaklega gætt ákvæða byggingarreglugerðar um aðkomu að opinbemm byggingum (6.10.1.4.), snyrtiaðstöðu (6.10.1.2.). lyftur (6.10.1.5.) og rými fyrir hjólastóla í hverju samkomuhúsi (6.10.2.6.). Jafnframt skulu svæðisstjómir gera tillögur um það hvemig breyta megi eldri vinnustöðum og þjónustustofnunum þannig að tilgangi 1. mgr. þessarar greinar verði sem best náð. Um aðgengi skal höfð samvinna við Vinnueftirlit ríkisins, byggingamefndir, ferlinefndir sveitarfélaga og hönnuði. björnsdóttir formaður samstarfs- nefndar um ferlimál fatlaðra til við- rœðna við bygginganefnd um samstarf nefndanna. Bygginganefnd leggur til í samrœmi við samþykkt bœjarstjórnar frá 18. september, samanber bókun sam- starfsnefndar umferlimálfatlaðrafrá 17. september 1987, að teikningar af byggingum sem almenningi erœtlaður aðgangur að, verði yfirfarnar aftveim fulltrúum ferlinefndar, áður en þœr verði lagðarfyrirbygginganefnd. Orki það númœlis leggifulltrúar þessir þau fyrir fund ferlinefndar. Þá samþykkir nefndin að standa með ferlinefnd að því að kynna hönnuðum bygginga þýðingu þess að reglum um aðgengi fatlaðra séfylgt við hönnun. Carl Brand hefur áður lagt okkur lið og er þakkað þetta framlag. Ásgerður framkvæmdastjóri laumaði að ritstjóra þessari litlu sögu: Maður hringdi í Stjórnarráðið og stúlkan svaraði: Augnablik. Svo leið og beið og þegar hringjandi heyrði aftur til stúlkunnar, sagði hann gramur: Það er langt hjá þér augnablikið. Þá svaraði stúlkan, sem að vísu þekkti manninn vel: Þakkaðu fyrir að ég sagði ekki: Andartak. Þá værirðu kafnaður. Þessi yndislega setning er úr bréfi (uppkasti að vísu) sem héraðsdóms- lögmaður okkar sendi (ætlaði að senda) vegna skjólstæðings síns sem orðið hafði fyrir slysi og var með gerviauga. „Umbjóðandi minn skýrir svo frá, að vegna slyss þessa hafi hann orðið að fara erlendis til að fá gerviauga og hafi T.R. greittfyrirhann flugmiða í fyrsta skipti sem hann fór ásamt auganu“. En skyldi erindið bara ekki hafa fengið farsælli afgreiðslu, þegar svona hefði unaðslega verið að orði komist? I gömlum Reykjalundi rákumst við á: Vel þekktur biskup var eitt sinn spurður h vort hann hefði nokkurn tíma dvalið á Riviera-ströndinni. „Já“, sagði biskup hryggur í bragði, „og mikið sé ég eftir því að hafa ekki farið þangað áður en ég fékk em- bættið". Og enn úrReykjalundi: Einu sinni hittust múldýr og gömul Ford-bifreið á þjóðveginum. „Halló“ kallaði múldýrið, „hvað þykist þú eiginlega vera?“ „Ég er bíll“, sagði Fordinn, „en þú“. „Ég er hestur“ sagði múldýrið og bæði hlógu hjartanlega. Úr safni Ásgerðar Ingimarsdótt- ur er ærinn feng að fá, enda safnaði faðir hennar saman fleygum gull- kornum. Hér fáið þið fyrst sýnishorn, sem snerta samskipti karls og konu. Villi litli: Þú ættir að sjá mamma, hvemig pabbi og vinnukonan búa til límonaði. Mamman: Nú,hvemigfaraþauað því. Villi: Maríaheldurásítrónunni og pabbi kreistir Maríu. Hann: Ekkert er yndislegra til í heiminum en fyrsta ástin, eða finnst þér það ekki ástin mín? Hún: Jú það segi ég satt - En mér þykir nú samt ósköp vænt um þig, Einar minn. Þegar kona er tvítug, spyr hún: Hvemig er hann? Þegar hún er þrítug: Hvað er hann? Þegar hún er fertug: Hvar er hann? A. Hverju svaraði Jón þegar þér báðuð um dóttur hans? B. Hann sagði ekki beint nei, en hann setti skilyrði sem ég vildi ekki ganga að. A. Og hvað var það? B. Hann sagðist fyrr vilja sjá mig hengdan, en hann gæfi mér dóttur sína. Hann við stúlku á fertugsaldri: H vers vegna verða allar ógiftar stúlkur guðhræddar, þegar þær eru komnar yfir þrítugt? Hún: Þær verða það af þakklátssemi við forsjónina, sem hefur vemdað þær frá að lenda í klónum á einhverjum flagaranum. Hjónin stóðu úti á svölum og í garðinum sátu skötuhjúin ungu. Þá segir konan: Heyrðu Jón. Ég held að hann ætli að fara að biðja hennar. Mér finnst við ættum að láta þau vita af okkur. - Þú ættir að blístra á hann, góði minn. Hann (önugur): Hvers vegna? Enginn blístraði á mig þegar ég bað þín. Þau voru í útilegu. Móðirin hélt á matarkörfunni og gekk fram á klett við sjávarströndina. Litli sonurinn kom til hennar og sagði: Pabbi segir að það sé hættulegt að ganga svona framarlega. Annaðhvort eigir þú að koma til baka eða fá mér körfuna Og svo að lokum ein alveg frábær: Bænakver, sem almennt var nefnt Bjamabænir, var víða og um langt skeið notað við húslestur: Þar segir svo: „Þú einn þekkir bezt af hversu breyzku verkefni vér erum gerðir. Bóndi einn á Austurlandi las svo: „Þú einn þekkir bezt með hversu breyzku verkfæri vér erum gerðir“. 30 FRÉTTABRÉF ÖRYRKJABANDALAGSINS

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.