Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.1990, Blaðsíða 31

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.1990, Blaðsíða 31
Freyja K. Þorvaldsdóttir: Úrdráttur úr ferðasögu leikhópsins Perlunnar til Bandaríkjanna dagana 9.-24. júní 1989 Hr. Bush Bandaríkjaforseti ávarpar mannfjöldann í garði Hvíta hússins. Á sviðinu sjást auk hans frú Bush, Jean Kennedy Sniith og Kenny Rogers. Eins og mörgum er kunnugt er starfandi hér í Reykjavík leik- hópur sem skipaður er þroskaheftu fólki. Þetta er leikhópurinn Perlan. Þrátt fyrir töluverða aldursbreidd inn- an hópsins hafa þau öll fylgst að árum saman í námi og starfi. Markmið leikhópsins Perlunnar er að sýna leiklist á sviði og í sjónvarpi. Frá byrjun hafa þau flutt u.þ.b. 10 verk og sýnt víða og hlotið verðskuldað lof fyrir túlkun sína. Leikstjóri Perl- unnar hefur verið frá upphafi Sigríður Eyþórsdóttir. Sumarið 1988fórPerlan til Noregs að frumkvæði íslenskra kvennasamtaka og sýndi tvö leikverk „Sólina og vindinn” og „Síðasta blómið” á norrænu kvennaráðstefn- unni Nordisk Forum. Nokkru áður en haldið var til Noregs, barst leikhópnum boð um að koma til Bandaríkjanna og taka þátt í listahátíð fatlaðra, Very Special Arts í Washington D.C., sem halda skyldi ári síðar þ.e. í júní 1989. Very Special Arts eru alþjóðleg samtök fatlaðra listamanna og er stofnandi þeirra Jean Kennedy Smith systir John F. Kennedy fyrrum Bandaríkjaforseta, en ein systir þeirra er þroskaheft. Fljótlega var hafist handa við undir- búning þessarar ferðar og veitti ekki af þeim tíma. Undirbúningsvinnan var margþætt og tímafrek og henni lauk í raun ekki fyrr en rétt fyrir brottför. Þegar nærdró, fórmikil eftirvænting að gera vart við sig og hjá flestum miðaðist allt við fyrirhugaða Bandaríkjaferð. Það fór þó ekki hjá því, að hjá okkur fylgdarmönnunum var eftirvæntingin blandin örlitlum kvíða, því við gerðum okkur ljóst að við vorum að færast mikið í fang með því að ferðast svona langa leið með þetta marga fatlaða einstaklinga og sumir líkamlega veilir að auki. LAGT í ANN Og svo kom sá langþráði dagur, föstudaginn 9. júní 1989. Flugið var þægilegt og virtist örstutt, þó það tæki u.þ.b. 6 klst. I New York og nágrenni var hellirigning og þrumuveður, svo fluginu til Washington D.C. var frestað aftur og aftur. Við vorum þó einu sinni kölluð út í vél, en rekin strax inn aftur. Og þvílík rigning! En veðrinu slotaði og eftir 5 klst. bið var lagt í hann í örlítilli rellu frá American Airlines sem okkur leist tæplega á að væri fær um að koma okkur heilum á áfangastað. En allt gekk vel. Við vorum fyrstu þátttakendur V.S.A. sem mættum til leiks og höfð- um líka stóran matsalinn út af fyrir okkur fyrsta daginn. En síðan mættu hópar frá hinum ýmsu löndum, hver af öðrum svo að í matsalnum sem ann- ars staðar var nú þéttsetinn bekkurinn. Þátttakendur V.S.A. komu frá 50 ríkjum Bandaríkjanna og 50 þjóðlönd- um að auki. 14. júní var okkur boðið í bústað íslenzku sendiherrahjónanna í Washington. Þar áttum við skemmti- legarstundirmeð sendiherrahjónunum og starfsfólki sendiráðsins ásamt fleiri gestum. Daginn eftir var móttaka í Hvíta Hildur Óskardóttir, Helga Guðmundsdóttir og Þorbjörg Guðlaugsdóttir í garði Hvíta hússins. FRÉTTABRÉF ÖRYRKJABANDALAGSINS 31

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.