Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.06.1990, Blaðsíða 3

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.06.1990, Blaðsíða 3
Hafdís Hannesdóttir: ------------------/ / SAMHJALP OG JAFNRETTI Við lifum spennandi breytinga- tímabil í heimssögunni. Það eru tímar umbrota og nýrra vona. Síðastliðinn vetur báru fjölmiðlar okkur fréttir um hver stórtíðindin af öðrum. Múrar féllu og hópar fólks risu upp og kröfðust þess að á rödd þeirra væri hlustað. Innræting og hugmyndafræði valdastéttanna reynd- ist svo gjörsamlega misheppnuð að um leið og valdaklærnar misstu takið, þá spruttu upp hópar manna sem höfn- uðu henni algjörlega. Ibúar Austur-Evrópu krefjast mannréttinda, sem þeir hafa ekki notið um áratugaskeið. Mál-, rit- og trúfrelsi eru lykilatriði í baráttu þessara þjóða, en almenningur er líka að leita sér betri efnislegra lífskjara. Nokkrar efasemdir um þjóðfélög vestursins munu þó hafa vaknað þegar í ljós komu skuggahliðar velferðarþjóðfé- Iagsins, húsnæðisskortur og atvinnu- leysi með þeirri fátækt sem oftast liggur að baki slíks ástands. Þegar heimsmyndin breytist snögglega og heldur óvænt, er eðlilegt að staldra við og skoða sitt eigið þjóð- félag og sjá hvar við stöndum. Erum við á réttri leið, beitum við kröftum okkar að því að styrkja og efla betra mannlíf eða ræður einhver önnur hugmyndafræði ferðinni? Þegar þetta er ritað, í byrjun maí, er eðlilegt að leiða hugann nokkra áratugi aftur í tímann, þegar verkalýðs- félögin háðu baráttu fyrir ýmsum þeim réttindamálum, sem við sem yngri er- um teljum sjálfsögð og meðfædd hverjum íslendingi. Það er erfitt fyrir eftirstríðskynslóðirnar að gera sér í hugarlund þá tíma þegar menn urðu að kaupa sér hjálpartæki eins og gervilimi með afborgunum, ef nokkur von var þá til að kljúfa þau kaup. Þau félög sem mynda Öryrkja- bandalag íslands eru flest nokkurra áratuga gömul og önnur hafa ekki fyllt fyrsta tuginn ennþá. Þetta kemur upp í hugann eftir að við höfum skyggnst inn fyrir rimla á hælum fyrir ýmsa hópa vanheilla í Rúmeníu. Það sem þar gaf að líta, vakti með réttu hrylling, en jafnframt Hafdís Hannesdóttir. vöknuðu spurningar. Hvar erum við stödd með þjónustu við sömu hópa og sjónvarpið sýndi okkur? Það er ekki svo ýkja langt síðan við eyddum litlu fé til umönnunar vanheils/van- gefins fólks og þeir voru geymdir á afskekktum stöðum, og litlu plássi varið í húsakynnin, jafnvel fjósið látið duga svo auminginn truflaði ekki vinnandi fólk. Samhjálpin á sér langa sögu í okkarþjóðfélagi,en hefurveriðskipu- lögð með ýmsum hætti. Fyrireinum áratug varbrotiðblað í sögu okkar með sérstakri löggjöf um aðstoð við þroskahefta. Þau lög endurspegla umræðu og baráttumál foreldra og fagfólks, sem höfðu sameinast í hagsmunasamtökum, Landssamtökunum Þroskahjálp sem stofnuð voru nokkrum árum fyrr. Baráttumál þeirra fyrr og síðar voru að þroskaheftir nytu sömu réttinda og aðrir þjóðfélagsþegnar. Til þess að ná því marki, eru talin upp í lögunum fjölmörg þjónustuúrræði sem komið skyldi upp um allt land, og er landinu skipt í átta þjónustusvæði til þess að tryggja uppbyggingu um landið allt. Þessi löggjöf var síðan endurskoð- uð og aukin og heita nú lög um málefni fatlaðra. Lykilhugtök í lögunum eru jafn- rétti og sambærileg lífskjör fatlaðra og ófatlaðra. Eg kom til starfa að málum fatl- aðra bama og ungmenna þegar lögin um aðstoð við þroskahefta tóku gildi. Þessi löggjöf skapaði mikla umræðu á vinnustöðum mínum, Kjarvalshúsi, sem var undanfari Greiningarstöðvar ríkisins og í Öskjuhlíðarskólanum. I Kjarvalshúsi höfðu menn haft það að leiðarljósi að reyna að byggja upp ein- hvers konar hjálparúrræði í heima- byggð skjólstæðinga sinna. Nú var loks komið stjómkerfi sem gat tekið við málum þeirra og fylgt þeim eftir með uppbyggingu úrræða og ráðgjöf til þeirra sem unnu verkin í dagvist eða skóla í heimahéraði. A þeim áratug sem liðinn er síðan lögin voru sett hefur verið byggð upp margvísleg þjónusta fyrir fatlaða um land allt. Foreldrar fá nú ráðgjöf og mat á fötlun barna sinna fljótlega eftir að hún kemur í ljós. Aðstaða þeirra til þess að sækja þjónustu Greiningar- stöðvar ríkisins eða annarra fagaðila sem staðsettir eru á Stór-Reykjavíkur- svæðinu hefur stórbatnað með tilkomu gistiheimilis Þroskahjálpar. Allir foreldrar fá nú greitt fyrir þá auknu umönnun sem leiðir af fötlun barna þeirra. Aður en þær greiðslur komu til framkvæmda urðu foreldrar og starfsmenn Kjarvalshúss að leita ýmissa leiða til þess að mæta þeim kostnaði sem fylgdi ferðum þeirra og dvöl „fyrir sunnan“. Það er þó enn baráttumál þessa hóps að fá greiddan að einhverju leyti dvalar- kostnað og vinnutap sem utanbæjar- foreldrar verða að bera og sitja þar ekki við sama borð og þeir sem hafa nauðsynlega þjónustu í nágrenni sínu. egar við skoðum þessa tíu ára sögu má sjá marga áfangasigra í málefnum fatlaðra. Mikilsverðust er kannski sú breiða umfjöllun sem við höfum getað vakið. Þegar hagsmuna- samtökin hafafylkt sértil fundarhalda og í kröfugöngur hafa komið fram hópar fatlaðra sem áður sáust lítið á mannamótum. Þeir sem enn eru bak við rimla í Rúmeníu og voru geymdir afskekkt hér á Islandi fram á sjötta áratuginn eru nú í vaxandi mæli þátt- takendur í samfélaginu og leggja þar margirnokkuð af mörkum með vinnu sinni. Sjá næstu síðu FRÉTTABRÉF ÖRYRKJABANDALAGSINS 3

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.