Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.06.1990, Blaðsíða 5

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.06.1990, Blaðsíða 5
sýningu í tengslum við Dag fatlaðra á íslandi 13. október síðastliðinn, en það reyndist ekki mögulegt sökum tímaskorts. Asta bar hugmyndina undir Hrafnhildi Schram listfræðing, sem er í safnstjórn Listasafns A.S.I. Stjómin fjallaði um málið og kom með hugmyndir að formi og fram- k væmd sýningarinnar. Auk þess fékkst leyfi til þess að nota sal Listasafns A.S.Í. án endurgjalds. . UNDIRBÚNINGUR Alda Sveinsdóttir myndmennta- kennari var ráðin í hlutastarf í sept- ember síðastliðnum til þess að koma sýningunni á laggirnar. Síðan vann Alda mikið starf við skipulagningu og undirbúning. Andrés Ragnarsson, Ólöf Ríkarðsdóttir og undirritaður voru skipuð í hóp til að rétta Öldu hjálparhönd. Margir fleiri lögðu hönd á plóginn og má þar nefna Arnheiði Símonardótturog Sigurjón Einarsson. En þau unnu mikið og gott starf við tölvuvinnslu og fleira. Þá vann Alda mikið starf með Trausta Ólafssyni við ritv innslu vegna uppsetningar á textum sem voru látnir fylgja verkunum á sýningunni. Ákveðið var að láta sýninguna standa 10. til 25. marz. Alda leitaði um allt land bæði til stofnana og einstaklinga að verkum eftir fatlaða. Aðallega var þó leitað til þeirra sem eru mikið hamlaðir. Hún hringdi á fjölmargar stofnanir og talaði við fólk sem hún taldi að hefði þessi verk undir höndum og bað um ábendingar. Þessi vinna bar ávöxt og vel á annað hundrað aðilar sendu inn verk á sýninguna. Upp úr því hófst mikil vinna við að velja úr og ákveða hvaða verk ættu að vera á sýningunni. Það komu inn mun fleiri verk heldur en mögulegt var að koma fyrir og þess vegna urðu mörg verðug verk að vera utan við sýning- una. Haft var samband við marga aðila, bæði lærða og leika, sem tengdust verkefninu beint eða óbeint. Allt gekk þetta bærilega og myndaði að lokum kjarna sem leiddi til fullvaxinnar sýn- ingar. TILGANGUR Tilgangur með sýningunni var að leitast við að sýna hvað einstaklingur- inn getur gert þrátt fyrir fötlun sína. Víða kemur fram hversu mikið listsköpun getur gert fyrir fólk, m.a. sem tjáningarmiðill. Þannig nota margir listræna tjáningu; í máli, mynd eða á annan hátt til þess að tjá persónuleikann sem að baki býr. SÝNINGIN Á sýningunni voru ekki aðeins myndir og myndvefnaður, heldur einnig ljóð og verk unnin í leir. I tengslum við sýninguna var dagskrá sem fólki gafst kostur á að fylgjast með milli þess sem það skoðaði sig um í salnum. Sunnudaginn 11. marz lásu nokkrir leikarar úr Félagi ís- lenzkra leikara upp úr ljóðum Ásdísar Jennu Ástráðsdóttur og Manfreðs Jóhannssonar. Auk þess fluttu þeir ljóð úr rússneskum bókmenntum um einmanaleikaogþjáningu. Þriðjudag- inn 13. marz kl. 20.00 hélt Sigrún Proppé fyrirlestur sem hún nefndi: Myndmeðferð og sállækningar og kl. 21.00 sama kvöld hélt Ásta B. Þor- steinsdóttirfyrirlestursemhúnnefndi: Viðhorf til fatlaðra. Laugardaginn 17. marz kl. 15.00 var hópurinn Geisli með ljóða- og leikdagskrá sem Kjurigej Alexandra Argunova stjórnaði. Þriðjudaginn 20. marz kl. 20.00 hélt Vilhjálmur Árnason fyrirlestur sem hann nefndi: Siðfræði og umönnun. Þá var myndin „Áslaug —teikningareinhverfrarstúlku“sýnd af myndbandi á sýningarstað. Mynd- bandið sýnir teikningar og myndir Áslaugar sem er einhverf. Þær spanna ákveðið tímabil í ævi hennar. Þá er einhverfu gerð skil af sérfræðingum. Þátttaka var mjög góð sýningar- dagana og þess vegna var ákveðið að framlengja sýninguna og láta hana standa til sunnudags 1. apríl. Sýningin vakti mikla athygli og sérstaklega voru áberandi hópar fólks sem vinna með fötluðu fólki. Þó að sýningin hafi ekki verið hugsuð sem sölusýning vildu margir kaupa og eignast verk af sýningunni. Þannig varð sýningin til þess, að nokkrir seldu sitt fyrsta verk. Þá hefur fólki verið boðið að sýna sum verkanna í listagalleríum. NIÐURSTAÐA Mér fannst athyglisvert að lesa umfjöllun Braga Ásgeirssonar í Morgunblaðinu föstudaginn 23. marz síðastliðinn. Þar fjallar hann m.a. um myndir og texta Þórðar Þorgrímssonar sem var einn af höfundum verka á sýningunni. Bragi segir svo m.a.: „Maður hugsar mikið og djúpt eftir að hafa lesið slík skrif og skoðað myndir viðkomandi, eins og öll sýningin verður manni áleitið umhugsunarefni og hristir stíft upp í heilabúinu“. Líklegt er að fleiri hafi fengið þessa tilfinningu og er það vel. Með þessari sýningu voru famar nýjar leiðir til að benda á málefni fatlaðra. Dregnar voru upp jákvæðar hliðar og fegurðin látin ráða ríkjurn. Það er von þeirra sem stóðu að sýningunni að margir hafi betur áttað sig á málefninu og að þarna hafi verið stigið skref til viðbótar í átt til jafnréttis og betra lífs fyrir fatlaða í mannlegu samfélagi. Ef svo er, er mun betur af stað farið en heima setið og sýning sem þessi á vissulega rétt á sér. Helgi Hróðmarsson, starfsmaður Þroskahjálpar og Öryrkjabandalagsins. FRÉTTABRÉF ÖRYRKJABANDALAGSINS 5

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.