Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.06.1990, Blaðsíða 11

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.06.1990, Blaðsíða 11
BÍLALÁN Núgildandireglurerufrá29.janúar 1980. Þar segir að tryggingaráði sé heimilt að lána örorkustyrkþegum, örorkulífeyrisþegum, ellilífeyris- þegum og foreldrum barna, sem greiddur er barnaörorkustyrkur með, fé til kaupa á bifreið. Helstu skilyrði eru þau eins og að ofan greinirþau, að njóta bóta og vera hamlaður, svo mjög líkamlega, að bifreið sé nauðsyn. Lánstími er 3 ár og ársvextir eru 8% en 4 ár til atvinnubifreiðastjóra. Upphæðir lána eru sem hér segir: Fyrir almenna bótaþega kr. 180 þús. Fyrir mikið hreyfihamlaða og atvinnubifreiðastjóra kr. 305 þúsund. Lánsreglurnar sæta nú endurskoð- un hjá tryggingaráði. BENSÍNSTYRKUR Með lögum nr. 36/1980 um breyt- ing á almannatryggingalögum var kveðið á um uppbót á elli- og örorku- lífeyri og örorkustyrk vegna rekstrar bifreiðar, sem bótaþega er brýn nauð- syn að hafa vegna hreyfihömlunar. I 2. gr. reglugerðar nr. 394/1980 um þetta efni segir að með hreyfihömlun skv. reglugerðinni sé átt við líkamlega hreyfihömlun. Þ.á m. blindu, sem geri menn ófæra um að komast ferða sinna án ökutækis. Til þess að geta notið þessarar uppbótar þarf viðkomandi eða maki (sambúðaraðili) að vera skráður eigandi ökutækis. Með breytingu á umræddri reglu- gerð dags. 5. júlí 1982 var ákveðið að uppbótin skyldi miðast við andvirði 800 lítra af bensíni á ári. Uppbótin greiðist ársfjórðungslega (febr., maí, ágúst og nóv.) og miðast við bensín- verð eins og það er í byrjun hvers ársfjórðungs. 1. janúar 1990 -31. mars 1990eruppæðinkr. 10.280. Þeirsem eiga dísilbíla eiga rétt á sömu upphæð. HJÁLPARTÆKI í BIFREIÐAR Tryggingaráð setur árlega reglur um fastar fjárhæðir í styrkjum til kaupa á hjálpartækjum. 1) Sjálfskiptingar í bifreiðar. Greidd eru 50%. Hámark 50.000. 2) Vökvastýri í bifreið. Greidd 50%. Hámark 35.000. 3) Kostnaðarhluti öryrkja vegna ísetningar talstöðvar íbifreið kr. 4.000. Verið er að kanna möguleika á að styrkja farsímakaup. NIÐURFELLING BIFREIÐAGJALDS Þann 20. október 1987 ákvað fjármálaráðuneytið skv. heimild í 4. mgr. 3. gr. laganr. 68/1987 um ráðstaf- anir í fjármálum, að fella niður bif- reiðagjald af bifreiðum í eigu öryrkja sem njóta örorkulífeyris, örorkustyrks eða greiðslna skv. 10. gr. laga um málefni fatlaðra. Þegar um börn er að ræðafellurgjaldiðniðurhjáforeldrum. Bifreiðagjald er kræft tvisvar á ári, l.janúarog 1. júlí. Bifreiðagjald afbifreiðpr. l.jan. 1989varkr. 2.825 af meðalbifreið. Þegar þessi grein er skrifuð er ekki búið að ákveða bifreiðagjald fyrir árið 1990. Þess skal getið að Tryggingastofn- un ríkisins annast afgreiðslu ofan- greindra mála. P-MERKI Bifreiðastöður fatlaðra 1 rúm 20 ár hefur verið í gildi samþykkt um undanþágu fatlaðra ökumanna frá reglum um stöðu ökutækja. Varla þarf að hafa um það mörg orð hvílíkt hagræði er að þessu, ekki hvað síst í höfuðborginni og öðrum stærri bæjarfélögum. Undan- þágur þessar hafa þó eingöngu verið bundnar við fatlaða bifreiðastjóra, en nú nær þessi möguleiki til stærri hóps með reglum, sem lögreglustjórinn í Reykjavík setti árið 1983, fyrir tilstuðlan Sjálfsbjargar landssam- bands fatlaðra. Þær eru sem hér segir: 1. gr. Lögreglustjóri ákveður, að fengnum tillögum Sjálfsbjargar, landssambands fatlaðra, hverjum skuli veita leyfi til undanþágu. Leyfi gildir í 5 ár. 2. gr. Leyfin skiptast í þrjá flokka: 1) Almenn undanþága veitt fötl- uðum ökumönnum. 2) Undanþága veitt fötluðum öku- mönnum vegna aksturs í hálku og ófærð að vetrarlagi, vetrarstöðuleyfi. 3) Undanþága veitt aðstandendum fatlaðra manna sem ekki geta ekið sjálfir. 3. gr. Leyfishafi skal festa merki með hvítum bókstaf P á áberandi stað á bifreið sinni. Merki fyrir undanþágur nr. 1, sbr. 2. gr. skal vera á bláum grunni með áletruninni FATLAÐUR undir bók- stafnum. Á sama hátt skal merki fyrir undanþágu nr. 2 vera á gulum grunni með áletruninni VETRARSTÖÐU- LEYFI og merki fyrir undanþágu nr. 3 á rauðum grunni með áletruninni SKAMMTÍMASTÖÐULEYFI. Nafn, heimili og sími leyfishafa og númer bifreiðar hans skal rita á merkið og lögreglustjóri áritar það. 4. gr. Nú hefur leyfishafi lagt merktri bifreið sinni þar sem það er bannað samkvæmt almennum umferðarregl- um en bifreiðastæði eru ekki nálæg og skal þá ekki amast við stöðu hennar um skamman tímaenda valdi bifreiðin ekki töfum eða hættu fyrir umferðina. Þetta gildir eingöngu þegar fatl- aður maður, sem er ökumaður eða far- þegi í bifreiðinni, þarf að sinna nauð- FRÉTTABRÉF ÖRYRKJABANDALAGSINS 11

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.