Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.06.1990, Blaðsíða 12

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.06.1990, Blaðsíða 12
synlegum erindum t.d. í verslun, skrifstofu eða hjá lækni. Önnur notkun undanþágumerkja er óheimil og ber lögreglumönnum að gefa skýrslu verði vart misnotkunar þeirra. 5. gr. Að fengnu sérstöku leyfi lögreglu- stjóra er fötluðum manni heimilt að leggja ökutæki sínu við heimili sitt eða vinnustað enda þótt öðrum sé bönnuð þar bifreiðastaða. 6. gr. Þess er vænst að lögreglumenn greiði götu fatlaðs fólks eftir því sem frekast er unnt hverju sinni. 7. gr. Með tilkynningu þessari er felld úr gildi tilkynning nr. 1, 1969 um undanþágu fatlaðs fólks frá reglum um stöðvun ökutækja. (Lögreglustjórinn í Reykjavík 27. okt. 1983). FÓLK SÆKIR UM P-MERKl Á SKRIFSTOFU SJÁLFSBJARGAR LSF, HÁTÚNI12,105REYKJAVÍK. FERÐAÞJÓNUSTA FATLAÐRA Á árinu 1979 tóku Sjálfsbjörg og Reykjavíkurborg við rekstri Ferða- þjónustu fatlaðra sem hafði verið um nokkurt skeið rekin af Sjálfsbjörg og sjálfboðaliðum úr Kiwanishreyfing- unni. Var byrjað með eina bifreið. Fljótlegakeypti Reykjavíkurborg svo tvo bíla til viðbótar. Nú eru bílarnir fjórir og tveir halda áfram á kvöldin. Ferðaþjónustan er ætluð þeim íbúum Reykjavíkur og Seltjamamess, sem eru hreyfihamlaðir eða blindir. Ferðaþjónustan er rekin af Reykjavík- urborg og er á 1. hæð í Sjálfsbjargar- húsinu, Hátúni 12, 105 Reykjavrk.. Sótt er um sérstök skírteini á skrifstofu Sjálfsbjargar í Reykjavík. Gegn framvísun skírteinis fæst farmiðakort á sömu kjörum og hjá S VR fyrir fatlaða og ellilífeyrisþega. Ferðir til vinnu, skóla og lækninga ganga fyrir, en fjöldi einkaerinda takmarkast við 18 ferðir á mánuði. Allar ferðir þarf að panta fyrir klukkan 16, daginn áður en ferðin er farin. Afgreiðsla er lokuð um helgar. Skrifstofan er opin frá kl. 9-16 alla virka daga. Nánari upplýsingar er að fá hjá skrifstofu Sjálfsbjargar s. 91- 17868 og hjá Ferðaþjónustunni í s. 12312. Nýlega tók til starfa Ferðaþjónusta á vegum Kópavogsbæjar nánari upp- lýsingar eru í s. 91 -641200. Góðar og öruggar samgöngur og samgöngutæki eru dýr en jafnframt nauðsynlegekki hvað sístfyrirfatlaða. Það er því mjög mikils virði að stjórn- völd á hverjum tíma leggi á það áherslu að koma til móts við fatlaða hvað þetta snertir. Eg fullyrði að þessi fyrirgreiðsla til fatlaðs fólks geri því kleift að eignast eigin bifreið sem e.t.v. hefði ekki orðið annars. Þess vegna getur þessi fyrir- greiðsla oft stuðlað vemlega að því að auka sjálfstæði einstaklinga bæði hvað varðar möguleika á þ ví að stunda nám eða atvinnu og annað sem stuðlar að auknufrelsieinstaklingsinstilauðugra lífs. Reykjavík 27. febr. 1990 Kristín Jónsdóttir. VISSIR ÞÚ AÐ . , Rithöfundurinn Lewis Carroll (Lísa í Undralandi) stóð ávallt uppréttur við skriftir sínar. Vegna þess að stál þenst út við hita, er Eiffelturninn í París 15 sm hærri á sumrin en vetuma. Þegar leikriti H.C. Wells, Innrásin frá Mars, var fyrst útvarpað, greip svo mikil skelfing um sig meðal almennings að kona nokkur tók inn eitur til að hljóta ekki verri örlög af hendi Marsbúanna. Tveir fengu hjartaáfall og tugir manna fengu taugaáfall. Vísindamenn álíta að svínið sé tíunda gáfaðasta dýrið í heiminum. Naut eru litblind. Skikkjur nautabananna eru rauðar, ekki til að æsa nautin, heldur svo að blóðblettimir sjáist ekki. Stalín, sem bannaði kristna trú í Sovétríkjunum, var í fimm ár við prestsnám. I Indlandi eru talaðar 845 mállýskur. Höll Minos konungs á grísku eyjunni Krít, var byggð 2000 árum fyrir Krist; samt voru „nýtísku“ pípulagnir í höllinni, þar á meðal salemi og rennandi vatn. Ríkarður II Englandskonungur þjáðist af anorexia nervosa. 12

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.