Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.06.1990, Blaðsíða 17

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.06.1990, Blaðsíða 17
Sigurður með skoskum og norskum. upp „partýi“. Stemmningin í hópnum hefði ekki getað verið betri og þegar vikan var á enda vildi enginn fara strax heirn. Stungið var upp á, að í staðinn fyrir að ákveða að hittast aftur eftir 5 eða 10 ár, eins og oft er gert við samveruslit, þá hittumst við aftur eftir viku. Þetta hlaut góðar undirtektir og varmikiðskemmtsérviðhugmyndina. Á laugardag kíktum við í búðir og um kvöldið var lokaball og var það að sjálfsögðu„heima“. Helstu niðurstöður ráðstefnunnar urðu meðal annars: 1) Stærsta vandamálið í daglegu lífi er að takast á við skort á sjálfstrausti. 2) Fáfræði almennings, sem leiðir af sér fordóma og hræðslu, er einnig stórtvandamál. Allirvorusammála um að það þyrfti að kenna kenn- urum og nemendum í skólum hvernig þessum sjúkdómum er háttað og hvernig eigi að bregðast við þeim. 3) Allsstaðarkemurframþörfámeiri aðstoð frá opinberum aðilum. I sumum löndum er fötluðum veittur afsláttur af ferðakostnaði (strætis- vagna- og lestarferðum) þeim sem ekki geta keyrt eigin bifreið. 4) Atvinnurekendur eru oftast nær illa fræddir og loka oft dyrunum á okkur þegar við segjum frá sjúk- dómum okkar án þess að vita hvers við erum megnug. í fáfræði sinni halda þeir að við verðum mikið fjarverandi vegna sjúkdóms okkar og t.d. varðandi flogaveiki, þá ímynda þeir sér yfirleitt alltaf það versta. Allir voru sammála um að setja þurfi inn í menntun, bæði verðandi kennara og atvinnurek- enda námskeið um hina ýmsu sjúk- dóma, þannig að þeir læri rétt við- brögð, viti okkar takmörk og einnig hvers við erum megnug. 5) Allir voru sammála um að oft væri erfitt að hefja sjálfstætt I íf og flytja að heiman. Margir sem eiga við sjúkdóma að stríða eru aldir upp í svo vernduðu umhverfi að þeim er erfitt að slíta sig frá því, ef þeir eru þá færir um það á annað borð. Þó er ástæðan einkum sú, að foreldrar bera oft ekki fullt traust til bama sinna og hindra þá oft börnin í að fara út í lífið og standa á eigin fót- um. Þetta vantraust foreldra endur- speglast svo í vantrausti einstakl- ingsins á eigin getu. Ráðstefnan þótti takast vel í alla staði og til stendur að halda aðra slíka ráðstefnu innan tíðar. Sigurður Trausti Kjartansson, Katrín Níelsdóttir. Sigurði Trausta og Katrínu hjá LAUF er þökkuð þessi fróðlega frásögn. Mættum við fá meira að heyra. Ásgerður Ingimarsdóttir: VORGLEÐI Er vorið horfið sem var hér í gær er veturinn kominn aftur? Er farinn aftur sá blíði blær og burtu sólarkraftur. Á einni nóttu varð aftur hvítt og engir fuglar sungu því brosir okkur ei vorið blítt og brumin á trjánum ungu. Æskunnar vor er yndisleg stund og allir vegir færir. Þá vonglöð héldum á vinafund og vinirnir allir svo kærir. Þú lítur til baka og lofsyngur allt sem Ijómar í minningum góðum þú veist ekki neitt sem er vonlaust og kalt en vermir þinn hug með Ijóðum. En líttu nú upp í heiðið hátt og himinblámann sjáðu. Þar uppi er sólskríkja að syngja dátt þeim söngvum þitt eyra Ijáðu. Láttu gleðina gægjast inn og gáðu hvort opnast þitt hjarta vorinu taktu, vinur minn það vermir senn daga bjarta. Ásgerður Ingimarsdóttir FRÉTTABRÉF ÖRYRKJABANDALAGSINS 17

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.