Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.06.1990, Blaðsíða 24

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.06.1990, Blaðsíða 24
Tryggvi Friðjónsson tekinn tali Frá alþjóðadegi fatlaðra. Tryggvi veitir hér Þóri B. Guðjónssyni og Steindóri Björnssyni viðurkenningu fyrir störf í tengslum við landssöfnun Sjálfsbjargar. Ritstjóra þótti tilvalið að eiga orðastað við Tryggva Friðjónsson, framkvæmdastjóra Sjálfsbjargar landssambands fatlaðra, en áður deildarstjóra í félagsmálaráðuneyt- inu. Víða var komið við, en megin- málið að hlýða á viðhorf þess sem setið hefur báðum megin við borðið í þessum málum. Eg bið hann fyrst að segja nokkur deili á sér. Eg er fæddur í Reykjavík 12. júlí 1955 og hef búið hér allan aldur minn utan tveggja ára í æsku. Faðir minn hét Friðjón Þórarinsson (lést 1975) verkamaður. Móðirmín heitirFanney Tryggvadóttir, skrifstofumaður. Ég er kvæntur Kristbjörgu Leós- dóttur hjúkrunarfræðingi og eigum við tvær stúlkur, 7 og 3ja ára. Hvað menntun varðar lauk ég stúd- entsprófi frá aðfaramámi Kennarahá- skóla Islands 1978. Af frekara námi varð ekki. Ég hóf störf í fjármálaráðuneytinu 1979 og starfaði þar fram á mitt ár 1986, lengst af sem launaskrárritari í launadeild ráðuneytisins. 1. júlí 1986 hóf ég störf í félags- málaráðuneytinu og starfaði þar, þar til ég hóf störf hjá Sjálfsbjörg, l.s.f. í sept. sl. Nú er mér kunnugt um að starf þitt hjá félagsmálaráðuneytinu tengdist málefnum fatlaðra. Segðu mér með hvaða hætti þessi tengsl voru? Það má eiginlega segja að ég hafi tengst málefnum fatlaðra töluvert fyrr eða á árinu 1983 og þá sem starfsmaður launadeildarfjármálaráðuneytisins.A því ári fluttust margar sjálfseignar- stofnanir af daggjöldum yfir á föst fjárlög. Jafnhliða þessari breytingu fluttust launagreiðslur þessara stofn- ana til launadeildar fjármálaráðuneyt- isins og kom það í minn hlut að annast um launagreiðslur til starfsmanna þessara stofnana. Hafði ég umsjón með launagreiðslum allt þar til að ég hóf störf í félagsmálaráðuneytinu. Stöðuheiti mitt þar var deildarstjóri fjármáladeildar, þ.ám. voru tjármál vegna málefna fatlaðra í minni umsjá, allt frá fjárlagagerð til staðfestingar ráðningarsamninga og greiðslufram- lag til rekstrar. I minni vörslu var Framkvæmdasjóður fatlaðra. Hafði ég umsjón með að aflokinni úthlutun stjórnarnefndar málefna fatlaðra í samstarfi við félagsmálaráðuney tið og fleiri aðila að byggja, kaupa og breyta húsum til nota fyrir fatlaða víða um land. A þessum árum og raunar allar götur frá 1980 verður gjörbylting í málefnum fatlaðra og þá fyrst og fremst þroskaheftra. Höfðu því lögin um aðstoð við þroskahefta 1979 og síðar lögin um málefni fatlaðra 1983, ásamt alþjóðaári fatlaðra 1981 og bar- áttu samtaka fatlaðra á þessum árum vissulega mikla þýðingu til að stuðla að bættum hag fatlaðra. A umliðnum árum hefur mikil áhersla verið lögð á uppbyggingu sam- býla og verndaðra vinnustaða. Ég tel, og er langt frá því trúi ég einn um þá skoðun að tímabært sé að staldra við ogbreytaáherslum. Égtel að verulega eigi að hægja á uppbyggingu sambýla, og alls ekki eigi að ráðast í kaup á fleiri húsum af hefðbundinni gerð, þ.e. einbýlishúsum í grónu hverfunum, í mörgum tilvikum komnum til ára sinna. Oft á tíðum hefur verið um að ræða stór og dýr hús sem hafa orðið enn dýrari þegar nauðsynlegar lagfær- ingar og breytingar hafa verið gerðar. Það hentar e.t.v. ákveðnum hópi fatl- aðra að búa í slíku nábýli. Almennt held ég að svo sé þó ekki. Því langar mig að geta hér sérstaklega, frum- kvæðisSvæðisstjómarSuðurlands um málefni fatlaðra nú í samstarfi við Hússjóð Öryrkjabandalags Islands. Nú þegar hefur risið hús á Selfossi fyrir tilstuðlan þessara aðila. Um er að ræða hús með nokkrum sjálfstæðum íbúð- um. Ibúunum er séð fyrir nauðsyn- legri aðstoðfrástarfsmönnum svæðis- stjórnar, að öðru leyti er um að ræða sjálfstæða búsetu. íbúamir sækja síðan vinnu á almennum vinnumarkaði eða á vernduðum vinnustað. Ég tel að með tilkomu þessara íbúða hafi verið stigið mikilvægt skref í þróun húsnæð- ismálafatlaðra. íbúðarhúsnæði þessar- ar tegundar getur hentað stórum hópi fatlaðra og ekkert síður hreyfihömluð- um, því þar er byggt frá grunni með þarfir ákveðins hóps í huga. Hvað fjármögnun varðar hefur hún hvílt á framkvæmdasjóði fatlaðra á umliðnum árum. Sjóðurinn hefur því miður verið skertur ár frá ári þrátt fyrir tilraunir félagsmálaráðherra og sam- taka fatlaðra til að koma í veg fyrir slfkt. Ég tel því einnig tímabært að endurskoða afstöðuna til áframhald- andi tilveru sjóðsins. Eins og þetta er nú, er verið að bítast um þessa peninga, umsóknir allt að 4 sinnum hærri en 24

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.