Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.06.1990, Blaðsíða 26

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.06.1990, Blaðsíða 26
ýmslegt fleira mætti telja er ég sá fýsilegt við starfið. Eg hef nú verið rúmlega l/2árviðstörfog hefurþetta verið ánægjulegur tími, enda hef ég mætt miklum velvilja og hlýju bæði frá starfsmönnum og íbúum í Sjálfs- bjargarhúsinu ásamt öðrum Sjálfs- bjargarfélögum er ég hef átt samskipti við. Einnig hefur hann verið ánægju- legur fyrir þær sakir að ég hef notið trausts og sanngimi hjá mínum yfir- mönnum, formanni og framkvæmda- stjórn Sjálfsbjargar, landssambands fatlaðra. Þá liggur beint við að spyrja þig í hverju störf þín séu fólgin hjá Sjálfsbjörg? Já, það má nú segja að starfið sé í raun tvískipt. Annars vegar er um að ræða framkvæmdastjórastarf fyrir Sjálfsbjörg, landssamband fatlaðra. Að baki landssambandsins standa 15 Sjálfsbjargarfélög víðs vegar um land- ið. Landssambandið er í erlendu sam- starfi bæði á Norðurlöndum og al- þjóðavettvangi. Lýtur því fram- kvæmdastjórastarfið fyrst og fremst að verkefnum á félagslega sviðinu, samskiptum við félögin, t.d. með heimsóknum, viðtölum við stjórnar- menn og einstaka félagsmenn, sam- starfi um einstök verkefni t.d. tengd fjáröflunum, seta á fundum og ráð- stefnum hér heima og erlendis, kynn- ing á Sjálfsbjörg og verkefnum á vegum þess, bæði við einstaklinga, önnur félagasamtök, Alþingi, ráðu- neyti og fjölmiðla svo nokkur dæmi séu tekin. Hvað varðar hinn hluta starfsins, er þar um að ræða forstöðu- mannsstarf Vinnu- og dvalarheimilis Sjálfsbjargar. Þar ber ég ábyrgð á öll- um daglegum rekstri gagnvart fram- kvæmdastjórn, sé um samhæfingu starfskrafta, stýringu verkefna, yfir- umsjón með öllu starfsmannahaldi og kem fram fyrir hönd Vinnu- og dvalarheimilisins gagnvart fjárveit- ingavaldinu o.fl. Ég held ég geri nú ekki meira úr þessu en orðið er. Nú eru eflaust einhver verkefni framar öðrum sem legið hafa þyngra á þér þessa fyrstu mánuði í starfi? Já, ekki get ég neitað því. Það má segja að hæst beri baráttan um fjár- magn bæði ti 1 uppby ggingar og rekstr- ar. Ég kom reyndar til starfa örfáum dögum eftir landssöfnun Sjálfsbjargar á liðnu hausti. Tókst hún mjög vel, í fyrsta lagi safnaðist töluvert fé eða á annan milljónatug og í öðru lagi sem ekk i er síður m i ki 1 vægt fengu samtök i n mikla kynningu. Rekstur samtaka eins og Sjálfsbjargar kostar sitt og er því eitt af meginverkefnum forystu og forsvarsmanna samtakanna fjáröflun, leit að nýjum fjáröflunarleiðum og síðan framkvæmd. Framundan er 25. þing Sjálfsbjargar, l.s.f. sem haldið er á 2ja árafresti. Það verður haldið 21.- 23. júní n.k. Mikill undirbúningur er vegna þingsins. Hvað varðar rekstur vinnu- og dvalarheimilisins, má segja að samskiptin við fjárveitingavaldið, þ.e. daggjaldanefnd, hafi verið mikil. Heimilið er og hefur á undanförnum árum verið rekið með miklum halla sem hefur vaxið ár frá ári. Þannig hef- ur landssambandið þurft að leggja til með rekstrinum og er staðan þannig nú að skuld heimilisins við landssam- bandið er á annan tug milljóna. Við höfum því miður fengið lítinn hljómgrunn fyrir óskir okkar frá dag- gjaldanefnd þar til nú í byrjun maí- mánaðar að einhver hreyfing er að komast á hlutina. Eru það tilmæli frá fulltrúum heilbrigðis- og trygginga- málaráðuneytisins og fjármálaráðu- neytisins að stofnunin verði flutt af daggjaldakerfinu áföstfjárlög. Þannig erfyrirséðmikil vinna í tengslum við þessa breytingu eigi hún að ná fram að ganga. Mig langar að Iokum áður en við hættum þessu spjalli að heyra frá þér hvað framtíðin þyrfti að bera í skauti sínu fyrir fatlaða og þá Sjálfsbjargarfélaga sérstaklega? Eins og ég sagði hér fyrr, tel ég að eitt verðugasta verkefni hagsmuna- samtaka fatlaðra sé að tryggja fötl- uðum mannsæmandi lífeyri. Mikið hagsmunamál einnig er að fötluðum sé gert kleift að búa eins sjálfstætt og nokkur kostur er á hverjum tíma, þar skiptirfjárhagslegafkomahinsfatlaða og aðgangur að sanngjarnri fyrir- greiðslu Húsnæðisstofnunar vegna húsnæðismála þeirra miklu máli, ásamt heimaþjónustu sveitarfélag- anna. Ég þykist þess fullviss að þjón- usta við hinn fatlaða á heimili sínu er ódýrari kosturen stofnanavistun. Eftir sem áður, þurfa að vera fyrir hendi stofnanir fyrir þá sem mest eru fatlaðir og erog verður vinnu- og dvalarheimili Sjálfsbjargar ein þessara stofnana. Hvað varðar Sjálfsbjargarfélaga sérstaklega, fara þeir, trúi ég, ekki fram á annað en jafnrétti og þeim sé gert kleift að hasla sér völl í sam- félaginu þar sem þeim vegnar best og þar með sköpuð skilyrði til að lifa eðlilegu lífi. Eitthvað að lokum, Tryggvi? Ja, ekki annað en það, að ég vænti þess að geta orðið Sjálfsbjörg og fötluðum almennt að einhverju liði í baráttu þeirra fyrir mannsæmandi lífi og verða vonandi vitni að jafn stór- stígum framförum í þágu allrafatlaðra á næstu tíu árum og þeim tíu síðustu. Umhugsunarverð og eflaust um- deild svör eru þökkuð og Sjálfsbjörgu árnað heilla með ötulan starfsmann. H.S. Svör við gátum Hinar bráðskemmtilegu gátur frá bls. 9 sem hér koma svör við, orti bóndakona ein norður í Húnaþingi, fágætlega vel og er fengur að fyrir Fréttabréfið að fá svo góða send- ingu. Heilar þakkir þeim sem hlut áttu að því. Karlsmannsnöfnin á bls. 9 1. Torfi, 2. Teitur, 3. Már, 4. Hringur, 5. Eiríkur, 6. Jökull, 7. Grettir, 8. Styr, 9. Haukur, 10. Dagur, 11. Lýður, 12. Grímur, 13. Hjörtur, 14. Hallur, 15. Ófeigur, 16. Ketill, 17. Erlendur, ^18. Brandur, 19. Hrafn, 20. Reynir, 21. Hreinn, 22. Geir, 23. Smiður, 24. Kári, 25. Gils, 26. Stígur, 27. Tyrfingur, 28. Eilífur, 29. Sævar, 30. Steinar, 31. Högni, 32. Vagn, 33. Völundur, 34. Gestur, 35. Skjöldur, 36. Úlfar, 37. Gylfi, 38. Bragi, 39. Rúnar, 40. Bjöm, 41. Garðar, 42. Bogi, 43. Oddur, 44. Fjalar, 45. Heiðar, 46. Karl, 47. Reimar, 48. Friðþjófur. 26

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.