Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.06.1990, Blaðsíða 28

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.06.1990, Blaðsíða 28
Helga Eysteinsdóttir og fleiri: Frá Blindravinafélagi Islands Blindravinafélag íslands varstofn- að 24. janúar 1932. Það var brautryðj- andi að blindravinnu og blindraskóla hér á landi. Þróunin varð svo lík því er gerðist í nágrannalöndum okkar, að fyrst var stofnað Blindravinafélag, Blindrafé- lagið kom svo seinna eða árið 1939. Nafn Þórsteins Bjarnasonar er órjúfanlega tengt starfi Blindravinafé- lags Islands. Þórsteinn lærði körfuiðn sína í Kaupmannahöfn og á námsámm sínum þar kynntist hann blindum pil ti, sem var við nám í körfugerð í blindra- skóla. Eftir að Þórsteinn kom heim fór hann að vinna að iðn sinni og stofnaði körfugerð. Árið 1923 hóf hann að kenna blindum manni körfugerð og fljótlega bættust fleiri í hópinn og lærðu þeir lfka burstagerð. Þórsteinn varð oft að leggja ntikið á sig við brautryðjendastarfið og fór iðulega heim ti 1 fólks til þess að kenna og leið- beina. M.a. hjólaði hann á tímabili tvisvar í viku til Hafnarfjarðar til þess að sinna nemendum sínum. Þegar hér var komið fór Þórsteinn að huga að hvort ekki væri hægt að gera eitthvað meira fyrir blinda og sjónskerta. Árið 1930 fór hann til Noregs, Svíþjóðar og Danmerkur og kynnir sér starfsemi blindrafélaga þar. Blindravinafélag íslands er svo stofnað 1932 eins og áður segir. Sést á þessu að aðdragandi að stofnun fé- lagsins er nokkuð langur. Sigurður Sívertsen var formaður félagsins fyrsta árið en þá tók Þórsteinn við og veitti félaginu forstöðu allt til dánardægurs 1986 eða í 53 ár. Á stofnfundi Blindravinafélags íslands kom fram að blindir á Islandi væru hlutfallslega fleiri en í nokkru öðru landi Evrópu, þannig að þörfin fyrir félagið væri brýn. Markmið félagsins voru annars vegar hjálp til þess að fyrirbyggja blindu og hins vegar hjálp til þeirra er orðnir voru blindir. Til hjálpar blindum yrði að koma á fót skóla fyrir blind börn, starfrækja vinnustofu fyrir blinda menn, kenna þeim handiðn við þeirra hæfi, greiða Þórsteinn Bjarnason. fyrir sölu áframleiðslu þeirra, útvega þeim efni og áhöld til vinnu sinnar og bækur á blindraletri. Einnig að hlúa að gömlu blindu fólki, verðaþví úti umellistyrk, útvarp og viðunandi verustað. Fljótlega eftir stofnun félagsins var komið upp vinnustofu fyrir blint fólk. Blindraiðn, sem enn starfar í Ingólfsstræti 16 er fyrsta vinnustofa, sem stofnsett er hér á landi með tilliti til þess að nýta starfsgetu fatlaðra og gefa þeim kost á öðru en að sitja af- skiptir úti í horni. Vinnustofan var fyrst til húsa í Elliheimilinu Grund, en 1939 eignast félagið húseignina Ingólfsstræti 16. Allt aukarými í húsinu var nýtt sem íbúðarhúsnæði fyrir blint fólk. Af því má ráða að miklu meira þurfti að gera í húsnæðismálum blindra og í sam- starf i við Lionsklúbbinn Njörð og fleiri góða menn var safnað peningum og húseignin Bjarkargata 8 keypt. Þangað flutti svo Blindraskólinn og einnig eitthvað af fólki úr Ingólfsstræti 16. Við það jókst húsrými vinnustofunnar og var það gott vegna þess að talsvert húsnæði þurfti fyrir starfsemina. Starfsmannafjöldi var breytilegur en oft voru þar 10-12 manns starfandi. Á vinnustofunni var dregið í bursta og kústa, ofin handklæði, diskaþurrkur, gólfdreglar og gólfklútar. Blind kona vann m.a. við földun gólfklúta í tugi ára. Það var oft fjörugt á vinnustofunni, sungið, kastað fram stöku og upplestur var á hverjum degi. Einnig voru farnar skemmtiferðir á sumrin í hópferðabíl og var oft glatt á hjalla. Þessum ferðum lauk stundum með því að sótt voru heim þau góðu hjón Sigríður og Eiríkur Bjamason á Hótel Hveragerði. Eiríkur var mikill tónlistarmaður og spilaði á harmo- nikku og var þá oft slegið upp balli. Að Bjarkargötu var líka starfrækt heimavist fy rir nemendur B lindraskól- ans og var sameiginlegt mötuneyti fyrir nemendur og þá íbúa hússins er vildu matast þar en aðrir höfðu sér- eldhús. Nú var svo komið að nokkur vega- lengdvarmilliheimilisogvinnustaðar og var þá keyptur bíll, sem notaður var til að flytja fólkið á milli staða og til ýmissa erinda. Ökumaður var einnig verkstjóri vinnustofunnar. Margir öðlingsmenn voru verkstjórar og stjórnuðu þeir daglegri vinnu og mótuðu starfið. Árið 1957 gefurÞórsteinnBjama- son félaginu körfugerð sína. Vinnustofan Blindraiðn saman- stendur þá af körfugerð, burstagerð og verslun þar sem þessar vörur eru seldar og einnig er þar verslað með nokkuð af skyldum vörum innfluttum. Alls hafa um 70 blindir og sjón- skertir komið við sögu vinnustofunnar. Margir dvöldu þar lengri eða skemmri tíma en snéru svo aftur til starfa í sinni heimabyggð. Forsvarsmenn Blindra- vinafélagsins töldu eðlilegt, að blindir stofnuðu sín eigin fy rirtæki og störfuðu sem víðast í þjóðfélaginu í ýmsum starfsgreinum, enda markmiðið að sem flestir yrðu sjálfbjarga og gætu skapað sér starfsskilyrði á eigin forsendum. Þannig er heyrnarlausum og blind- um manni í Hveragerði veitt aðstoð við burstagerð. Honum er sent efni til þess að vinna úr og burstarnir eru síð- an sóttir til hans til frágangs og sölu. Þó umsvifin hafi minnkað frá fyrri árum njóta blindir og sjónskertir enn góðs af starfsemi Blindraiðnar. Eins og áður er sagt, hafa margir blindir og sjóndaprir notið aðhlynn- 28

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.