Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.06.1990, Blaðsíða 29

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.06.1990, Blaðsíða 29
Sesselja Eysteinsdóttir og Sölvi Sigurðsson á vinnustofu Blindraiðnar. ingar á heimilinu á Bjarkargötu gegn- um árin og enn er þar gamall blindur maður sem hefur fæði og þjónustu á vegum Blindravinafélagsins. Einnig leigir sjónskert stúlka og fjölskylda hennar íbúð hjá félaginu. Blindraskólinnvarstofnaður 1933. Fyrir þann tíma hafði engin kennsla verið fyrir blinda í landinu, þannig að hér var um stórmerkan áfanga að ræða. Kennslugögn voru engin og varð kenn- arinn og fleira gott fólk hjá Blindra- vinafélaginu að útbúa námsefni fyrir nemendurna. Lengi framan af varekki um annað að ræða en að vélrita bæk- urnar á venjulega blindraritvél og árið 1956 var staðan sú að ífórum Blindra- vinafélagsins voru til 90 bindi bóka á blindraletri. Aðstaða til blindrabóka- gerðar stórbatnaði er fjölritari var tekinn í notkun 1956 og félagið fékk svorafmagnsritvél 1970. Varþaðmik- il munur frá því, sem áður var. Fyrsti kennari skólans var Ragn- heiður Kjartansdóttir og var hún kost- uð af félaginu til náms. Ríkið greiddi laun hennar en hún hætti eftir þrjú ár og tók þá félagið við og rak skólann, ýmist eingöngu á eigin vegum eða með styrk frá ríkinu. Næstur var kostaður til náms Einar Halldórsson og starfaði hann við skólann þar til hann lést 1968. Auk skyldunámsgreina við skól- ann var þar handmenntakennsla, vél- ritun, sund-, orgelkennsla og kennsla á fleiri hljóðfæri. Geta má þess, að margt fullorðið blint fólk fékk þama kærkomið tækifæri til mennta. Þórsteinn Bjarnason var stefnumarkandi um Blindraskólann eins og margt annað, sem heyrði til Blindrafélaginu og hann sótti á um að koma skólanum inn í almenna skólakerfið. Afangasigur varð er Blindraskól- inn flutti árið 1971 inn í Laugarnes- skóla. Margrét Sigurðardóttir blindra- kennarikomfránámiíblindrakennslu um svipað leyti og skólinn flutti. Mar- grét lagði mikla áherslu á að koma blindum og sjónskertum bömum inn í almenna bekki með sjáandi börnum. Margrét veitir nú forstöðu deild blindra og sjónskertra við Alftamýrarskóla. Ríkið tekur svo endanlega við Blindra- skólanum árið 1977. Blindravinafélag Islands beitti sér snemma fyrir fræðslu um augnsjúk- dóma og margir útvarpsfyrirlestrar voru haldnir og fræðsluefni dreift eftir föngum. Margar ferðir voru farnar út um land, bæði til fræðslu og skráningar á blindu fólki. Einnig sá félagið um að útvega blindu fólki útvaipstæki sér að kostn- aðarlausu, ef það hafði ekki efni á að eignast þau. Okkur finnst það ef til vill fjar- stæðukennt í dag, að fólk hafi átt í erfiðleikum með að eignast útvarps- tæki en fyrir milligöngu félagsins var sótt um lán á útvarpstækjum og niðurfellingu afnotagjalda til Við- tækjaverslunar ríkisins. V ar þetta mikil hjálp og gleðigjafi fyrir blint fólk, sem átti ekki kost á svo dýmm tækjum. Asamt Viðtækjaversluninni lánaði félagið útvarpstæki. Einnig vora keypt tæki sérstaklega ætluð blindum, svo sem úr, klukkur, stafir og síðar segul- bandstæki og þurfti að sækjaum niður- fellingu aðflutningsgjalda við hverja sendingu. Nú er komið í lög að margt af hjálpargögnum fyrir blinda era án að- flutningsgjalda og er það vel. Starfsemi félagsins hefur á seinni árum beinst æ meira að því að styrkja aldraða bl i nda og sjónskerta. B1 i ndra- vinafélag íslands hefur styrkt nokkur dvalarheimili aldraðra víðs vegar um landið með það í huga að blindir og sjónskertir eigi greiðari aðgang að dvöl þar og fái að dvelja áfram í sinni heimabyggð. A síðasta ári keypti félagið tvö vistrými á HrafnistuDAS íReykjavík sem blindir og sjónskertir hafa forgang að. Fjáröflun Blindravinafélags Is- lands hefur aðallega verið með merkja- sölu einu sinni á ári. Að öðru leyti á það líf sitt og starf að þakka frjálsum framlögumogmargargjafirhafafélag- inu áskotnast sökum vináttu og vel- vildar við Þórstein. Styrktarsjóður félagsins hefur um áraraðir styrkt fólk bæði til lækninga, náms og kynnisferða og enn er þörfin mikil fyrir stuðning í ýmsum málum blindra. Undanfarið hafa verið viðræður milli Blindrafélagsins og Blindravina- félags Islands um samstarf í elli- og hjúkrunarmálefnum og væntum við góðs árangurs af því starfi. Blindravinafélag Islands er aðili að Öryrkjabadalagi íslands og teljum við það bandalag mikinn stuðning fyrir öll öryrkjafélög landsins. Ritstjóri þakkar því góða fólki sem tók saman þennan mikla og dýrmæta fróðleik um Blindravinafélag Islands, alveg sér í lagi Helgu Eysteinsdóttur, sem hafði veg og vanda af þessari þörfu samantekt um fórnfúst starf og frumherjann Þórstein Bjarnason. FRÉTTABRÉF ÖRYRKJABANDALAGSINS 29

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.