Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.06.1990, Blaðsíða 31

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.06.1990, Blaðsíða 31
texta er rennt í gegnum vélina er að athuga hvort einhver orðanna sé að finna í orðasafni notandans. í þetta orðasafn getur notandi tækisins skráð framburð þeirra orða sem ekki eru borin fram í samræmi við stafsetningu (t.d. erlend orð og sum mannanöfn) og þá ber vélin þau frarn eins og not- andinn segir til um. Þessu næst fer textinn í gegnum talnareglur. Þessar reglur sjá um að tölur sem skráðar eru með tölustöfum séu rétt bomar fram og einnig að grein- armerki séu lesin upp sé þess óskað. í orðasafnið eru skráð þau orð sem af einhverjum ástæðum heyra til undantekninga frá framburðarreglum vélarinnar. Hér er t.d. sérstaklega mikið af smáorðum sem eru áherslu- laus í venjulegum setningum og þarna er vélinni sagt að leggja ekki áherslu á þau. Þessi smáorð (að, og, í, á, svo o.s.frv.) eru þau orð sem koma hvað tíðast fyrir í rituðu og töluðu máli. Einnig er hér um að ræða venjuleg orð, bæði nafnorð og sagnorð, sem ekki eru borin fram samkvæmt staf- setningu, t.d. no. eldhús og so. mega. Reglur um viðskeyti og endingar sjá um að fækka þeim orðmyndum semþurfaaðveraíorðasafninu. Komi t.d. orðið eldhúsinu fyrir í texta þarf einungis að geyma orðmyndina eld- hús- í orðasafninu þar sem hægt er að leiða þá fyrri út með þessum reglum. Þau orð sem ekki finnast í sérstök- um orðasöfnum kerfisins eða eru tölustafir eða greinarmerki eru send í gegnum reglusafn sem brey tir stafsetn- ingu í grófa hljóðritun. Þessar reglur sjá í raun um að hljóðrita u.þ.b. helm- ing textans sem fer í gegnum vélina. Setningafræðilegu reglurnar eiga að sjá um þá setningafræðilegu grein- ingu sem skiptir máli fyrir framburð. Að vísu er vélræn setningagreining nokkuð flókin og því hefur ekki enn verið ráðist í að taka hana með inn í kerfið en atriði eins og það hvar málsgrein lýkur (með punkti!) hafa áhrif á hljómfallið. I fyrstu atrennu má láta einfalda hluti af því tagi duga en síðan bæta við frekari setninga- greiningu ef það þykir svara kostnaði. Hljóðfræðilegu reglurnar segja til um það hvernig vélin á að “bera fram” þann hljóðritaða texta sem hún hefur útbúið. Hægter að stjórna allmörgum hljóðeðlisfræðilegum þáttum í framburði vélarinnar. Þar má nefna að hægt er að velja um nokkrar tegundir hljóðgjafa, hægt að stjórna formendum, en þeir þurfa að vera til staðar fyrir öll hljóð; brúun (inter- polation) er hægt að stjóma, svo og grunntíðni, lengd og fleira mætti nefna. Notkunarmöguleikar talvélarinn- ar: Hjálpartæki fyrir blinda. Blindir geta notað tækið til þess að lesa upp fyrir sig og þurfa þeir þá ekki að reiða sig á að efnið sem þeir vilja nálgast sé tiltækt á blindraletri. Það eina sem hinn blindi þarf eru tölvu- tækar textaskrár sem er rennt í gegnum vélina. Þar sem allar bækur nú til dags eru settar á tölvum geta blindrabókasöfn nú komið sér upp safni af lesefni á tölvutæku formi. Þá getur hinn blindi einfaldlega fengið lánaðan diskling frá safninu og Iátið taltölvuna lesa hann þegar heim er komið. Einnig er hugsanlegt að nota skanna til þess að láta tölvuna lesa venjulegar bækur. Ennfremur er sá möguleiki fyrir hendi að blindir geti lesið dagblöðin um leið og þau koma út þar sem þau eru öll unnin á tölvum nú til dags. Það væri hægur leikur að taka saman helstu fréttir og greinar dagsins og gera úr þeim sérstaka skrá sem væri svo hægt að senda út í FM útsendingu til notenda talvéla, og hefðu þeir þá þar til gerðan móttökubúnað til þess að taka á móti útsendingunni. Það má líka hugsa sér að talvélin geti hjálpað blindum á annan hátt. Þegar blindir slá texta inn á tölvu þurfa þeir að prenta textann út á blindraletri eftir á til þess að fara yfir hann. Með tilkomu talvélarinnar opn- ast þeim hins vegar sú leið að hlusta á textann um leið og hann er sleginn inn, bæði einstök orð svo og greinar- merki, bil o.fl. Þannig myndu þeir heyra ef þeir gerðu mistök í innslætti. I Svíþjóð hefur talvélin komið að gagni fyrir þá sem eiga af einhverjum ástæðum erfitt með tal. í því tilfelli er talvélin tengd við BLISS táknkerfi. Þannig getur þetta fólk notað BLISS kerfið til þess að mynda setningar sem talvélin sér svo um að bera fram á rétt- an hátt. Talvélar til kennslu og æfinga. Fyrst má hér nefna að tilraunir benda til þess að talvélar örvi þroska þeirra sem erfitt eiga um mál vegna þess að þær auka tjáskipti þeirra við umhverfi sitt. Þess vegna þykirmikil- vægt að slíku fólki sé gefinn kostur á að nota talvélar strax frá upphafi skólagöngu sinnar; þannig nái það fyrr að tileinka sér t.d. stafsetningu, setningagerð og fleira það sem venju- legir nemendur eiga að tileinka sér. Ekki þarf notkun talvéla að vera bundin við fatlaða. Reynt hefur verið að nota taltölvur til þess að æfa börn í lestri sem eiga við torlæsi (eða dyslexíu) að stríða. Torlæsi er í raun oft vítahringur, þar sem barninu þykir óþægilegt að láta vini og vandamenn hjálpa sér, en samt er nær ómögulegt fyrir það að æfa lestur hjálparlaust. Hins vegar hafa verið þróuð taltölvu- kerfi sem gera slíkum börnum kleift að æfa sig án utanaðkomandi hjálpar og þannig geta þau aukið lestrargetu sína. Það er einnig vel þekkt fyrirbæri að talað mál er oft á tíðum hagstæðari miðill fyrir nemendur heldur en ritað mál. Þannig má ímynda sér að þáttur taltölvunnar í forritum ætluðum til kennslu (og reyndar öllum forritum yfirleitt) komi til með að aukast og að FRÉTTABRÉF ÖRYRKJABANDALAGSINS 31

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.