Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.06.1990, Blaðsíða 32

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.06.1990, Blaðsíða 32
í framtíðinni verði lögð aukin áhersla á talþátt tölvunnar. í viðskiptum og þjónustu. í fyrsta lagi má hér nefna samskipti við gagnabanka. Núopnastsámögu- leiki að menn geti fengið upplýsingar úr gagnabanka í gegnum síma. Sá böggull fylgir þó skammrifi að þótt tölvan geti talað þá getur hún ekki hlustað. Þess vegna verður að hafa lyklaborð til þess að slá inn upplýs- ingar um það sem maður óskar eftir. Því má segja að þar til aðferðir til þess að láta tölvur greina og skilj a tal batna, verði ekki um það að ræða að fólk geti hringt í gagnabanka og fengið upp- lýsingar án þess að mannshöndin komi þar nærri. Það hefur færst mjög í vöxt að komið sé á fót upplýsingaþjónustu í gegnum síma. Þannig geta menn hringt í eitthvert ákveðið símanúmer og fengið upplýsingar af ýmsu tagi, allt frá veðurfréttum til bíóauglýsinga. Þar sem slíkar upplýsingar vilja oft brey tast mjög ört en eru samt ávallt til, skráðar á tölvutæku formi, væri ódýrt og þægilegt að geta látið taltölvu um að lesa þessar upplýsingar upp jafn- óðum og þær berast. Að síðustu má nefna að prófarka- lesarar geta notað taltölvur til þess að lesa yfir prófarkir. Það vill nefnilega oft vera svo að villur sem ekki er svo auðvelt að koma auga á, koma fram á mun greinilegri hátt í talvélinni. Að lokum. Talvélin hefur verið kynnt á fund- um með talmeinafræðingum, meðlim- um Blindrafélagsins og við mörg önnur tækifæri og hefur henni verið vel tekið. Þar sem svo lítið málsam- félag hefur aldrei áður ráðist í að þróa slíkt tæki er hér um nokkuð stórhuga tilraun að ræða. Reyndar má segja að þetta verkefni sé nokkur prófsteinn á það hvort lítil málsamfélög eins og ísland geti dansað í takt við tæknina; takist ætlunarverkið sýnir það að þegnar í litlum málsamfélögum mega vænta hjálpar af framförum í tækni og vísindum. Um höfundinn: Pétur Helgason, sem er svo vinsam- legur að senda okkur þessa grein til birtingar, starfar hjá Málvísindastofn- un Háskóla íslands og er málfræðingur að mennt. Honum er færðar hlýjar þakkir fyrir góða og glögga grein. Eigi skal bugast þó blási í mót Það er sannarlega við hæfi hér í Fréttabréfi Öryrkjabandalagsins að fara öðru hverju á vettvang til þeirra sem við örorku búa, sem etja kappi við erfiða fötlun og hafa engu að síður sigur. í heimsóknum mínum á fimmtu hæðina í Hátúni 12 — Sjálfsbjargar- húsinu til minna gömlu, góðu sveit- unga, fór ekki hjá því að ég hefði nokkurkynni af þeim sem þarbjuggu. Einn þeirra er athygli vakti fyrir viðmót hlýtt og hressileg andsvör var Ingi H. Jónsson, sem bundinn var og er við hjólastól, en hafði óbilandi vilja og einlæga bjartsýni að farsælum förunautum. Það varð fullljóst við frekari kynni að hann ætlaði sér ekki hlutskipti hins iðjulausa í lífinu, hann ætlaði ekki að láta bugast, heldurberjast. Og baráttan bar árangur ásamt vondjörfum vilja hans til að verða liðtækur til verka á ný—nýrra verka og nú í dag þekkj um við hann, svo fjölda mörg, sem þann Inga, sem ansar okkur á Ferðaþjónustu fatlaðra með notalegri rödd og greiðir för manna í gegnum tölvuna sína. í annasömu erilsstarfi er hann ævinlega hinn ljúfi og glaði viðmæl- andi, sem allra vanda vill leysa. Ég lagði nokkrar spumingar fyrir hann og hann svaraði þeim góðfúslega eins og hans var von og vísa. En gefum nú hinum glaðlynda bjartsýnismanni orðið — svar við fyrstu spurningu minni sem er: Hvaðan ertu af landinu? Hvað um æsku og uppvöxt? Ég er Dalamaður. Fæddur á Gilla- stöðum í Laxárdal og þar ólst ég upp. Faðir minn Jón Skúlason var Dala- maður, en móðir mín Jóhanna Krist- vinsdóttir er Húnvetningur. Ég er næstelzturfimm systkinaog áttifrjálsa og góða æsku við leik og störf. Eftir því sem árin liðu tók ég að sjálfsögðu Ingi H. Jónsson. meiri þátt í hinum algengu sveitastörf- um, sem féllu mér hið bezta í geð, þó hugur stefndi til frekara náms einnig. Hvað kom svo fyrir? Nú varð það svo, að ég tók við búi föður míns, þegar hann lézt 1966 og var því bóndi er ég varð fyrir því slysi, er olli fötlun minni. Ég hafði mjög mikla ánægju af hrossum og naut þess að temja þau. En hrossið sem ég var að temja hinn örlagaríka dag var hrekkjótt í meira lagi og það hafði betur í þessari viðureign með þeim afleiðingum að ég stóð ekki upp aftur, lamaðist og sit nú í hjólastól. Þetta gerðist í ágúst 1977. Hvað svo? Hvernig brástu við? Nú leið mín lá strax á Borgarspítal- ann. Ég gerði mér þá strax grein fyrir því sem gerzt hafði, en ég man að ég sló þessu upp í hálfgert kæruleysi. Ég leit einfaldlega á þetta sem tímabundið ástand. En það kom hins vegar í ljós, þegar ég kom á sjúkrahúsið að ég hafði skaddast á sjötta og sjöunda hálslið. Ég slasaðist einnig á öxl og varð fyrir innvortis meiðslum, þannig að ég þurfti einnig að gangast undir Stutt viðtal við Inga H. Jónsson 32

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.