Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.06.1990, Blaðsíða 33

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.06.1990, Blaðsíða 33
skurðaðgerð. Eftir þriggja og hálfs mánaðar dvöl á Borgarspítalanum fór ég á Grensás- deildina í endurhæfingu og þá tók við þrotlaus vinna við þjálfun og að læra að nýta sér þá fáu vöðva, sem maður átti eftir. I raun réttri þurfti ég að læra allt upp á nýtt nema að hugsa og tala, því ég var svo heppinn að halda höfð- inu óskertu. En þjálfunin öll tók sann- arlega á taugamar og reyndi á allan minn viljastyrk og vel það. Ég var á Grensásdeildinni í rúm tvö ár og var þá talinn fær um að leggja út á lífs- brautina á ný. Og þá lá leiðin í Hátún 12, þann ágæta stað? Já, ég fékk inni í Sjálfsbjargarhús- inu að Hátúni 12, 1980 og dvaldi þar í rúm átta ár. Þaðan er margs góðs að minnast. Ég tel svona stofnun eins og Sjálfsbjargarhúsið vera góðan og æski- legan stökkpall í því millibilsástandi, sem maður er í, fyrstu árin eftir svona áfall, sem enginn veit hversu mikið er, nema sá sem reynt hefur. Eftir að ég slasaðist leiddi ég hugann oftlega að því, hvað það væri bagalegt og í raun óviðunandi að hafa enga varanlega menntun. A gagn- fræðaskólaárum mínum ætlaði ég að fara í Kennaraskólann, en veturinn sem ég var í landsprófsdeild fékk ég mikið höfuðhögg og neyddist til þess þá að leggja allt frekara nám á hilluna. En svo gerðist það. Svo opnuðust möguleikar, þegar velunnarar fatlaðs fólks kornu á laggirnar Skóla fatlaðra sem var undanfari Starfsþjálfunar fatl - aðra. Ég dreif mig í þann skóla og lauk þar námi árið 1984 og fékk þar dágóða undirstöðu fyrir framtíðina — fyrir ókomna tíð. En hversu nýttist þér svo námið? Um sumarið 1984 varég svo hepp- inn að fá starf við Ferðaþjónustu fatl- aðra við að taka á móti ferðapöntunum í síma og færa inn á tölvu. Þetta er sem sagt um margt kjörið starf fyrir mig. Starfið hafði og hefur mikla þýðingu fyrir mig, því það er ómetanlegt að komast út í atvinnulífið á ný og geta nýtt sér það starfsþrek og þá kunnáttu sem maður hefur. Það er líka þakklátt starf og gefandi að geta lagt sitt lóð á þá vogarskál að greiða svo fyrir ferðum fólks, svo mikil nauðsyn sem þar er fyrir hendi. Hér er Ingi í fínum félagsskap. En hvað um aðstæður allar í dag að öðru leyti? Nú ég bý á jarðhæð í blokkaríbúð í Breiðholti. Ég þarf á þó nokkuð mikilli aðstoð að halda dagsdaglega og m.a. unt helgar, því ég er víst jafn- fatlaður þá og aðra daga vikunnar. I þessu sambandi er rétt að víkja lítillega að húsnæðisvanda fatlaðra. Þeir sem ekkert eiga eru vissulega í alltof miklum vanda með öflun eigin húsnæðis. Sá þröskuldur getur gert þeim ómögulegt að fara út í lífið — út af stofnun. Að þessu þyrfti enn betur að huga, þó margt sé vissulega gert af góðum hlutum, bæði hjá Öryrkja- bandalaginu og öðrum. En einu verð ég að koma hér að, sem er hollt til athugunar, þeim sem vinna að málefnum fatlaðra og kemur inn á kostnað samfélagsins einnig. Þegar ég bjó í Hátúni 12 hafði ég laun mín hjá Ferðaþjónustu fatlaðra óskert og ríkið borgaði fyrir dvöl mína í húsinu (húsnæði, fæði og ýmsa þjónustu)um 170þús.kr. ámánuðiþá og sú upphæð hefur bærilega verð- bólgnað síðan. Nú er það þannig að heimilishjálp- in greiðir þeirri manneskju sem hjálpar mér, en síðan verð ég að borga 50% af þeim launum til baka til Reykjavíkur- borgar og er það ansi stór biti að kyngja, miðað við þá tekjumöguleika sem ég hef. Sem sagt 22 þús. á mánuði af mínu lágu launum hjá Ferðaþjón- ustu fatlaðra fara rakleitt til Reykja- víkurborgar fyrir þá heimilisaðstoð sem ég hefi. Ég hlýt að vekja athygli á því að kerfið gerir fötluðu fólki alltof erfitt að bjarga sér utan stofnana, þessara dýru og kostnaðarsömu stofnana fyrir samfélagið. Það væri mjög brýnt að sníða verstu agnúana af, bæta úr þess- um þjóðfélagsgalla, því það rná segja að þetta sé manni fjárhagslega ofviða og ekki hvetjandi fyrir fólk að bjarga sér sjálft. Þessi tvö dæmi innan og utan stofnunar þarf að bera blákalt saman og þá trúi ég ekki öðru, en það verði samfélagslegt kappsmál að sem flest- um sé tryggð lífsafkoma og aðstoð utan stofnunar m.a. af því hversu dýr stofnanavistin er samfélaginu og á flestan hátt miklu síðri lausn fyrir hinn fatlaða. Viltu svo segja nokkuð í Iokin? Einhver góð ráð að gefa t.d.? Bezta ráð, sem ég get gefið fötl uðu fólki, sem svipað er ástatt hjá og mér, er að sökkva sér ekki niður í sjálfsvorkunn, heldur reyna að spila eins vel úr þeim spilum, sem maður á eftir á hendinni og kostur er. Bjartsýnin og lífsviljinn leiða mann langt fram á veg. Ég þakka Inga fyrir skýr svör og góð og hvatningu um leið í lokin. Hann er einn þeirra, sem við mættum gjarnan taka til fyrirmyndar á margan veg. Þar er ekki bugast þó blási í mót. H.S. FRÉTTABRÉF ÖRYRKJABANDALAGSINS 33

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.