Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.12.1990, Blaðsíða 2

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.12.1990, Blaðsíða 2
ÖRYRKJABANDALAGS ÍSLANDS 4. TÖLUBLAÐ 3. ÁRGANGUR 1990 Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Helgi Seljan Setning, útlit og umbrot: Guðmundur Einarsson Prentun: Prentsmiðjan Gutenberg h.f. Ljósmynd á forsíðu: Gísli Ragnar Gíslason FRÁ RITSTJÓRA Fréttabréf Öryrkjabandalags Islands kemur nú út í tólfta sinn og þó margt megi eflaust misj afnt um það segja, þá mun hitt sanni nær að allmiklu líkara er það orðið tímariti en fréttabréfi. Það hefur ævinlega verið reynt að hafa efnisval hæfilega blandað, svo allir geti fundið eitthvað við sitt hæfi, svo sem unnt er. Þetta tölublað er með þeim sérstaka blæ, sem eðlilegur hlýtur að teljast eftir góðan aðalfund og velheppnaða og fjölmenna ráðstefnu, þar sem gnótt góðs efnis kom fram. Ritstjóra þykir rétt og skylt að gefa félögum mynd af því sem þarna fór fram, þó erindi um sama viðfangsefni og skýrslugerð um starfsemina séu máske ekki skemmtilegasta lesning, sem maður fær. En hún er jafngóð og gagnleg fyrir því. Ritstjóri vill þá benda á það að oft er spurt tíðinda af vettvangi Öryrkjabandalags Islands og mættu menn gjarnan minnast þess nú. Engu að síður ber þetta tölublað einnig merki þess, að hátíð allra hátíða fer í hönd og ekki er gamanmálum með öllu gefið frí. En hins vegar er ótrúlegt, hversu erfitt er að afla efnis, sem kæmi sem víðast af vettvangi hins daglegalífs, sem ætti í raun uppsprettu annars staðaren íkolli aumingjaritstjórans. Áenginn virkilega erindi við okkur í þessu tæknivædda tímaleysi nemaþá símleiðis! Hefur enginn þörf fyrir að finna að, benda á brautir, leggja til lausnir, eða bara að vera með einhver skemmtilegheit? Nýtt ár færir vonandi nýja vakning til fólks, en hvað sem því líður þá er þörf þess að gera Fréttabréfið að lifandi vettvangi baráttunnar hafin yfir allan efa. Með þeim orðum endar ritstjóri raus sitt, en biður öllum lesendum blessunar ábjartri hátíð ljóss og líknar, árnar þeim allra heilla á árinu sem heilsar brátt og færir öllum velunnurum og öðrum lesendum þakkir fyrir allt gott á genginni tíð. H.S. EFNISYFIRLIT Atvinnumálaráðstefnan................3 Tvö þingmál..........................4 Skýrsla Hússjóðs.....................5 Aðalfundur Ö.B.Í.....................6 Matur er mannsins megin..............9 Lungnavemd er umhverfismál..........10 Að hleypa heimdraganum..............12 Mitt faðirvor.......................13 Bréfaskólinn 50 ára.................14 Jólasaga............................15 Starfsþjálfun fatlaðra..............16 Ævintýri............................17 Það er aldrei of seint..............18 Hornsteinn lagður...................19 Frá atvinnumálaráðstefnu............20 Vemdaðir vinnustaðir................22 Viðhorf mitt til vinnunnar...........23 Fræðslurit MS........................23 Framtíð verndaðra vinnustaða.........24 Ljóð.................................26 Hlerað í hornum................26 og 31 Af stjómarvettvangi..................27 Atvinnumál fatlaðra á Austurlandi....28 Frá sjónarhóli stjórnenda............30 Vinnustofur Ö.B.Í....................32 Ofurlítið jólaspjall.................33 Umbrotsljóð..........................35 Jólasveinninn var ekki til...........36 Punktar..............................37 í brennidepli........................38 Af vettvangi gigtsjúkra..............40 2

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.