Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.12.1990, Blaðsíða 3

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.12.1990, Blaðsíða 3
Arinbjörn Kolbeinsson læknir, fyrrv. form. O.B.I.: ATVINNUMÁLARÁÐSTEFNAN „Esat maðr alls vesæll þótt sé illa heill“ Þann 13. okt. sl. efndi Öryrkja- bandalag íslands til ráðstefnu um atvinnumál fatlaðra. Eins og tíðk- ast hefur allt frá árinu 1983, var ráð- stefnan haldin í framhaldi af aðalfundi Öryrkjabandalagsins, sem fór fram daginn áður. Formaður Öryrkjabandalagsins, Arnþór Helgason, setti ráðstefnuna og flutti við það tækifæri magnþrungið og hvetjandi ávarp til ráðstefnugesta, sem fjölmennt höfðu og nær fyllt stærsta fundarsal gömlu rúgbrauðs- gerðarinnar. Nokkrir þátttakendur höfðu komið til þess að flytja fróðleg erindi og skýrslur, aðrir til þess að ræða málin, en flestir í þeim tilgangi að hlusta og fræðast. Öll erindin voru vönduð að efnisvali, byggingu og framsetningu, en eins og vera ber voru sum betri en önnur og nokkur þeirra best. Þarna var fyrst og fremst fjallað um vinnuna, eitt veigamesta hags- munamál allra manna. Vinnan ereinn snarasti þáttur í lífi hvers manns, hvort sem viðkomandi er fatlaður eður ei. Okkur hættir til að ýkja muninn á fötluðuogófötluðu fólki.Sumir ræðumenn vönduðu sig fullmikið þeg- ar þeir töluðu um heilbrigða annars vegar og hins vegar fatlaða. Enginn er alfullkominn. Ef grannt er skoðað erum við sennilega öll fötluð með ein- hverjum hætti. Enginn er hæfur til að vinna hvaða verk sem vera skal. Valkostir á vinnumarkaðnum, sem henta fötluðum, eru vissulega miklu færri en þeir, sem ófatlaðir geta annast. Eins og ræðumenn réttilega bentu á, þá er hægt að minnka þennan aðstöðu- mun á margan hátt með þjálfun, menntun, endurhæfingu og læknis- aðgerðum. Einnig með því að auka fjölbreytni í störfum og tryggja aðgang og aðstöðu fatlaðra á hverjum vinnustað. Allt iðnaðarhúsnæði ætti að vera greitt aðgöngu fyrir fatlaða, þannig væri alls staðar reiknað með fötluðu fólki til starfa. Öll þessi atriði og mörg fleiri voru rædd á ráðstefn- unni. Þar var skýrt frá yfirgripsmikilli rannsókn ákjörum og högumfatlaðra, sem unnin hafði verið að tilhlutan félagsmálaráðuneytisins. Á ráðstefn- unni kom fram hugmynd um alhliða fræðslu- og ráðgjafarstöð fyrir fatlaða varðandi upplýsingar um atvinnuval- kosti, menntun, þjálfun, endurhæf- ingu, tryggingar og löggjöf um málefni fatlaðra. Þetta gæti orðið samstarfs- verkefni Öryrkjabandalagsins og Tryggingastofnunar rfkisins. Arinbjörn Kolbeinsson Tveir fulltrúar vinnumarkaðarins skýrðu frá góðri reynslu af störfum fatlaðra í þeim fyrirtækjum, sem þeir hafa veitt forstöðu. Greinargerðir um atvinnuaðstöðu fatlaðra voru fluttar af fulltrúa landsbyggðar. Þar kom fram að atvinnuástand fatlaðra er mis- munandi eftir landshlutum og skiptar skoðanir eru um leiðir til úrlausnar. Sumir töldu jafnvel verndaða vinnustaði og dagvistarheimili miður heppilegar stofnanir, en aðrir voru á öndverðum meiði og vildu ekkert missa af núverandi vinnustöðum og stofnunum en lögðu áherslu á að auka fjölbreytni í valkostum við hæfi fatlaðra. Slíkt væri í takt við tímann með stöðugt vaxandi tæknivæðingu atvinnugreina. Skýrt kom fram, að miklar endurbætur hafa orðið á kjörum fatlaðra síðan svæðisstjómir tóku til starfa á fyrrihluta þessa áratugar. í lokin lýstu sumir ánægju sinni með ráðstefnuna, aðrir töldu hana of reykvíska og vandamálum lands- byggðarinnar lítill gaumur gefinn og nýjar hugmyndir um framtíðarþróun hefðu verið af skornum skammti. Báðir aðilar hafa sjálfsagt haft nokkuð til síns máls. En ekki var hægt að ætlast til þess að á eins dags ráðstefnu kæmu fram hugmyndir eða tillögur um lausn á atvinnuvanda fatlaðra. Ráðstefnan fól í sér fræðslu um nrarga þætti atvinnumála fatlaðra ásamt jákvæðri hvatningu um frekari skoðanaskipti, sem leitt gæti til ábendinga um nýjar leiðir til úrlausna á vissum þáttum, sem snerta atvinnu- vanda fatlaðra. Þegar litið er á ráðstefnuna í heild var hún fræðandi og hvetjandi, með fjörugum umræðum og síðast en ekki síst hinunr sérlega jákvæðu viðhorfum fulltrúa vinnu- markaðarins varðandi atvinnuvalkosti fatlaðra á almennunr vinnustöðum. Þátttaka fatlaðra í alnrennunr störfunr hefur sjálfsagt verið talin vandamál allt frá örófi alda. Um þetta vitnar höfundur Hávamála með því að setja fram í fáum erindunr viturlegar ábendingar um það lrversu mikils virði störf fatlaðra geta verið ef rétt er á haldið. Um þetta segir svo í Hávamálum: Esat maðr alls vesæll þótt sé illa heill. Sunrr es af sonum sæll sumr af frændum sumr af fé æmu sumr af verkum vel. Haltr ríðr hrossi hjörð rekr handarvani daufr vegr svo dugir blindr es betri en brenndr sé nýtur manngi nás. Þannig orti hinn ofursnjalli höf- undur Hávamála fyrir um ellefu- hundruð árum. Höfundur hefur séð að samtíðin vanmat getu og þjóðfélags- FRÉTTABRÉF ÖRYRKJABANDALAGSINS 3

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.