Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.12.1990, Page 4

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.12.1990, Page 4
gildi fatlaðra, en slíkar skoðanir hafa ekki eyðst með öllu í aldanna rás. Líkamlega fatlaður maður þróar oft betur andlega hæfni og kemst þar á hærra stig en þeir sem taldir eru ófatlaðir. Slíkt mun einnig hafa átt sér stað fyrir ellefu hundruð árum. Þess vegna trúi ég þeirri snjöllu tilgátu, sem sett hefur verið fram, að sjálfur höfundur Hávamála hafi verið fatlaður. Ef Hávamál hefðu ekki verið ort væri skarð fyrir skildi í forn- bókmenntum okkar. Ofanskráðar hugleiðingar leiða til þeirrarniðurstöðu að verðugt verkefni fyrir Öryrkjabandalag Islands og aðildarfélög þess, sé að efna til árlegrar ráðstefnu um hin ýmsu svið, sem tengjast atvinnumálum fatlaðra. Tækniþróun framtíðarinnar mun skapa marga nýja og nothæfa valkosti. Sem dæmi um slík ráðstefnuverkefni má nefna forvarnir gegn fötlun, sem vissulega er unnið að, en auka má á mörgum sviðum, einstaklingum og þjóðfélagi til heilla. Sem dæmi má nefna: erfðafræði og líftækni, lækningaaðgerðir og slysavarnir, einkum umferðaslysavarnir. Einnig mun skorta fræðslu um tæki og tæknibúnað, sem ætlaður er fötluðum. Umferðarslys eru alltof tíð hér á landi, einkum á börnum og ungu fólki. Umferðarlysavamir eru sennilega brýnustu árangursríkustu forvamir gegn fötlun, en hér á landi skortir mjög skilning stjórnvalda á þessu sviði. í allri umræðu urn ofannefnda málaflokka er nauðsynlegt að hafa nána samvinnu við sérfróða menn, opinbera aðila, svæðisstjórnir, fatlaða sjálfa og fleiri aðila, eins og gert var á ráðstefnunni þann 13. okt. 1990. Það var tímamótaráðstefna, sem sýndi að við eigum að halda áfram að ræða málin af einurð í sátt og samlyndi. Arinbjörn Kolbeinsson. TVÖ ÞINGMÁL Á Alþingi hafa á hausti þessu komið fram tvö þingmál sem snerta málefni fatlaðra og ber að getaþeirra hér. Annað er þingsályktunartillaga um verndaða vinnustaði og fram- leiðsluvörur þeirra, hitt þingmálið varðar greiðsludag á almannatrygg- ingabótum. Fyrsti flutningsmaður þings- ályktunartillögunnar er Skúli Alexanderson, en aðrir flutn- ingsmenn eru: Margrét Frímanns- dóttir, Stefán Guðmundsson, Kar- vel Pálmason, Kristín Einarsdóttir, Salóme Þorkelsdóttir og Hulda Jensdóttir. Tillagan er svohljóðandi: Alþingi ályktar að skora á ríkisstjórnina að hún beiti sér fyrir sérstöku átaki til vandaðrar kynningar á vörum frá vernduðum vinnustöðum. Sömuleiðis að ríkisstjórnin sjái fyrir því að ríkisstofnanir og opinber fyrirtæki beini innkaupum sínum í sem ríkustum mæli að hinum fjölbreyttu vörum sem þessir vinnustaðir framleiða og hafa á boðstólum. Þannig verði rekstrargrundvöllur verndaðra vinnustaða best styrktur, atvinna fatlaðra betur tryggð og beinna styrkveitinga ríkisvaldsinr ekki þörf í eins ríkum mæli. Með tillögunni fylgir greinar- gerð með beinum tilvitnunum í skýrslu félagsmálaráðuneytisins um atvinnumál fatlaðra á vernduðum vinnustöðum og almennum vinnumarkaði. Tillagan er þörf brýning til opinberra aðila um að láta sig þessi mál meira varða og virkilega styðja þessa ágætu starfsemi sem allra bezt. Skúla og félögum er þökkuð góð liðsemd. Flutningsmaður frumvarpsins er Margrét Frímannsdóttir. Frumvarpið er um breytingu á ákvæðum laga um almanna- tryggingar og hljóðar svo: l.gr. 1. málsl. 1. mgr. 57. gr. laganna hljóði svo: Bætur skal greiða mán- aðarlega, að jafnaði 1. hvers mánaðar. 2. gr. Lög þessi öðlist gildi 1. janúar 1991. Frumvarp þetta er svo sem menn sjá ljóslega flutt til að leiðrétta ákaflega alvarlegt misræmi varðandi greiðslur ríkisins til launþega sinna, en velflestir fá þeir greidd laun sín fyrirfram 1. hvers mánaðar á meðan tryggingaþegar fá sín laun greidd 10. hvers mánaðar. Vonandi fæst þessi réttarbót, sem rekið hefur verið á eftir hér á bæ, sem allra fyrst, því hinir níu dýrudagaröryrkjanna, semgetiðer um í greinargerð frumvarpsins eru svo sannarlega dýrir. Að sama skapi yrðu þeir dýrmætir. ef þeir ynnust. H.S. 4

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.