Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.12.1990, Blaðsíða 5

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.12.1990, Blaðsíða 5
Skýrsla Hússjóðs Öryrkj abandalagsins 1990 • • / Flutt af Tómasi Helgasyni formanni Hússjóðs á aðalfundi O.B.I. Skömmu eftir að núverandi stjórn Hússjóðs tók við, lést aðalhvata- maður að stofnun hans og formaður í nærfellt aldarfjórðung, Oddur Ólafsson, fyrrum yfirlæknir að Reykjalundi og síðar alþingismaður. Fyrir elju hans og bjartsýni hefur Hússjóður orðið að því stórfyrirtæki sem hann er í dag. Sumir núverandi stjómarmanna sjóðsins og starfsmenn hans hafa verið svo lánsamir að njóta uppeldis og leiðsagnar Odds, þannig að vonir standa til að stjórn sjóðsins fylgi áfram þeirri stefnu sem hann markaði. Meðlimir Öryrkjabandalags íslands og þjóðin öll stendur í mikilli þakkarskuld við þennan látna forystumann. Tilgangur Hússjóðs er að eiga og reka íbúðarhúsnæði fyrir öryrkja. I samræmi við þetta hefur sjóðurinn reynt að eignast íbúðir sem hæfa öryrkjum. Hann á nú 379 íbúðir víðs vegar á landinu, þar af300 í Reykjavík. Fyrir tilkomu lottós hafði sjóðurinn eignast 285 íbúðir en 36 þeirra eru leigðar ríkisspítölunum fyrir öldrunardeild. Nú eru íbúðir í eigu Hússjóðs í öllum kjördæmum utan Vestur- lands. Síðan lottóið kom til hafa verið keyptar 94 eignir. Af þeim eru 5 einbýlishús sem hafa verið keypt og leigð svæðisstjómum undir sambýli. Það sem af er þessu ári hafa verið keyptar 20 eignir og unnið er að undirbúningi á frekari kaupum. 11 eru í Reykjavík og 9 utan Reykjavíkur. Enn er meirhluti íbúða Hússjóðs í Hátúni 10 og er mikil ásókn í þær íbúðir. Nú um langt árabil hafa verið keyptar einstaka íbúðir á víð og dreif um landið í samræmi við ríkjandi stefnu að öryrkjar búi við svipaðar aðstæður og almennt gerist. Jafnframt þessu hefur orðið æ almennara að öryrkjar búi með fjölskyldum sínum Tómas Helgason. og séu ekki á stofnunum. Þetta skapar nýjar þarfir sem Hússjóður þarf að reyna að mæta. Mest af íbúðum sjóðsins nú eru einstaklingsíbúðir eða litlar hjóna- fbúðir. Nú er hins vegar aukin þörf fyrir stærri íbúðir fyrir fjölskyldur þar sem einhver fjölskyldumeðlimur er fatlaður en aðrir ófatlaðir. Slíkar fjölskylduaðstæður kalla oft á aðstoð og fyrirgreiðslu að því er varðar húsnæði. Til þess að mæta þörfum að nokkru er nú í undirbúningi hús- bygging við Sléttuveg þar sem Reykjavíkurborg hefur úthlutað Hússjóði mjög góðri lóð. Þarerætlunin að hafa íbúðir af mismunandi stærðum til þess að mæta nýjum þörfum þar sem saman geti búið fatlaðir og ófatlaðir. Auk þess er ætlunin að hafa þama sérstakar gestaíbúðir sem MS- félaginu verða leigðar en það ætlar að koma upp dagvist og endurhæfingar- aðstöðu í tengslum við þessa byggingu. Húsin í Hátúni eru nú orðin það gömul að verulegt viðhald hefur verið nauðsynlegt. Utanhússviðgerðir hafa farið fram á síðustu þremur árum. Jafnframt hefur verið komið upp eldvamarkerfi, sem nýtt hitastýrikerfi, gólfteppi endurnýjuð og gangar málaðir á yfirstandandi ári. I mars á þessu ári var ákveðið að hlutur Hússjóðs í arði Öryrkja- bandalags íslands af starfsemi íslenskrar getspár lækkaði í 75% og að það hlutfall héldist í 5 ár. Þrátt fyrir það að Hússjóðurinn er orðinn stærsti eða næststærsti eigandi leiguíbúða í landinu vantar mikið á að þörfum öryrkja fyrir íbúðir sé fullnægt sem sjá má af þ ví að nú em 290 umsækjend- ur á biðlista. Það þarf því að halda vel á spöðunum á næstu árum. Framkvæmdastjóri Hússjóðs er Anna Ingvarsdóttir. í stjórn sjóðsins eru nú Hafliði Hjartarson, vara- formaður, Ingimundur Magnússon, Jóna S veinsdóttir, ritari, Skúli Johnsen og undirritaður, formaður. Tómas Helgason, Anna Ingvarsdóttir. Aðeins til viðbótar þessari skýrslu þeirra skal vísað í umræður frá aðalfundi um stefnumörkun í íbúða- kaupum og byggingum. Meginhug- myndir þær sem Tómas Helgason kom inn á vörðuðu það að heppilegast og hollast væri að hafa sveigjanlega stefnu sem tæki tillit til bæði sam- þjöppunar að vissu marki m.t.t. þjónustu og öryggis og hins vegar eðlilegrar dreifingar. Einnig ræddi Tómas þær hug- myndir sem uppi væru í félags- málaráðuney tinu að Hússjóður Ö.B .í. yrði framkvæmdaðili við félagslegar íbúðir ætlaðar öryrkjum til viðbótar því, sem þegar er. FRÉTTABRÉF ÖRYRKJABANDALAGSINS 5

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.