Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.12.1990, Síða 6

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.12.1990, Síða 6
Aðalfundur Oryrkja- bandalags Islands Fimmtudaginn 11. okt. sl. var aðalfundur Öryrkjabandalags Islands haldinn í Borgartúni 6, Reykjavík. Rétt til fundarsetu áttu þrír fulltrúar frá hverju aðildarfélagi bandalagsins, stjórnarmenn, fulltrúar samtakanna í svæðisstjórnum og stjórnamefnd og starfsfólk bandalagsins. Samkvæmt lögum bandalagsins, er samþykkt voru á síðasta aðalfundi þess, er stjórn kjörin til tveggja ára í senn og því var ekki um neinar kosn- ingar að ræða á þessum fundi, sem raunar má eins kalla fulltrúaráðsfund, sem fer með æðsta vald í málefnum bandalagsins milli hinna eiginlegu aðalfunda. Fundurinn var settur kl. rúmlega 16 og voru þá mættir til fundar rúmlega 50 manns. Formaður setti aðalfundinn og bauð fólk velkomið til fundar. Minnzt var í upphafi látinna for- göngumanna, en þeirra hefur allra verið minnzt hér í Fréttabréfinu: Odds Ólafssonar heiðursformanns Ö.B.Í., Andrésar Kristjánssonar stjórnarmanns í Ö.B.Í., Sigursveins D. Kristinssonar, eins stofnandaÖ.B.Í. og Trausta Sigurlaugssonar í fulltrúaráði Ö.B.Í. Hann minntist frumherjans og forystumannsins farsæla, Odds Ólafssonar sérstaklega, enda sannast sagna, að með fráfalli hans urðu ákveðin tímamót í öllu starfi bandalagsins svo og Hússjóðs Ö.B.Í. Fundarmenn risu úr sætum og vottuðu hinum látnu virðingu sína. Þá var Ólöf Ríkarðsdóttir kjörin fundarstjóri og fundarritarar þau Helgi Hróðmarsson og Þórey Ólafsdóttir. Stýrði Ólöf nú fundi og gaf formanni orðið um skýrslu stjómar, sem þau höfðu gengið frá myndarlega mjög, Asgerður og hann. Skýrslan var bæði ítarleg og greinargóð og verður tæpt ánokkrum atriðum, en velflestum atriðum hennar hafa jafnharðan verið gerð skil í Fréttabréfinu. Stjómarfundir voru 6, en fram- kvæmdaráðsfundir 11 á starfsárinu. Fyrstræddi Amþórinnri skipulagsmál og þá það helzt, að nú liggja fyrir starfslýsingaralls starfsfólks hjáÖ.B.Í. svo og Hússjóði Ö.B.Í. Helzta breyting frá sl. ári er sú, að Einar Aðalsteinsson var ráðinn framkvæmdastjóri vinnustofanna og rekstur þeirra skilinn frá rekstri bandalagsins og Hússjóðs. á vék hann að erlendum sam- skiptum, en þau voru vaxandi á árinu. Þau erlendu samtök, sem hér er um að ræða eru: Rehabilitation Intemational — alþjóðleg endurhæf- ingarsamtök, þar sem Arnþór Helgason er nú stjórnarmaður; Mobility Intemational, en það eru alþjóðleg samtök sem stuðla að samskiptum ungs, fatlaðs fólks og hefur Helgi Hróðmarsson verið þar tengiliður, en aðild var samþykkt á starfsárinu; Nordisk forening for rehabilitening — norræn samtök um endurhæfingu og svo að norrænu endurhæfingarnefndinni í raun, sem starfar innan Norðurlandaráðs. Greindi formaður frá þátttöku sinni og annarra í þessu starfi öllu, en nú síðast hvarf hann á vit Kínverja til að sækja þing R.I. Þá fór hópur fólks á Evrópuþing R.I. á liðnu vori undir fory stu Ásgerðar Ingimarsdóttur, sem er tengiliður samtakanna hér á landi. Mun hún greina frá ferð þeirri hér í Fréttabréfinu. Greint var frá málaleitunum Öryrkjabandalagsins til áherð- ingar kröfum Félags heymarlausra vítt á vettvangi Þeir aðilar sem knúið hefur verið á eru: Tryggingastofnun ríkisins varðandi táknmálstúlka, sem greiða ætti fyrir á sambærilegan hátt og hjálpartæki og eins var knúið á menntamálaráðherra um úrbætur varðandi táknmálsfréttir í sjónvarpi og ekki hvað sízt um Samskipta- miðstöð. Þá ræddi formaður þá breytingu að í stað útgáfu Frétta- bréfsins á táknmáli væri ákveðið að veita félaginu styrk til útgáfu tímarits á táknmáli með því skilyrði að hluti þess yrði helgaður efni úr Fréttabréfi Öryrkjabandalagsins. Formaður rakti ályktun stjómar Ö.B .í. frá 12. des. á sl. ári um skattlagn- ingu tryggingabóta og þá sér í lagi benzínpeninga, en sú ályktun var birt í Fréttabréfi þessa árs í 1. tbl. Óhjákvæmilegt er að taka þessi mál upp nú, samfara virðisaukaskattlagn- ingu hjálpartækja. 6

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.