Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.12.1990, Blaðsíða 7

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.12.1990, Blaðsíða 7
Verða skattamálin örugglega eitt meginviðfangsefna vetrarins. Ýmis málefni voru svo fyrir tekin m.a. um ferlimál, fund Ólafar og Ásgerðar með ferðamálanefnd samgönguráðuneytis, þar sem þær bentu á brýn úrlausnarefni, starf Carls Brand á vegum samráðsnefndar um ferlimál fatlaðra vítt um land, sem hefur skilað merkjanlegum árangri og bréf Ferðamálaráðs um viðurkenningu til einstakra aðila vegna aðgengis. Formaður greindi frá þeirri óvissu, semer um áframhaldandi starf samráðsnefndar um málefni fatlaðra, en stjóm Ö.B.Í, hefur lýst fullum stuðningi við áframhaldandi starf nefndarinnar og lagt til að fjölgað verði fulltrúum í nefndinni, svo þar gefist betri vettvangur til samráðs. Þá rakti formaður enn baráttuna við stjómvöld um úrbætur í húsnæð- ismálum fatlaðra, fundi með forsætis- og félagsmálaráðherra og bréfaskipti á milli aðila. Árangur má greina í ýmsu: Samtökin Þak yfir höfuðið, sem Ö.B .í. á aðild að, fengu fulltrúa í nefnd, sem samdi frumvarp um Húsnæðisstofnun ríkisins og í kjölfarið voru samþykkt lög, sem ættu að gagnast fötluðum einstaklingum. Þá var sett ákvæði um úrbætur í húsnæðismálum fatlaðra inn í kjara- samning B.S.R.B. og fjármálaráðu- neytis og þar þarf eftir að ganga. Loks var svo þriggja manna starfshópur settur til að gera tillögur um tilhögun framkvæmda og sátu í honum Anna Ingvarsdóttir fulltrúi Ö.B.Í., Eggert Jóhannesson frá Þroskahjálp og Grétar Guð- mundsson aðstoðarmaður félags- málaráðherra. Starfshópurinn skilaði áliti fljótt og vel og þar er gert ráð fyrir fjármögnun nokkurs fjölda íbúða úr félagslega húsnæðislánakerfinu og gert ráð fyrir nýjum stöðugildum vegna fbúðanna s.s. vísir er að í frumvarpi til fjárlaga fyrir árið 1991. Samskipti við ríkisstjóm voru góð og mikil og um margt árangursrík. Þar áttu helzt í hlut félags- málaráðherra, heilbrigðis- og tryggingaráðherra og menntamála- ráðherra. Þar voru á döfinni hús- næðismálin, tryggingamál og húsnæðismál Geðhjálpar svo og sér í Þegar Sjálfsbjargarfólk brosir, bráðnar allt. lagi nám og námsefni á háskólastigi, þar sem er mikið framtíðarverkefni í ljósi þeirrar gleðilegu þróunar, að æ fleiri fatlaðir leita í Háskólann. Áður hefur verið ítarlega greint frá frumvarpi um Stjórnarráð íslands svo og ítrekuðum kröfum um eðlileg framlög úr Framkvæmdasjóði fatlaðra, en í þann sjóð gerir frv. til fjárlaganú ráð fyrir 225 millj., sem er tæplega að nái líklegum tekjum Erfðafjársjóðsins. Síðan ræddi formaður vandkvæði félagsins Fötluð ungmenni á íslandi, málefni Hjálpartækjabankans og málefni Glits h.f., sömuleiðis endurskoðun samnings milli Öryrkjabandalagsins og Hússjóðs, endurskoðun laga um málefni fatlaðra og íslenzkt tölvutal, en öllu þessu hafa verið gerð þokkaleg skil hér í Fréttabréfinu og auk þess voru Glit h.f. og Hjálpartækjabankinn sérliðir á dagskrá. Hann rakti góð og gagnleg samskipti sín við tryggingayfirlækni, en tryggingayfirlæknir hefur leitað umsagnar Öryrkjabandalagsins í ýmsum efnum og eins hefur Ö.B.Í. þurft að leita til hans um margvísleg réttindamál öryrkja: örorkumat, hjálpartæki og tryggingabætur almennt svo og varðandi alþjóðlega samvinnu. Þá vék formaðurinn í lokin að ýmsum, einstökum málum og fagnaði sér í lagi að í vöxt færi að bandalagið fengi til umsagnar lagafrumvörp og reglugerðir. Þá var eftir skýrsla samvinnu- nefndar Ö.B.Í. og Þroskahjálpar sem formaður flutti einnig, en þar verður höfundur Helgi Hróðmarsson fenginn til að fræða okkur sérstaklega síðar. Þá voru aðrar skýrslur fluttar: Tómas Helgason formaður stjómar Hússjóðs Ö.B.Í. flutti því næst skýrslu stjórnar og framkvæmdastjóra Önnu Ingvarsdóttur. Og þá flutti að lokum skýrslu, Einar Aðalsteinsson framkvæmda- stjóri Vinnustofa Ö.B.Í. Báðar verða að mestu birtar í blaðinu. Skýrslur aðildarfélaga lágu frammi og voru að vanda greinargóðar mjög. í umræðum kom m.a. þetta fram: Magnús Kristinsson minnti á gott starf leikhópsins Perlunnar, kvað vafasamt að setja enn á ný endur- skoðuð sérlög um fatlaða. Hann þakkaði samstarf Hússjóðs og Styrktarfélags vangefinna. Anna María Sveinsdóttir færði f.h. Svæðisstjórnar Austurlands alúðar- þakkir fyrir hið góða framtak Hússjóðs á Austurlandi. Gísli Helgason kvað æskulýðsstarf mjög brýnt og þar þyrfti stýrimaður samtakanna að vera í forystu um samhæfingu æskulýðsstarfs hinna ýmsu félaga. Hann hvatti Ö.B.Í. til að þrýsta á stjórnvöld til að veita fé til viðhalds heimila og sambýla fatlaðra. á urðu nokkrar umræður um viðhorf manna til hugmynda stjórnar Hússóðs um byggingu 20 íbúða húss við lóðina við Sléttuveg, en Tómas Helgason hvatti til skoðanaskipta. Flestir töldu þessa hugmynd æskilega við þessar FRÉTTABRÉF ÖRYRKJABANDALAGSINS 7

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.