Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.12.1990, Blaðsíða 8

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.12.1990, Blaðsíða 8
aðstæður nú s.s. Hafdís Hannesdóttir, þó hún efaði ágæti þessa í einhverjum mæli, Sveinn Indriðason, sem vildi kanna hönnun húsa, svo auðgerðar yrðu allar brey tingar eftir mismunandi fötlun, Kristín Jónsdóttir og Sigrún Bára Friðfinnsdóttir, sem sér í lagi minntu á vanda þeirra sem við verstan kost búa svo og fólkið á götunni með langvinna geðsjúkdóma, Hafliði Hjartarson, sem sá enga stefnubreyt- ingu í því að Ö.B.Í. nýtti sér góða lóð og dýrmæta til þessarar byggingar. Áfram þyrfti að veljahina margvíslegu kosti og alhæfa ekkert. Magnús Þorgrímsson lýsti yfir andstöðu sinni almennt við að hrúga fólki of mikið saman og var ekkert sáttur við þessa hópa (fatlaða, aldraða, S.E.M., MS) í einangruðu umhverfi. Formaðurkvað andstöðu vissulega vera til staðar, enda væri samskipan úrræði framtíðarinnar. Hins vegar væri áhugi Hússjóðs eðlilegur og skiljanlegur. ✓ Iþessum umræðum varpaði Ásgerður Ingimarsdóttir fram spurningunni um hvemig með mál skyldi fara við sífellt lengri biðlista. Það væri örðugt hlutskipti að taka við umsóknum fólks án þess að gefa því nokkra von fyrr en langt inn í framtíðina. Hún kvað langflesta sækja eftir örygginu í Hátúninu og þar kæmi fólk með geðræn vandamál helzt við sögu. Ótrúleg breyting væri á umsækjendum á tíu árum, sem vekur upp ýmsar spumingar. Hún lagði til ráðstefnu um stefnumörkun í hús- næðismálum almennt og var vel undir það tekið. Tómas Helgason lauk svo umræðunni þar sem hann ítrekaði það sem meginmál, að tillit væri tekið til hinna ýmsu fatlana. Ályktunarorð hans voru þau, að þrátt fyrir annmarka, ætti að nýta þennan valmöguleika. Hann vék einnig í lokin að vanda hinna geðfötluðu, ekki sízt þjónustuþörf þeirra. Næst voru lagðir fram reikningar Öryrkjabandalagsins, Hússjóðs og Vinnustofa fyrir 1989 og Starfs- þjálfunar fatlaðra fyrir 1987-89. Það var Eyjólfur Guðmundsson endurskoðandi sem flutti og skýrði alla þessa reikninga. Hér verður aðeins tæpt á nokkrum tölum úr rekstrarreikningi Öryrkja- bandalagsins, en allirþessirreikningar liggja frammi á skrifstofu banda- lagsins. Rekstrartekjur voru 101,4 millj. þar af eru 100,4 millj. frá íslenzkri getspá. Rekstrargjöld Öryrkjabanda- lagsins námu 7,4 millj. Framlög til Hússjóðs Ö.B.Í. námu 80,3 millj. (80%). Styrkir til aðildarfélaga og annarra námu 6,9 millj. og þar af stærsti liðurinn 3,6 millj. til samstarfs Ö.B.I. og Þroskahjálpar. Næst kemur svo Starfsþjálfun fatlaðra með 1,5 millj. Fréttabréfið kostaði 2,1 millj. Varðandi Hússjóð Ö.B.Í. þykir fólki eflaust forvitnilegast að eignir alls í árslok 1989 námu um 800 millj., sem sýnir betur en annað umfang Hússjóðsins. Svo fólk haldi ekki að Hússjóður græði á leigjendum sínum er skylt að geta þess, að tap af húseignum nam á árinu nærri 7 millj. kr. Að öðru leyti vísast til reikn- inganna fyrir þá talnaforvitnustu. Að nokkrum skýringum fengnum voru allirþessirreikningar samþykktir samhljóða. Séra Guðný Hallgrímsdóttir kynnti svo samstarf Þjóðkirkju, Öryrkja- bandalags og Þroskahjálpar. Þar lýsti hún starf i sínu og ótrúlegri fjölbreytni þess, en séra Guðný gerði í síðasta Fréttabréfi glögga grein fyrir viðhorfi sínu og væntingum. Hún hefur greinilega tekið til hendinni; greitt götu fatlaðra bama í æskulýðsstarfi kirkjunnar og er nú að vinna ásamt Carli Brand að aðgeng- ismálum í kirkjum borgarinnar. Séra Guðný hefur vikulegan viðtalstíma á skrifstofu Öryrkjabandalagsins. Því næst mælti Hafliði Hjartarson fyrir tillögu um eignaraðild Ö.B.Í. að Glit h.f. þ.e. tillögu stjómar um að leggja fram eina milljón kr. í hlutafé fyrirtækisins. Öryrkjar ættu þá enn frekar rétt til vinnu í fyrirtækinu en verið hefur. Tillagan var samþykkt samhljóða. Síðan lagði formaður fram svo- hljóðandi tillögu um eignaraðild að Hjálpartækjabankanum, en sú tillaga var frá stjórn bandalagsins: Stjóm Öryrkjabandalags Islands leggur til að bandalagið gerist aðili að Hjálpartækjabankanum að einum þriðja hluta. Gert er ráð fyrir að hlutur Öryrkjabandalagsins verði kr. 20.000.000, sem greiðist á sjö árum þannig að Öryrkjabandalag íslands yfirtekur langtímaskuldir bankans pr. 31.12. '89 að upphæð kr. 14.209.617.80. Auk þess greiðir Öryrkjabandalagið með skuldabréfi til 7 ára með 5% ársvöxtum kr. 5.790.382.20. Tillagan var samhljóða samþykkt. Rætt var því næst um afmælisár bandalagsins á næsta ári og með hvaða hætti það skyldi helzt gert. Formaður reifaði málið og urðu um nokkrar umræður, hversu bezt skyldi á málum haldið og m.a. snérust umræður mjög um sjóðsstofnun til minningar um Odd heitinn Ólafsson. Afmælisnefnd tekur málið ásamt stjóm félagsins til allrar frekari fyrirgreiðslu. Þá kynnti Guðrún Friðgeirsdóttir skólastjóri starfsemi Bréfaskólans, en þar á Ö.B.Í. 10% eignaraðild eins og lesendur Fréttabréfsins eiga gjörla að vita. Hún rakti í skýru máli 50 ára farsæla starfssögu skólans. Hún gerði ítarlega grein fyrir námstilboðum og námstilhögun og lagði fram mjög greinargóðan bækling um starfsemina, söguna og framtíðina. Að öðru leyti vísast til frétta- tilkynningar frá Bréfaskólanum svo og fyrri kynningar hér í Fréttabréfinu. Loks kynnti Helgi Seljan nokkur meginatriði nefndarálits um almannatryggingar, en það frumvarp er nú í vinnslu í þingflokkum og hjá ríkisstjóm. Sérstaklega verður að trygginga- málum vikið annars staðar. Formaður sleit svo fundi og þakk- aði góðar umræður og gagnlegar og var klukkan þá farin að halla allmikið í 10 síðdegis. Alls munu um 60 manns hafa komið á fundinn, sem var hinn fjölbreyttasti og fróðlegasti um leið. H.S. 8

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.