Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.12.1990, Side 9

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.12.1990, Side 9
MATUR ER MANNSINS MEGIN Jólamatseöill fyrir fjóra ÝSUMÚS MEÐ KOKKTEILSÓSU Þennan rétt er gott að eiga yfir jólin. Fyrstu sneiðamar eru hafðar í forrétt og afgangurinn geymist svo auðveldlega í nokkra daga í góðum kæli og er tilvalinn smáréttur. 400 g ýsa, roðdregin og beinlaus 1314 tsk. salt 1 msk. kartöflumjöl 4 dl rjómi eða rjómabland Tætið fiskinn fínt í rafmagnsblandara eða hakkið hann tvisvar í hakkavél. Blandið salti, kartöflumjöli og rjóma eða rjómablandi saman við og hrærið vel. Smyrjið stórt hringlaga kökumót (með túðu í miðjunni) og jafnið farsinu í mótið. Smyrjið örk af álpappír og leggið yfir fatið. Bakið deigið í 175— 200° C heitum ofni í 25 mín. Látið mesta hitann rjúka úr hringnum áður en hann er settur á disk. Breiðið plast yfir hringinn og geymið hann í kæli fram aðframreiðslu. Beriðýsumúsina fram með kokkteilsósunni. Ef vill má fylla hringinn í miðjunni með rækjum. Kokkteilsósa 150 ml sýrður rjómi 2— 3 kúfaðar msk majones (gott er að nota kólesteróllaust Hellman's majones) 3— 4 msk tómatsósa úrflösku 2 tsk. sœtt sinnep pipar eftir smekk Blandið öllu saman í skál og kælið. SVÍNAKÓTILETTUR MEÐ RJÓMASVEPPASÓSU f 4 Fjöldi svínakótilettanna fer að sjálfsögðu eftir því hversu mikið þið viljið borða og hversu stórar kótilettumar eru. Hér er reiknað með einni vænni kótilettu á mann, enda er sósan saðsöm. 4 vœnar svínakótilettur 4 msk. hveiti, blandað með 1 tsk. af Umsjón: íris Erlingsdóttir salti og 7/2 tsk. afpipar 2 msk. smjör eða smjörlíki til steikingar Rjóma-sveppasósa 50 g smjör 100—150 g nýir sveppir, skolaðir vel. þerraðir og skornir í sneiðar 5 dl vatn 1 svínakjötsteningur og 1 grœnmetisteningur (langbest er að nota teninga frá Knorr eða Maggi. 1 teningur þarf21/2 dl afvatni) 1—2 tsk. sterkt sinnep, helst Dijon sinnep sósujafnari, sósulitur Snyrtið kótilettumar og veltið þeim upp úr hveitiblöndunni. Bræðið smjörið eða smjörlíkið á djúpri pönnu eða í víðum potti og steikið yfir meðalháum hita í 3—4 mín. á hvorri hlið eða þar til þær eru fallega brúnaðar. Færið kótiletturnar á fat og breiðið álpappír yfir þær. Lagið sósuna. Hellið feitinni úr pönnunni eða pottinum sem kótilettumar voru steiktar í, en þvoið ekki. Bræðið smjörið á pönnunni eða pottinum yfir meðalháum hita. Steikið sveppina í smjörinu þar til þeir eru fallega brúnaðir. Sveppirnir drekka mikið í sig svo það getur þurft að bæta við þá smjöri. (Þeir sem vilja gæta sín á kólesteróli bæta bara vatni saman við). Hellið vatninu yfir sveppina og setjið teningana út í. Látið suðuna koma upp, lækkið hitann og setjið lok á pottinn og látið sjóða í 10—15 mín. Bætið rjómanum og sinnepinu saman við og látið sjóða í 2 mín. Þykkið sósuna með sósujafnara eftir smekk og litið með sósulit ef þurfa þykir. Setjið svínakótilettumar út í sósuna og látið þær krauma í henni í 6—8 mín. Gott er að bera kótilettumar fram með soðnum hrísgrjónum og t.d. maísbaunum og spergilkáli. MARENGS- KARAMELLUTERTA Þessi terta er „meiriháttar"! 3 egg 1 bolli sykur (notið bollamál) 1 bolli saxaðar salthnetur 1 bolli mulið kornfleks 100 g smátt saxað suðusúkkulaði 1 tsk. lyftiduft Karamellukrem 2 dl rjómi 120 g sykur 2 msk. síróp 30 g smjör 2112 dl rjómi, þeyttur Hitið ofninn í 175° C. Stífþeytið egg og sykur í skál. Blandið öllu öðru saman í annarri skál og hrærið því svo varlega saman við eggja- og sykurblönduna. Smyrjið stórttertumót (24—25 cm í þvermál) hellið deiginu úr skálinni, takið hana úr mótinu og látið hana kólna að mestu á kökurist. Setjið botninn í plast og lagið kremið. Setjið rjóma, sykur, síróp og smjör í pott og látið krauma í 45 mín. Kælið kremið. Hellið köldu kreminu yfir tertuna. Setjið þeyttan rjómann yfir kökuna og rífið súkkulaði yfir. Berið fram strax. Bestu óskir um gleðileg jól og farsælt komandi ár. Henni Iris er af heilum hug þakkað hennar ágœta framlag til Fréttabréfsins. Hlýhug hennarmunuallir lesendurmetavirkilega vel. H.S. FRÉTTABRÉF ÖRYRKJABANDALAGSINS 9

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.