Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.12.1990, Side 10

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.12.1990, Side 10
Lungnavernd er umhverfismál Frá 27. þingi S.Í.B.S. þing S.f.B.S. var haldið á .Reykjalundi dagana 13.— 14. október sl. Þingfulltrúar voru 75 að tölu, nokkru fleiri en verið hafa undanfarin ár sem endurspeglar fjölg- un meðlima hinna ýmsu deilda sam- bandsins. S .Í.B .S. var stofnað í október 1938 og er þannig 52ja ára um þessar mundir. Á vegum S.Í.B.S. er rekin marg- vísleg starfsemi, þ.ám. má nefna Vinnuheimilið að Reykjalundi, en þar errekin öflug endurhæfingarstarfsemi á landsvísu með plássi fyrir 165 vistmenn, og Múlalund sem er framleiðslufyrirtæki og vinnustaður ætlaður fötluðu fólki, sá stærsti sinnar tegundar hér á landi. í samvinnu við Rauða krossdeild Reykjavíkur og Samtök aldraðra í Reykjavík stendur S.Í.B.S. að rekstri Múlabæjar sem er dagvist fyrir aldraða og Hlíðabæjar þar sem rekin er dagvist fyrir Alzheimersjúklinga. Ásamt Hjarta- vernd í Reykjavík og Landssamtökum hjartasjúklinga er S.Í.B.S. stofnaðili að HL-stöðinni í Reykjavík, þjálfunar- stöð fyrir hjarta- og lungnasjúklinga. Innan skamms mun hefjast starfsemi HL-stöðvar á Akureyri, en að stofnun hennar standa S.Í.B.S., Landssamtök hjartasjúklinga og Hjartavernd. S.Í.B.S. hefur átt aðild að Öryrkja- bandalagi íslands frá stofnun þess árið 1961. Þá á S.Í.B.S. hlutdeild í Medic Alert, alþjóðlegu viðvörunar- og upplýsingakerfi sem eykur öryggi sjúkra manna. Þingið var sett við hátíðlega athöfn þar sem mikið fjölmenni var samankomið, bæði þingfulltrúar og margir góðir gestir. Það var hinn bráðskemmtilegi Reykjalundarkór, sem gladdi tóneyru allra í upphafi, en kórinn syngur bæði af þokka og krafti undir stjórn hins landsþekkta Lárusar Sveinssonar. Það var svo Garðar P. Jónsson for- maður S.Í.B .S. sem flutti þingsetning- arávarp. Hann minntist m.a. látinna félaga og þá alveg sérstaklega öðlingsins Odds Ólafssonar, sem einmitt var formaður S .Í.B .S., er hann féll frá, en hjá S.Í.B.S. hafði hann sem víðar verið í forystusveit um áratugi. Gestum var síðan gefinn kostur á að hlýða á hið merkilega málþing, sem margir færir fyrirlesarar leiddu. Aðeins skal þeirra og efnisins stuttlegagetið. PéturHauksson læknir greindi frá niðurstöðum könnunar á högum vistmanna á Reykjalundi árin 1987 og 1988. Könnun unnin af Félagsvísindadeild Háskólans leiddi að vonum margt í ljós, en markverðast var þó það, hversu ánægðir vistmenn höfðu verið með dvölina og hversu margir töldu sig hafa haft umtalsverða bót af dvölinni. Það voru hjartasjúkl- ingamir sem bezta reynslu sögðust hafa, en sem víðar kom fram að fólk í andlegum erfiðleikum á í mörgu örðugra en aðrir m.a. varðandi úrræði að dvöl lokinni. Margrét Hallsdóttir j arðfræðingur greindi frá frjókomamælingum og hagnýtingu þeirra við ofnæmisvamir. Mikill fjöldi fólks þjáist af ofnæmi af völdum frjókoma í andrúmsloftinu og rannsóknir Margrétar miðast að því að kortleggja frjókomamagnið, gera eins konar frjókornadagatal, þar sem fram kæmi eftir tegundum, hvenær magnið er mest í loftinu. Um þetta er einnig alþjóðleg samvinna. á komu þau læknamir Bjöm Magnússon og Hjördís Jónsdóttir og Marta Guðjónsdóttir líffræðingur með kynningu á rannsókn á áhrifum endurhæfingar á sjúklinga með langt gengna lungnateppu. Á Reykjalundi er sem í mörgu öðm unnið merkilegt starf við lungna- sjúklinga og athyglisvert var, hversu góður árangur almennt hafði náðst, allt yfir í það að þol ykist verulega, sem ekki mun algengt, þegar sjúkl- ingar eru svo illa haldnir við komuna á Reykjalund og raun ber vitni. Að lokum greindi svo Magnús B. Einarsson læknir frá framtíðarhorfum í endurhæfingu hjartasjúklinga. Hann gat um endurhæfingarað- stöðuna í dag á Reykjalundi, á Háa- leitisstöðinni, og svo núna væntanlega alveg á næstunni á Akureyri. Magnús lýsti þeirri eindregnu skoðun sinni að nauðsyn væri á því að endurhæfing hjartasjúklingafæri fram í öllum fjórðungum landsins. Málþinginu var stjórnað af Hauk Þórðarsyni yfirlækni á Reykjalundi og núv. formanni S.Í.B.S. Á 27. þinginu voru gerðar 16 samþykktir og verður hér nokkurra getið: LUNGNAVERND Samþykkt var „að innan vébanda sambandsins verði komið á fót lungna- Haukur Þórðarson formaður S.Í.B.S. veitir Hjörtþór Ágústssyni gull- merki sambandsins. 10

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.