Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.12.1990, Blaðsíða 11

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.12.1990, Blaðsíða 11
vemd, starfsemi sem miðli alhliða fræðslu um reykingar, mengun og holla lífshætti, auk þess sem leitast verði við að fyrirbyggja lungnasjúk- dóma og koma fórnarlömbum þeirra til hjálpar fyrr á sjúkdómsferlinum en til þessa hefur verið hægt. Landsmenn þekkja vel orðið „hjartavemd“ og hafa merkir áfangar náðst í baráttunni við hjartasjúkdóma. Þingfulltrúar töldu að ekki væri síður nauðsynlegt að hér á landi væri rekin öflug lungnavernd sem m.a. beindist að auknum vömum gegn mengun í umhverfi manna. Lungnavernd er þannig tengd umhverfismálum, er hlekkur í umhverfisvernd. Jafnframt nær lungnavernd inn á svið hollra lífshátta almennt. Lungnasjúkdómar eru gjaman þess eðlis að þeir ágerast hægt sem veldur því að fólk er síður knúið til að leita sér lækninga og endur- hæfingar fyrr en í óefni er komið. Telja verður að lungnaverndarstarf verði eitt af meginviðfangsefnum sambandsins á næstu árum. FRJÓKORNAMÆLINGAR í ANDRÚMSLOFTI Undanfarin þrjú sumur hafa frjó- komamælingar verið gerðar í til- raunaskyni í Reykjavík en 7—8% íslendinga hafa frjónæmi. í nágranna- löndum okkar eru frjókomaspár birtar með svipuðum hætti og veðurfréttir. Frjókomaspár hafa mikið forvamar- gildi en hafa ekki þekkst hér á landi að svo komnu. Nú beinir 27. þing S.Í.B.S. þeim eindregnu tilmælum til ráðherra umhverfismála og til veðurstofustjóra að þeir beiti sér fyrir því að talning á frjókomum í andrúmslofti verði tekin upp sem fastur liður í starfsemi Veðurstofu íslands. Jafnframt að séð verði til þess að frjóspár verði birtar í fjölmiðlum þegar nægjanleg reynsla er fengin í frjókomatalningu hér á landi. Ekki er síður nauðsynlegt að frjókornamælingar hefjist hér á landi þegar á það er litið að árið 1992 mun hefjast samstarf í Evrópu um miðlun upplýsinga um frjómagn í andrúmslofti. Mikilvægt er að íslendingar geti tekið virkan þátt í því samstarfi og gæti það m.a. stuðlað að auknum straumi ferðamanna til landsins þar eð lítið frjómagn er trúlega í andrúmslofti hér á landi á þeim tíma sem það er mest í öðrum Evrópulönd- um. Þetta samstarf mundi einnig gera íslenskum frjónæmissjúklingum auðveldara að ferðast til annarra landa. EVRÓPURANNSÓKNIN LUNGU OG HEILSA Allar líkur benda til þess að tala astma- og ofnæmissjúklinga fari hækkandi, bæði hér á landi og annars staðar, enda þótt ný og betri lyf séu á boðstólum. Nú er fyrirhuguð samhæfð rannsókn í Evrópulöndunum og víðar þar sem orsakaþættir astma og ofnæmi verða rannsakaðir nánar. Það er ákveðið að ísland taki þátt í þessari rannsókn og hefur verið myndaður samstarfshópur með þátttöku lækna Vífilsstaðaspítala, Landspítala og Vinnueftirlits rrkisins. 27. þing S.Í.B.S. telur þetta hið mesta nauðsynjamál og beinir eindregnum tilmælum til heilbrigðisráðherra að beita sér fyrir stuðningi við framkvæmd þess. ÞJÓNUSTAN VIÐ BRJÓSTHOLS- OG OFNÆMISSJÚKLINGA Það er álit þeirra sem best til þekkja að hér á landi skorti rými á sjúkrastofnunum fyrir brjósthols- sjúklinga til endurhæfingar og til langvistunar. Þingið fól stjórnum S.Í.B.S. og Reykjalundar að kanna þörfina á þessu sviði og vinna að úrbótum sem taldar eru nauðsynlegar. Þá ályktaði þingið að stjóm sam- bandsins vinni áfram sem hingað til að uppbyggingu endurhæfingar og annarrar þjónustu við brjósthols- og ofnæmissjúklinga utan höfuðborg- arsvæðisins og leiti í því efni samvinnu við Landsamband hjartasjúklinga. Á þinginu upplýstist að fjárhags- legur rekstrargrundvöllur dagdeildar fyrir aldraða og fyrir Alzheimers- sjúklinga stendur um þessar mundir á brauðfótum og virðist lokun þeirra yfirvofandi. Málið er S.Í.B.S. skylt vegna reksturs Múlabæjar og Hlíðarbæjar í Reykjavík og skoraði þingið á yfirvöld heilbrigðis- og félagsmála að tryggja nú þegar áframhaldandi rekstrargrundvöll þessara stofnana. Lokun deilda á sjúkrastofnunum hefur verið mjög til umræðu undan- farna mánuði. 27. þing S.I.B.S. mót- mælir harðlega lokunum deilda, m.a. deildum Vífilsstaðaspítala og Landsspítala. Lokanir þessar hafa valdið miklum vandræðum og skapað illþolandi ófremdarástand í heilbrigðisþjónustunni. REYKINGABANN Á ÖLLUM FLUGLEIÐUM 27. þing S.Í.B.S. skorar á ríkis- stjórn Islands og alþingismenn að banna með öllu reykingar í flugvél- um, jafnt í innanlandsflugi sem á alþjóðlegum leiðum íslenskra flugvéla. Fyrir þinginu lágu upplýs- ingar um að ríkisstjórn Kanada hafði beintáskorunum til Alþjóðlegaflug- sambandsins um að tekin verði ákvörðun hjá öllum meðlimaþjóðum um að banna reykingar á alþjóðlegum flugleiðum en eins og kunnugt er hafa mörg lönd bannað reykingar í innanlandsflugi. * Fyrir þinginu lá bréf frá stjóm Landssamtaka hjartasjúklinga þar sem óskað var undirtekta þingsins við þeirri hugmynd að Landssamtök hjartasjúklinga gangi inn í S.Í.B.S. Með hliðsjón af því að hjartasjúkl- ingar eru ótvíræðir brjóstholssjúkl- ingar var erindi Landsamtakanna fagnað á þinginu og afgreitt með jákvæðri niðurstöðu. Að lokinni allsherjaratkvæðagreiðslu mun aðalfundur Landssamtakanna á næsta ári ákveða hvort sótt verði formlega um aðild samtakanna að S.Í.B.S. Á tímum mengunar og vitneskju um ýmislega óhollustu í lífsstíl manna, samtímis auknum skilningi á umhverfisvemd, er ljóst að S.í .B .S. bíða margs konar viðfangsefni á næstu árum, eins og raunar ávallt hefur verið þau 52 ár sem sambandið hefur starfað. * Stjóm S.Í.B.S. er nú þannig skipuð: FormaðurHaukurÞórðarson, varaformaður Davíð Gíslason, ritari Þorvaldur Jónsson, vararitari Hannes Kolbeins, gjaldkeri Bjöm Ólafur Hallgrímsson og meðstjórnendur GuðmundurGuðmundarson, Garðar P. Jónsson og Rannveig Löve. FRÉTTABRÉF ÖRYRKJABANDALAGSINS 11

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.