Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.12.1990, Blaðsíða 12

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.12.1990, Blaðsíða 12
s Asgerður Ingimarsdóttir fr.kv.stj.: AÐ HLE YPA HEIMDR AG ANUM s Avordögum sóttum við nokkrir hressir íslendingar heim frænd- ur okkar Ira. Erindi okkar var að sitja þar Evrópuráðstefnu Alþjóða endur- hæfingarsambandsins(Rehabilitation Intemational) um málefni fatlaðra. Markorð ráðstefnunnar var „Into the 90s“ eða inn í tíunda áratuginn. Ráðstefna þessi var afar fjölmenn milli 900 og 1000 mannsfráflestum löndum Evrópu og þó nokkrir þátttakendur voru einnig frá Banda- ríkjunum. Ein- hvern Evrópu- búann heyrði ég nú fussa yfir því og sagðist ekki vita hvað Banda- ríkjamenn væru að gera þama, en þetta eru nú einu sinni Alþjóða- samtök og forseti þeirra nú er Bandaríkjamaður og aðalskrifstofan í New York svo það var svo sem engin ástæða til þess að setja homin í þá. Þá voru þama m.a. tveir kolsvartir Kenýumenn, ákaflega brosmildir, en alþjóðaráðstefna samtakanna á að vera í Nairobi 1992. Að vera þátttakandi í jafn stórri ráðstefnu sem þessari Evrópuráð- stefnu, er í raun og veru ekki heiglum hent. Suma daga fannst okkur að við þyrftum helst að vera á tveimur, þremur stöðum í einu hvert okkar — aðra daga var færra áhugavert. En ekki er hægt að segja annað en að alla dagana hafi verið eitthvað áhugavert fyrir okkur og mér fannst að það væri óvenjulega mikið á þessari ráðstefnu sem höfðaði til okkar íslendinganna. Fundirnir hófust alla dagana klukkan níu á morgnana og stóðu til kl. 17.30áeftirmiðdögunum.Fyrsta hálfan annan klukkutímann voru erindi sem fjölluðu um það efni sem síðan leiddi vinnufundi dagsins, en klukkan 11 hófust þeir í hinum ýmsu sölum þessarar stóru miðstöðvar sem ráðstefnan var haldin í. Miðstöðin heitir Royal Dublin Society og þegar við tókum leigubíl þangað og sögðum hvert við ætluðum, skildi leigubfl- stjórinn alls ekki hvað við vorum að segja, en svo allt í einu kviknaði á perunnihjáhonumoghann sagði: „Ó, þið ætlið í RSD“ og þá gekk allt upp. Eftir þetta var maður ekkert að tönglast á nafninu heldur sagði bara til RSD. Svona geta nú hlutimir verið einfaldir og augljósir, þegar þú veist hvemig þeir eiga að vera! En þetta var nú útúrdúr. Þama var vitanlega fjallað um ákaflega yfirgripsmikil efni svo sem stefnu og stjómun, búsetuform o.s.frv. Að hlusta á þessi erindi daginn út og inn frá hinum ýmsu löndum sannfærði okkur um að við stöndum töluvert framarlega og jafnvel framar en margir aðrir á ýmsum sviðum. Og svo mikið er víst að vandamálin eru þau sömu, en þó að sjálfsögðu yfirgripsmeiri í löndum, sem telja svo miklu fleiri íbúa en ísland. Þegarrætt var um atvinnumál kom ýmislegt í ljós m.a. að þrátt fyrir endurhæfingu fá öryrkjar ekki vinnu vegna þess að atvinnuley si er víða svo mikið. í Þýskalandi sögðu menn að alveg væri vonlaust fyrir öryrkja að fá vinnu úti á hinum frjálsa markaði. Að sjálfsögðu var mikið rætt um vemdaða vinnustaði, bæði sem hæfingarstaði og vinnustaði. Þá var töluvert rætt um hin ýmsu búsetuform. Stofnanir — sambýli -— íbúðir. Ég hlustaði m.a. á erindi, sem varðaði búsetu fólks með geðræn vandamál. Fyrirlesarinn varírskkona, sem skýrði frá tilraunum með að útskrifa fólk hægt og hægt af stofn- unum og í íbúðir með góðum stuðn- ingi ogeftirliti.Að sjálfsögðu var einnig mikið rætt umbúsetuþroska- heftra einstakl- inga. M.a. um stuðningsfjöl- skyldur og stuðn- ingsaðila. Þá var að sjálf- sögðu rætt mikið um framtíðar- stefnu og fram- tíðarhorfur á næsta áratug — breytingar eru örar í ýmsum greinum er snerta málefni fatlaðra — tölvuvæðingu fleygir fram og hjálpartæki breytast og batna. A ráðstefnusvæðinu hafði verið sett upp sýning á alls konar hjálp- artækjum, sem hægt var að skoða, þegar tími gafst til. Að mínum dómi var þessi ráðstefna mjög vel skipulögð og nóg af fólki til að leiðbeina og hjálpa til, ef með þurfti. írar eru sérstaklega glaðlegir og vingjamlegir og hafði það auðvitað sitt að segja til að létta andrúmsloftið. Þó fundarsetur væru stífar var líka boðið upp á nokkra tilbreytingu frá þeim. M.a. fórum við einn eftirmiðdag í ferð til Glendalough sem er kannski eins og Þingvallahringur hjá okkur. Þar eru leifar af gömlu munkaklaustri sem hafði verið stofnað á sjöttu öld. Þar hafði verið mikið menntasetur og nemendur komið víða að úr E vrópu ti 1 að stunda nám þar. Munkarnir og nemendurnir byggðu sjálfir húsin úr timbri og steini og framleiddu sína eigin fæðu. A tíundu öld höfðu síðan 12

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.