Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.12.1990, Blaðsíða 13

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.12.1990, Blaðsíða 13
víkingar komið og brennt klaustrið og þorpið, sem hafði myndast þar í kring (ég vona að forfeður okkar hafi ekki tekið þátt í því!). En rústirnar stóðu þama, þar á meðal einn útsýnistum, sem hafði verið notaður til að fylgjast með óvinaferðum, en einhver virtist nú hafa sofið á verðinum þarna á tíundu öldinni. Ég skildi vel þegar við komum svona út fyrir borgina af hverju írland er nefnt Eyjan græna, svo yndislega fallegar og grænar voru hæðirnar þama allt um kring. Tvisvar var okkur boðið í móttök- ur, sem voru mjög myndarlegar en okkur þótti undarlegt, að í veislunni, sem boðið var til af ríkisvaldinu, var enginn sem bauð fólk velkomið — mér fannst eiginlega eins og þetta hvorki byrjaði né endaði, nema af því að bílamir komu og sóttu okkur eftir tvo til þrjá tíma. En þarna gáfust kannski helst tækifæri til þess að hitta fólk og tala við það vegna þess að lítill tími gefst til slíks þegar allir eru að hlusta á erindi daginn út og inn. Og það er nú einu sinni svo að í matar- og kaffihléum leitarðu uppi þína eigin landa til að spjalla við þá og skiptast á upplýsingum, vegna þess að við skiptum okkur auðvitað á milli hópanna til þess að allt nýttist nú sem best. Þegar á heildina er litið var þetta að mínum dómi ákaflega vel heppnuð ferð. íslenski hópurinn var samvalið fólk sem var bæði þægilegt og skemmtilegt að vera með—hótelið sem við bjuggum á var mjög gott og ekki nema svona fimmtán mínútna gangur á ráðstefnustað svo maður gat gengið það á þessum sólríku, írsku vordögum og mikið var nú oft gott að koma út og rétta úr sér eftir að hafa setið allan daginn og hlustað svo það brakaði í heilanum. Það er lærdómsríkt að geta endrum og eins farið á svona ráðstefnur og kynnst því að vandamálin eru þau sömu hvar sem er í álfunni bara mismunandi leysanleg eða óleysanleg og þama sér maður fatlaða og ófatlaða vinna hlið við hlið alveg eins og heima. Og kannski ekki síst það sem ég hef sagt fyrr í greininni að við íslendingar erum alls ekki langt á eftir öllum öðrum að því er snertir þessi málefni heldur þvert á móti. Ásgerður Ingimarsdóttir. Turninn góði. Kristján skáld frá Djúpalæk: rvm Ef öndvert allt þér gengur og undan halla.fer. Skal sókn í huga hafin og hún mun bjarga þér. Viö getum eigin ævi í óskafarveg leitt og vaxiö hverjum vanda sé vilja beitt. Hvar einn leit naktar auönir sér annar blómaskrúð. Þaö veröur sem þú væntir. Þaö vex sem að er hlúð. Þú rækta rósir vona í reit þíns hjarta skalt og búast við því bezta þó blási kalt. Þó örlög allra væru í ókunn bókfell skráð. Þaö næst úr norna höndum, ef nógu heitt er þráö. Þrjú orö að endurtaka ég er viö hvert mitt spor: Fegurð — gleði — friður mitt faöirvor. Góðvinur Fréttabréfsins Jón Hjartar, bað um birtingu þessa fagra og vel kveðna Ijóðs listskáldsinsKristjánsfráDjúpalœkog erþað gertmeð gleði sannri. FRÉTTABRÉF ÖRYRKJABANDALAGSINS 13

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.