Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.12.1990, Qupperneq 14

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.12.1990, Qupperneq 14
> 111« liliyil«IHBHIHUIM'l|l||li I 'llllll lll'IIIINIi llH'MIHllillflllil— BREFASKOLINN 50 ARA Fréttatilkynning Bréfaskólinn hefur nú starfað óslitið í 50 ár og var haldið upp á þessi merku tímamót í sögu skólans, mánu- daginn 15. október sl. í Listasafni ASÍ. Samvinnuhreyfingin á íslandi stofnsetti skólann í október 1940 og hét hann þá Bréfaskóli SÍS og rak Sambandið hann eitt í 25 ár, þá gerðist ASÍ eignaraðili og ráku þessi samtök skólann saman um skeið. Síðar urðu fleiri samtök í landinu eignaraðilar að skólanum og reka hann nú helstu fjöldasamtökin. Þau eru: Alþýðusamband Islands, Bandalag starfsmanna ríkis og bæja, Farmanna- og fiskimannasamband íslands, Kvenfélagasamband íslands, Samband íslenskra samvinnu- félaga, Stéttarsamband bænda, Ungmennafélag Islands og Öryrkjabandalag Islands. Bréfaskólinn varð sjálfseignar- stofnun á liðnum vetri og er enn eini skólinn á landinu sem eingöngu hefur fjarkennslu á sinni könnu. Fyrirmynd- in að þessari sérstæðu fræðslustofnun á Islandi var sótt til norrænna bréfa- skóla sem þá voru komnir til vegs og virðingar. í Svíþjóð hóf Brevskolan starfsemi sína árið 1919 og var hann fús til að styðja tilraun íslensku samvinnufélaganna til að starfrækja bréfaskóla hér á landi, m.a. með því að láta þeim í té námsefni og hljómplötur. Tilgangurinn var „að gefa námsfúsu fólki, ungu sem gömlu tækifæri til að afla sér fróðleiks í frístundum sínum“. Þannig voru markmiðin orðuð 1940. Óhætt er að segja að Bréfaskólinn hefur í hálfa öld gefið tugþúsundum íslendinga tækifæri til menntunar sem þeir annars hefðu ekki haft aðgang að. Fólk úr öllum helstu stéttum og starfsgreinum alls staðar á landinu sækir Bréfaskólann nú eins og áður. Þrátt fyrir stórbættar samgöngur og gífurlega aukið námsframboð víða um landið hefur aðsókn að Bréfaskólanum verið stöðug í mörg ár. Fyrir utan fólk og avarp sem býr í strjálbýli er enn margt fólk í landinu sem ekki á heimangengt á venjulegum kennslutíma, t.d. þeir sem vinna vaktavinnu, þeir sem bundnir eru yfir börnum, sjúkum eða öldruðum. Sjómenn eru líka stór hópur manna sem getur ekki sótt venjuleg námskeið. Fyrir þetta fólk getur Guðrún Friðgeirsdóttir. fjarkennsla verið góð lausn og Bréfaskólinn kappkostar að liðsinna því. Bréfaskólinn á sér djúpar rætur í íslensku þjóðfélagi og hann hefur sannað tilverurétt sinn, m.a. með því að laga sig að breyttum þörfum þjóðfélagsins fyrir fræðslu og þjónustu. Námsráðgjöf er fastur liður í starfsemi skólans sem mjög margir notfæra sér, einkum í tengslum við innritun. Samstarf við aðra fræðsluaðila hefur eflst mikið á undanförnum árum. Þeir helstu eru nú: Bankamannaskól- inn, Ferðaþjónusta bænda, Iðn- tæknistofnun fslands, Námsflokkar Reykjavíkur, bókafulltrúi ríkisins, Menntamálaráðuneytið, Blindra- bókasafnið og í undirbúningi er samstarf við bændaskólana. Ásókn í ýmiss konar starfsmenntun fer nú vaxandi, t.d. í bókavarðanám, siglingafræði, landbúnaðarhagfræði, bókfærslu, vaxta- og verðbréfa- reikning o.fl. Bréfaskólinn hefur fært starfsemi sína út fyrir landsteinana með því að bjóða upp á íslensku fyrir útlendinga. Nú eru 68 nemendur, frá ýmsum löndum heimsins, innritaðir í það nám og hefur þetta námskeið vakið ánægjuleg viðbrögð, bæði hér á landi og erlendis. Nánari upplýsingar veitir skólastjóri Bréfaskólans í síma 629750. Guðrún Friðgeirsdóttir. VELKOMIN TIL NÁMSÍ BRÉFASKÓLANUM Fjarkennsla opnar nýjar leiðir til 14

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.