Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.12.1990, Blaðsíða 15

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.12.1990, Blaðsíða 15
menntunar fyrir alla, hvar sem þeir eru búsettir og hvemig sem aðstæður þeirra eru. Bréfaskólinn hefur sérhæft sig í fjarkennslu og er öllum opinn, allt árið. Ólíkt því sem gerist í hefðbundinni kennslu geta kennarar og nemendur verið búsettir hvar sem er á landinu eða í mörgum lönd um því að samskipti þeirra fara fram með bréfum, hljóð- snældum, sjónvarpi. í síma eða með tölvum. Fjarkennsla hefur lengi verið við lýði víðaíheiminum, í u.þ.b. heilaöld en ör þróun í fjarskiptatækni á síðustu árum og almenn notkun útvarps, sjónvarps og síma hefur gefið þessari kennslu byr undir báða vængi. í starfi okkar í Bréfaskólanum leggjum við kapp á að nýta sem mest hina nýju tækni, sem nú er á boð- stólum, til að efla og auka persónuleg samskipti kennara og nemenda og gera námið aðgengilegt sem flestum. Bréfaskólinn býður upp á bréfa- nám, þ.e.a.s. fjarkennslugegnum bréf. Einnig eru notuð hljóð- og myndbönd þegar það á við. Myndsenditæki (símafax) er nú tekið í notkun í samskiptum kennara og nemenda og tölvunotkun er í undirbúningi. Símaviðtalstímar verða æ algengari hjá kennurum Bréfaskólans. Enda þótt hljóðsnældur, mynd- bönd, tölvur og ýmiss konar tækni geti haft mikinn áhrifamátt í fjar- kennslu, þegar það á við, sýna rannsóknir og reynsla manna af fjarkennslu að hönnun námskeiða, kennslufræðilega vel unnin kennslu- bréf og samskipti nemenda og kennara skipta mestu máli um námsárangur. Ritað mál eða kennslubréf munu því áfram verða snar þáttur í vel skipulagðri fjarkennslu. Bréfakennsla gefur nemandanum meira frjálsræði en nokkur önnur kennsla en leggur honum jafnframt meiri ábyrgð á herðar. Þeir sem komast upp á lagið með bréfanám þroska með sér sjálfsaga og sjálfstæði í vinnu- brögðum sem alls staðar kemur að góðu gagni. Nemandinn ræður sjálfur náms- hraðanum, hann sparar tíma og ferða- kostnað og óreglulegur vinnutími kemur ekki að sök og hann þarf ekki að hætta í vinnunni þó að hann fari í nám í Bréfaskólanum. Þegar lausar stundir gefast er hægt að nota þær til náms og vera sinn eigin herra. Bréfakennsla er þaulreynd aðferð sem gefur góðan árangur. Nemendur Bréfaskólans eru á öllum aldri, frá 12—85 ára og koma úr öllum stéttum þjóðfélagsins, alls staðar á landinu. Á hverju ári innritast um og yfir 1000 nýir fróðleiksfúsir nemendur. Við erum stolt af nemendum okkar og kappkostum að styðja við bakið á þeim í náminu. Velkomin í Bréfaskólann Guðrún Friðgeirsdóttir, skóiastjóri. JÓLASAGA Frá því að ég man fy rst eftir mér, hafa jólin og aðventan verið sá árstími sem sem ég hef ætíð hlakkað til. Þó ég hafi aldrei verið mikill þátttakandi í öllu því veraldarvafstri sem einkenna vill undirbúning jólanna, hefurhugurminn ætíðfyllst sérstakri eftirvæntingu. Til baka litið hefur þessi hátíð sína svipuðu sögu nema síðustu jól sem ég vil segja ykkur frá. Aðstæðuríeinkalífi mínuurðu þess valdandi að ég varð að fly tjafrá heimili mínu í nóvemberbyrjun. Undangengnir mánuðir höfðu verið mér hinir erfiðustu í öllu mínu lífi. Ég þóttist því hafa himin höndum tekið er ég fékk húsaskjól hjá ættingjum m ínum. En fjórum dögum fyrir jólahátíðina vaknaði ég árla morguns við hróp, umlukinn sótsvörtum þykkum reyk í eldhafi. Naumlega komumst við út og nú var sem öll vandamál hversdaga viku. Ég gerði mér grein fyrir að engu mátti muna að við öll sem þarna gistum þessa nótt týndum okkar lífi og nú dvaldi hugur minn Ágúst ÓIi Óskarsson. hjá sy stur minni og syni hennar sem tvísýnt varum. Að verða fy rir þessháttar rey nslu framkallaðiíhugaminn skelfilegan kulda og doða. Mér var ömun að öllu þessu jólakjaftæði sem gagntók allafjölmiðla. Núhafði lífmittsvo sannarlega mulist niður í ryk og ösku. Ég var peningalaus, húsnæðis- laus og ástvinir ekki þess megnugir að rétta mér hjálparhönd þessa dagana. Allir áttu nóg með sig. Það skelfilegasta við þetta allt saman var að ég hafði ekkert hlutverk, enginn þarfnaðist mín og ég hafði ekkert að gefa. Var ég sannfærður um að ekki var til aumari mannvera í samfélaginu. Þegar ég svo kom í félagsmiðstöð Geðhjálpar sem ég var oft vanur, vopnaður þessum svörtu hugsunum, heyrði ég mér til mikillar furðu að fleiri en ég burðuðust með svipaðar hugsanir daginnlangan. Allt í einu heyrðist myndug rödd er tilkynnti að nú skyldi haldið aðfangadagskvöld hátíðlegt þar, því það væru ótrúlega margir sem höfðu engan til að deila með jólunum. Sárlega vantaði einhvern til að hafa umsjón með herlegheitunum og vera næturvörður líka. I einu vetfangi var byrði af mér létt. Þarna var kjörið tækifæri fyrir mig að gera öðrum gott ognjótasjálfurþeirraránægju að gefa og þiggja í anda jólanna. Jólin þessi urðu mér einkar minnisstæð, full af friði og þakklæti til skaparans fyrir að fá að vera til. Ágúst Óli Óskarsson. FRÉTTABRÉF ÖRYRKJABANDALAGSINS 15

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.